Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 113 Framfarir / vísindum seinustu tuttugu árin á Húsavík frá 20. júlí til 5. sept. Þurfti hann enn nákvæmari hjúkr- unar við en félagar hans, og fór hér eins og um hina, að útferðin úr sárunum ónýtti bæði nærföt hans og sængurföt. Póstskipið „Laura“ kom til Húsa- víkur 5. september og var á leið til Kaupmannahafnar. Með því var Taylor sendur utan. Af þessari frásögn má að nokkru sjá hve mikið umstang og kostn- aður hefir hlotist af komu og dvöl þessara hrakningsmanna. Margar sendiferðir, ferðalög, læknishjálp, meðul,, föt og fæði, hjúkrun og önnur aðhlynning, björgun bát- anna og ótal margt annað, hlaut að kosta mikið. En verðlag var þá annað en nú er, og menn voru ekki að nota sér neyð ósjálfbjarga erlendra meðbræðra til þess að hagnast á henni. Eru reikningar allir mjög hóflegir. Má geta þess að Ólafur bóndi á Brimnesi fékk 113 krónur í sinn hlut. Var það fyrir fæði og hjúkrun fjögurra mann í 4 sólarhringa, kaupi stúlk- unnar frá Hrollaugsstöðum, kaupi 7 manna við að bjarga bátnum, og kaupi fimm manna við að koma hrakningsmönnum um borð í norska skipið. Útfararkostnaður þess, sem andaðist á Raufarhöfn, nam kr. 44.72, og er þar allt með talið, líkklæði, líkkista, legkaup, þóknun til prests og grafarmanna, og flutningur á kistunni frá Rauf- arhöfn til Ásmundarstaða. Alls nam kostnaðurinn eftir reikningi sýslumanns kr. 3203.10, og voru hæstu reikningarnir auðvitað frá héraðslækni, og frá þeim veitinga- mönnunum Ágúst Þorsteinssyni og Sveini Víking, og frá Gránuversl- iminni á Raufarhöfn, þar sem keypt voru föt handa þeim og léreft og flónel allan tímann í sára- umbúðir. A. ó. Á SEINUSTU tveimur áratugum hafa verið gerðar meiri og merki- legri uppgötvanir, en nokkuru sinni áður. Það má með sanni segja að á þessum árum hafa vísindin gert heimsbyltingu. Þeir, sem fæddir eru upp úr aldamótum, lifa nú í heimi sem er gjörólíkur því, sem þá var. Hér skal nú sagt frá nokkrum þeim vísindalegum af- rekum, sem mest hafa stuðlað að þessu. BÓLUSETNING VIÐ MÆNUVEIKI Margir munu telja að á sviði læknavísinda sé merkust uppgötv- un dr. Salks, bólusetning við mænuveiki. Hún var fyrst reynd árið 1953. Tveimur árum seinna var hafin allsherjar bólusetning í Bandaríkjunum og síðan í ýmsum öðrum löndum. Og nú er svo kom- ið að margir telja að sigur sé unn- inn á þessari illkynjuðu og vondu veiki. STJÖRNUSJÁIN MIKLA Á sviði stjörnufræðinnar hafa orðið stórstígar framfarir og má þær helzt þakka 200 þumlunga breiðu stjömusjánni, sem kennd er við Hale og tók til starfa á Palo- mar 1948. Þessi mikla stjörnusjá getur skyggnzt svo langt út í geim- inn, að vegarlengdin nemur rúm- um billjónum ljósára. SJÓNVARPIÐ Þessi uppgötvun var í rauninni fyrst gerð 1884 ,en var þá ekki framkvæmanleg. Miklar endur- bætur voru gerðar á henni 1920, en það var þó ekki fyrr en 1939 að fyrst var farið að sjónvarpa frá New York. Árið 1950 var sjónvarp- ið vinsælasta dægrastytting í Bandaríkjunum og hefir síðar far- ið sigurför víða um lönd. RATSJÁ Það er um ratsjána eins og sjón- varpið, að fmmhugmyndin að því er ekki ný af nálinni. Árið 1886 sýndi Heinrich Hertz fram á, að radíóbylgjur gætu endurkastast frá föstum hlutum. En það var þó ekki fyrr en 1930 að sjálf ratsjáin kom til sögunnar. Það var stríðið sem ýtti mjög undir hugmyndina, því að það var ekki lítils virði fyrir skip á þeim tímum að geta „séð“ í myrkri. Uppgötvun þessi bjargaði óteljandi mannslífum á styrjaldar- árunum. Að stríðinu loknu var hún tekin til almenningsnota og eru nú flest skip útbúin með ratsjá. S J ÁLFVIRK AR REIKNIVÉLAR Fyrsta sjálfvirka reiknivélin var tekin í notkun í Massachusetts Institution of Tegnology árið 1942. Vakti hún mestu furðu, því að engu var líkara en að hún hefði mannsvit. Síðan hefir komið hver reiknivélin af annarri og orðið æ fullkomnari. Má ?ar nefna Eniac, sem getur reiknað 5000 dæmi á einni sekúndu. Þessar vélar munu hafa hina stórkostlegustu þýðingu fyrir mannkynið, því að nú er hægt að leysa á nokkrum mínútum svc* flókin dæmi, að menn hefði þurft marga mánuði til þess að leysa þau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.