Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKORDÝRAEITUR Hið alkunna skordýraeitur DDT fannst fyrst árið 1874, en hvarf þegar í gleymsku aftur. Það var ekki fyrr en árið 1939 að sviss- neskur efnafræðingur rakst á upplýsingar um samsetningu þess, og gerði tilraunir með það. Heims- frægt varð þetta eitur 1944 þegar tókst með tilstyrk þess að stöðva pest í Neapel. Síðan hefir DDT reynzt bændum mjög þarft við út- rýmingu allskonar skordýra, sem leggjast á gróður og ávexti. Síðan hafa margar fleiri tegundir kom- ið, sem reynzt hafa vel í barátt- unni við skordýr og illgresi. Má nú segja að landbúnaðurinn hafi tekið efnafræðina í þjónustu sína, þar sem notkun þessara lyfja er. UNDRALYFIN Fyrsta undrameðalið, sulfanila- mid, kom fram á sjónarsviðið 1936. Reyndist það þegar mjög gott gegn lungnabólgu, bamsfarasótt, blóð- eitrun, kirtlaveiki og ýmsum öðr- um sjúkdómum. Síðan komu önn- ur sulfa-meðöl. Penicillín, sem orðið hefir frægast allra imdra- lyfja, fannst fyrst 1928, en svo liðu 15 ár áður en farið væri að nota það að nokkru ráði. Um 1940 komu svo streptomycin, chloromycetin, aureomycin, terramycin og fleiri meðul gegn sóttkveikjum. Þetta eru hin svokölluðu fúkkalyf. CORTISONE Það var í apríl 1949 að ýmsum læknum var sýnd merkileg kvik- mynd. Fyrst sýndi myndin 14 sjúklinga, sem voru svo lamaðir af liðagigt, að þeir máttu sig varla hreyfa. Síðan kom mynd af þeim nokkru síðar, þar sem þeir gátu farið allra sinna ferða, gengið upp stiga og jafnvel dansað. Þeir höfðu verið læknaðir með nýu undra- lyfi, sem nefndist cortisone. Síðan kom annað samskonar meðal, sem nefnt hefir verið „ACTH“. Þessi meðul lækna að vísu ekki liðagigt, en þau lina þjáningar svo að menn geta hreyft sig. Þau eru undanfari þess, að hægt sé að lækna þennan kvalafulla sjúkdóm. Þau teljast til hormónameðala. RÓUNARMEÐAL Meðal nýustu uppgötvana í lyfjafræðinni eru hin svonefndu róunarmeðul, chlorpromazine og reserpine. Þau hafa komið að góðu gagni hjá geðsjúkum mönnum, vegna þess hve oft hefir tekizt að lækna með þeim þá, sem haldnir eru af þunglyndi og bölsýni. KOPTINN Fyrsti koptinn var smíðaður og honum flogið 1939. Hafði hann ýmsa kosti fram yfir flugvélar, svo sem að hann gat lent á örlitlum bletti, tekið sig beint upp og flogið aftur á bak og á hlið. Koptarnir hafa reynzt vel, jafnvel við björg- un úr sjávarháska. En nýasta flug- tækið er það sem Bandaríkjamenn kalla „fljúgandi borð“ og kom fram á sjónarsviðið 1955. Er það fleki á stærð við borðdúk og ber einn rnanh, en hann stýrir farar- tækinu með því að færa sig til og halla því í þá áttina, sem það á að fljúga. ÞOTUR í lok seinna heimsstríðsins fóru Þjóðverjar að beita einkennilegum flugvélum, er ekki höfðu neina loftskrúfu. Þetta voru hinar svo- kölluðu þotur, sem soga inn á sig loft, þétta það og blanda með fljót- andi eldsneyti og kveikja svo í. En við þrýstinginn, sem þá verður af hitanum fæst aflið, sem knýr þær áfram. Þetta kom bandamönn- um að vísu ekki á óvart, því að þegar 1930 hafði verið tekið einka- leyfi á þessari uppgötvun og 1938 höf ðu verið gerðar nokkrar tilraun- ir með slík farartæki. Það var þó ekki fyrr en 1941, að Bretar endur- bættu þessa uppgötvun, og síðan eru þotur algengar. RÁKETTUR Þær voru nokkurs konar leik- föng þangað til 8. sept. 1944, að Þjóðverjar sendu fyrsta' V-flug- skeytið til Lundúna. Upp úr stríð- inu hófust tilraunir með rákettur fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Þá kom fram rákettan sem kölluð var WAC-Corporal. Henni var skotið upp í loftið 1949 og komst hún í 250 enskra mílna hæð. Nú hafa Bandaríkin smíðað þrefalda rák- ettu, sem nefnist Vanguard, og á hún að bera gerfihnettina upp í háloftin innan skamms. BIBLÍUHANDRITIN Á sviði fornfræðinnar varð sá atburður merkastur, er fornu biblíuhandritin fundust hjá Dauða- hafi 1947. Talið er að þau sé um 2000 ára gömul. GERFIEFNI Celluloid var fundið upp skömmu eftir þrælastríðið. Bake- lite var fundið upp 1909, og ræon var fundið upp 1911. En öld gerfi- efnanna hefst ekki fyrir alvöru fyr en 1938, þegar byrjað var að nota nælon í fatnað. Og síðan kom hvert gerfiefnið á eftir öðru : Dakron, dynel, orlon og mörg önnur. Þá kom plastið, sem er til allra hluta nytsamlegt. Það er notað í garð- slöngur, glugga, útvarpstæki, bíla, hnappa, diska og ótal margt ann- að, og nú er farið að tala um það sem byggingarefni. BYLTING í LIFNAÐAR- HÁTTUM Á þessum árum hefir orðið gjör- breyting á húsakynnum manna og þá ekki síður á öllu innan húss. Á sjónvarpið hefir áður verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.