Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 8
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ST. BERNHARDS HUNDARNIR Frá heimsókn í Klausirið fræga \ AlnafiöKlunm^ FRÁ bamæsku hefi eg verið hrif- inn af sögunum um St. Bernhards- hundana og afreksverk þeirra. Eg hafði heyrt, að þegar þessir stóru hundar voru sendir á stað að leita að mönnum, sem höfðu látið fyrir berast í snjónum, þá legðist einn þeirra ofan á örmagna manninn til þess að hlýa honum, en hinir þytu til þess að sækja hjálp. Eg hafði heyrt getið um hund sem hét Lion og að hann hefði bjargað 35 manns- lífum. Eg hafði einnig heyrt getið um hundinn Barry, sem bjargaði 40 mannslífum, þar á meðal hafði hann bjargað barni, sem fallið hafði niður í íssprungu, þar sem enginn maður gat komizt að því. Nú hafði mér verið boðið til St. Bemhards klaustursins til þess að skrifa um hundana og taka myndir af þeim. En það er ekki hlaupið að því að komast til klaustursins. Það stendur uppi í svissnesku Ölp- unum í 8113 feta hæð, og mun það óvíða í Evrópu að menn hafizt við allt árið í slíkri hæð. Eg fór með bíl til þorpsins Bourg St. Pierre. Það er í hinum franska hluta Sviss og stendur svo hátt, að snjór er þar um kring mestan hluta ársins. Eg lagði far- angur minn á bakið og lagði leið mína í búð nokkra til þess að kaupa mér appelsínur og súkkulaði í nesti, því að skarðið er bratt og erfitt. Kaupmaður sagði mér að eg skyldi alls ekki fara einn míns liðs. Þetta var í janúar í fyrra og að vísu var bjart veður, en kaup- maður sagði að á skammri stund skipaðist veður í lofti, og vegurinn væri hættulegur, því að þar væri einstigi og gínanui uxU-. .. sagði mér að ég skyldi bíða, því að von væri á munk, sem hann nefndi Anselme, að sækja vörur fyrir klaustrið. Eg gæti orðið hon- um samferða. -----O ----- Anselme kom um hádegi. Hann er ítali, stæltur að sjá og léttur í hreyfingum. Kaupmaður setti vör- ur hans í poka og svo lagði An- selme pokann á bakið. Kaupmaður var svo vænn að ljá mér skíði. Eg var með allt mitt dót í bakpoka og hann var um 50 pund á þyngd, var a- reiöanlega miklu þyngri. Skammt utan við þorpið hvarf vegurinn algjörlega undir snjó, en nokkur skíðaför sýndu að menn höfðu nýlega farið þar um. Eg var hress í byrjun, því að létt fjalla- loftið hafði örvandi áhrif á mig. En þegar hækka tók gerðist ferða- lagið erfiðara, því að þar var rifa- hjarn sem illt var að fóta sig á á skíðum. Loftið varð æ þynnra og eg gerðist mæðinn. Og það var eins og bakpokinn þyngdist við hvert fótmál. Var eg kominn að niðurlotum er við náðum sæluhús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.