Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11» Menthou og var fæddur í Savoy á 10. öld, að því er sagnir herma. Faðir hans var Richard de Ment- hou barón og Bernhard var auga- steinninn hans, enda glæstur og gjörfulegur maður. Það var föðurn- um því þungur harmur er Bern- hard kom frá París að loknu námi og kvaðst ætla að ganga í klaustur. Hann lokaði son sinn inni og á- kvað að hann skyldi kvænast konu við sitt hæfi. En aðfaranótt brúð- kaupsdagsins, braut Bernhard járnrimlana úr glugga sínum og strauk. Hann varð brátt víðfrægur kennimaður og sannkristinn. Hann var ljúfur og mildur sem dúfa, en sterkur eins og ljón og kunni ekki að hræðast. Svo var það eitt kvöld að nokkr- ir pílagrímar komu til kirkju hans og sögðu sínar farir ekki sléttar. Þeir höfðu verið á ferð um skarðið, en þá réðist á þá jötuninn Procus, sem vakti yfir líkneskju Júpíters. Þegar Bemhard frétti þetta, safn- aði hann mönnum og í grenjandi hríð fóru þeir upp í skarðið með söngvum og bænahöldum. Þegar þeir nálguðust Júpíter, breytti Procus sér í dreka og ætlaði að gleypa Bernhard. En hann veifaði stólu sinni og vafðist hún um háls drekanum eins og f jötur. Dró Bern- hard svo drekann niður og vann á honum, en förunautar hans brutu niður líkneskju Júpíters. Og þar með var skarðið hreinsað. Bernhard sagði nú þorpsbúum að þeir skyldi reisa þarna gistihús fyr- ir ferðamenn. Það var mikið af grjóti þarna og meira grjót var dregið að á ísum og svo reis bygg- ingin upp. Annað gistihús reisti Bernhard nokkru sunnar og er það nú kallað Litli St. Bernhard. Þetta hefir gerzt einhvern tíma á 11. öld, en gistihúsið var ekki kennt við St. Bernhard fyrr en 100 árum seinna. Það var fyrst helgað heil- ögum Nikulási. Gistihúsið brann 1555, en var endurreist þremur eða fjórum ár- um seinna. Napoleon Bonaparte fór um skarðið vorið 1800, er hann gerði herför á hendur Austurríkismönn- um. Hann hafði þá 40.000 her- manna, 5000 hesta og 58 fallbyss- ur, sem voru teknar sundur og dregnar af fjölda manns. Ekki var Napoleon þá á hvítum hesti, eins og sagt hefir verið, heldur reið hann á múlasna. ---- O ----- Um þær mundir voru 50 ár liðin síðan munkarnir þarna fengu sér fyrst hunda til björgunarstarfs og síðan hafa þeir verið þar stöðugt í rúmlega 200 ár. Fyrstu hundarnir voru ekki eins og þeir, sem nú eru þar, og enginn veit hvaðan þeir voru upp runnir, líklega þó austan úr Assyríu, því að þar hafa fund- izt 2500 ára gamlar myndir af svip- uðum hundum. Rómverjar fluttu þessa hunda til Ítalíu og höíðu þá fyrir varðhunda. Seinna hafa þeir verið kynblandaðir og hafa tekið að erfðum beztu kosti forfeðranna, svo að engir hundar jafnast nú á við þá. Þeir eru stórir og sterkir, geðgóðir og vitrir. En sennilega er hlutverki þeirra í St. Bernhard bráðlega lokið. Nýir vegir eru komnir, jarðgöng í gegnum fjöll- in, og loftvegir yfir þau. Vegimir um skörðin leggjast niður. Þegar eg minntist á þetta við föður Em- ery, viðurkenndi hann, að þetta væri að nokkru leyti rétt, en sagði þó: „Það er orðin ófrávíkjanleg regla að hafa hunda hér, og enn geta þeir komið að gagni. Á vetr- um eru oft skíðamenn í fjöllunum, og einstaka pílagrímur er hér á ferð. Svo eru smyglaramir, sem em að lauma sígarettum og ýmsu öðru milli landa. Þeir geta allir lent í hættum, og vér látum eitt yfir alla ganga. Hlutverk vort er að hjálpa, án þess að spyrja um hver maðurinn sé. Stormurinn og snjórinn gera sér ekki heldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.