Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 121 hann væri að leita að marghleypu sinni. En hann hafði enga marghleypu, og við vorum allir vopnlausir, því að þjónarnir höfðu byssumar og voru á leið með þær heim í gegn um skóg- inn. í bílnum var ekkert er við gætum fleygt í slönguna og truflað hana, svo að Bellamy gæfist kostur á að flýa. Við gátum ekkert gert nema horft á og beðið. Skyndilega reis slangan og velti vöngum, tilbúin að ráðast á manninn. Hann stóð grafkyrr, eins og ncgldur niður. En í sama bili kemur Sriati eins og eldibrandur út úr skóg- aj-þvkkninu. Hann hafði stokkið út úr brlnum án þess að við yrðum þess var- ir. Scott brá svo að hann þreif í handlegginn á mér og mér fannst takið nísta mig inn að beini. í skóginn. Scott athugaði þau ná- kvæmlega. „Þetta eru ekki spor eftir tígrisdýr, heldur hlébarða“, sagði hann. „Og það er sjálfsagt sami hlébarðinn sem eg sagði þér frá kvöldið sem þú komst. Hann er bæði grimmur og slunginn. Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera hér, við verðum að elta hann. En það er hættulegt. Collie og þú ræður því hvort þú kemur með“. „Auðvitað kem eg með þér“, sagði eg. „Eg bjóst svo sem við því“, sagði Scott og kímdi. „En bittu hundinn þinn þarna við tré, hann á ekki að vera með að þessu sinni“. Eg batt Snata og svo lögðum við Scott á stað og röktum slóðina. Sjá mátti að dýrið var halt á einum fæti, því að sporin eftir hann voru ekki Snati varð svo kátur að hann dansaði í kringum það. En hann varaði sig ekki á því, að dýrið var ekki dautt, og allt í einu kemur hrammur þess á hann með svo miklu afli, að sund- ur tók hundinn í miðju, án þess að bops heyrðist í honum. Við Scott bárum leifamar af Snata heim og grófum með viðhöfn. Seinna settum við minnismerki á leiði han» og á því stóð „Snati inn óviðjafnan- legi“. Og þannig lýkur þá sögunni af þeim bezta og hugrakkasta hundi, sem eg hefi þekkt. f^D®®®G^J Hvað er svefn ? Vísindin hafa ekki komizt að neinni niðurstöðu um það enn, hvert er eðli svefnsins. Sumir hafa haldið því fram, að hann stafaði af því að blóðstraumur til heilans minkaði eftir því sem menn vaka lengur. En nú hafa vísindin kom- izt að þeirri niðurstöður að svo er ekki. — Aðrir hafa haldið því fram að menn sofi vegna þess að heil- inn þurfi að fá hvíld, hann þreyt- ist eins og aðrir hlutar líkamans, en þetta hefir alls ekki sannast. Dr. Chandler Mc Brooks við ríkishá- skólann í New York hefir sagt svo um þetta: „Það er nauðsynlegt að rannsóknir fari fram á því hvaða breytingar á taugakerfinu valda því að menn sofna, og vakna svo aftur eftir endurnærandi svefn“. — íslenzkur vísindamaður, dr. Helgi Pjeturss, hafði um 30 ára skeið rannsakað þetta og komið fram með eðlilegar skýringar á eðli svefns og drauma, en ritgerðir hans um það efni hafa farið fram hjá öðrum vísindamönnum, vegna þess að þær voru ritaðar á íslenzku, sem fæstir skilja. Kyrkislöngunni varð hverft við þeg- ar þessi nýi andstæðingur kom fram á sjónarsviðið, og greip Bellamy þá tækifærið til þess að flýa og komast upp í bílinn. Slangan ætlaði að höggva Snata, en hann stökk í loft upp og missti hún hans. Hún hjó aft- ur, en það mistókst líka. Þá var sem henni yrði ekki um sel og hún lagði á flótta. Snati hljóp geltandi á eftir henni. Við vissum að það var ójafn leikur milli þeirra og þess vegna hrópuðum við í Snata og skipuðum honum að koma. Og annað hvort var það af því að hann var vel vaninn eða skynsemin sagði honum að bezt væri að hætta þessum leik, því að hann kom hlaupandi til okkar, stökk upp í bílinn, dillaði rófunni ákaft og var inn hreiknasti. Við klöppuðum hon- um og gældum við hann á þann htát sem hundum þykir vænt um, þegar þíir hafa unnið eitthvað sér til ágæt- is, og þegar heim kom var honum gefin kóngamáltíð. Næstu vikurnar var allt tíðindalaust o.-' tók nú að firnast yfir þennan at- burð. Bellamy fór í frí til Kalkútta og við Scott vorum einir eftir. Það var komið fram í júní og rigningatím- inn var skammt undan. Og svo var það einn dag að Scott stakk upp á því, að við skyldum fara á tígrisdýra- veiðar. Eg var til í það. En um það bil er öllum undirbúningi Vcir lok- ið, kemur næturvörðurinn æðandi og scgir að tígrisdýr hafi drepið fyrir sér geit í nótt. Við Scott fórum þá þegar með honum á staðinn og fundum þar spor eftir villidýrið og lágu þau inn jafn greinileg og eftir hina fætumar. Hér var því gamall kunningi þeirra Scotts og Bellamy, sem þeir höfðu léngi reynt að skjóta, en varð þeim jafnan of slunginn. Og þetta var mannæta, hafði drepið fjölda manna. Scott var á undan og við heldum lengra og lengra inní skóginn. Stund- um misstum við af slóðinni, en fund- um hana svo aftur. Að lokum bar liana að holu tré, og þar hvarf hún algjörlega. „Eg ætla að svipast héma um“, sagði Scott, „því að eg er viss um að dýrið er á næstu grösum. En þú skalt vera hér og gæta þess að það komi ekki aítan að mér.“ Þegar Scott var kominn svo sem þrjátíu skref, varð mér litið upp í hola tréð, og þá sá eg glóra í glym- urnar á villidýrinu rétt fyrir ofan mig. Þar lá það endilangt á grein og starði á mig. Eg varð skelfingu lostinn og hrópaði á Scott. Svo hleypti eg af, en hitti ekki dýrið. Byssan sló mig svo að eg reikaði, og í sömu svipan stökk dýrið niður úr trénu og ætlaði að ráðast á mig. Scott hleypti af skoti, en hitti ekki dýrið, og mér fannst öll von úti. En í sömu svifum heyrði er grimmilegt gelt, og Snati kemur æðandi, stekk- ur á dýrið og læsir tönnunum í háls þess. Hann hafði nagað sundur band- ið, sem ég batt hann með og dró á eftir sér stúf af því. Þetta var ójafn leikur og gat ekki farið nema á einn veg. En við Scott hleyptum nú af samtímis og hittum dýrið »vo að það f*U og lá grafkyrrt. 1 «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.