Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 honum tókst að komast að bátn- um, þrátt fyrir hamfarir sjávarins. Hann var dreginn upp í bátinn og síðan voru fjórir menn dregnir á tauginni frá skipinu yfir í bátinn. En fleirum var ekki hægt að bjarga á þennan hátt. Báturinn kom aftur til Venus og með herkjubrögðum tókst að ná mönnunum um borð. Rétt í þessu kom nýtt neyðar- kall. Það var frá rússneska skipinu Ilmen, sem var skammt þaðan með bilaðan stýrisútbúnað. Skipstjór- inn á Venus svaraði: Þegar eg hefi bjargað áhöfninni á Þrym skal eg koma og bjarga ykkur. En þess þurfti ekki, því að Rússarnir gátu lagað bilunina og skipið komst sinna ferða. Nú var reynt að skjóta fluglínu yfir í Þrym. Það heppnaðist í ann- að skifti og nú var dreginn kaðall yfir í Þrym og dufl fest við. Sá fyrsti sem lagði á stað, var maður úr Þrændalögum. Piltarnir á Venus drógu af öllum kröftum og brátt var hann kominn að skipinu. Svo var hann dreginn um borð og spýtti þá bæði sjó og olíu. — Þið dragið alt of hart, piltar, þið getið drepið mann á þessu, sagði hann á sinni breiðu þrænzku þegar hann fekk málið. Síðan voru hinir mennirnir dregnir milli skipanna hver af öðr- um, þangað til Torkildsen skip- stjórí stóð einn eftir á hinu sökkv- andi skipi. Hann sagði síðar að þá hefði komið yfir sig sú tilfinning að hann væri einn og yfirgefinn og mundi aldrei ná til manna. Hann var með einkennishúfu sína á höfðinu og skipsskjölin í barm- inum þegar hann batt sig í línuna. Þegar fór hann á kaf í holskeflu, og einkennishúfan sigldi sinn eigin sjó, en brátt er skipstjórinn kom- inn um borð í Venus, og öllum hafði verið bjargað lifandi. En sú barátta hafði nú staðið í 32 klukku- stundir, en í 58 klukkustundir höfðu skipverjar á Þrym verið í stöðugum lífsháska. Um allan heim hafði með eftir- væntingu verið fylgst með þessum tvísýna leik úti í Norðursjó. En nú streymdu samfagnaðarskeyti að, fyrst frá konungi og síðan frá mönnum víðsvegar um heim. Skip- inu var og vel fagnað þegar það kom til Englands. Á heimleiðinni kom aftur neyð- arkall. Þar var norska skipið Veni í hættu, en annað skip var nær og kom því til aðstoðar. Og er Venus kom til Bergen 25. janúar, komu tugþúsundir manna niður á bryggju til að fagna skipinu. ___ ÚRYGGISTÆKI YRIR BÍLA Oft er hættulegt að aka fram ir öðrum bílum, en það er líka leiðinlegt að hafa stóran og hæg- fara bíl á undan sér. Nú hafa Ástralíumenn fundið ráð við þessu. Ef bíll vill komast fram úr öðrum, þeytir hann horn sitt, en hljóðið grípur „mikrophon“, sem er aft- an á fremri bílnum og samstundis kviknar rautt ljós hjá bílstjóran- um. Hann athugar þá hvort óhætt muni fyrir aftari bílinn að fara fram úr. Ef svo er ekki, styður hann á hnapp og fram kemur rautt Ijós aftan á bílnum, en það er að- vörun til hins um að hann skuli ekki reyna að komast fram úr fyrr en nýtt merki sé gefið. Og þegar fremri bílstjórinn sér að öllu er óhætt, styður hann á annan hnapp og kemur þá grænt grænt ljósaftan á bílnum, en það þýðir „nú er lag“. ^^S(sXSxSG^-y VIÐBRAGÐSFLÝTIR Láttu einhvem halda í endann á ný- um 10 króna seðli og farðu sjálfur með visifingur og þumalfingur sinn hvor- uin megin við seðilinn miðjan fyrir neð- an fingur hins, en þú mátt ekki koma við seðilinn. Þegar hinn sleppir seðlin- um áttu að reyna að grípa hann með fingrunum. En þér tekst það ekki. Seð- illinn fer í gegnum greipar þér. Þetta bragð sýnir, að það líður ofur- lítil stund frá því að augað sendir skila- boð til heilans og þar til heilinn getur gert sínar fyrirskipanir. Að jafnaði mun það vera % úr sekúndu. En þetta getur nægt til þess að valda slysum. Setjum svo að þú sért í bíl og akir með 50 km hraða. Bam hleypur út á veginn 33 fetum íyrir framan bílinn — og bíllinn er kominn ofan á það, jafn- vel áður en þú stígur á hemilinn. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.