Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 16
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 7 6 V 8 7 3 2 ♦ 10 5 4 3 * Á D 8 4 K 8 2 ¥ D G 10 ♦ G 7 6 4 K 9 6 3 N V A S 4 4 3 V K 9 5 ♦ K 9 8 2 4 G 10 5 2 4 Á D G 10 9 5 ¥ Á 6 4 ♦ Á D 4 7 4 S sagði 4 spaða. V sló út H D og hún var drepin með ásnum. >á tók S áhættuna að spila untíir L D, og það blessaðist. Svo slær hann út trompi og drepur sjálfur með 9, en V gaf. Hvers vegna? S mun nú halda að A hafi þrjú tromp, þar á meðal kóng- ir.n og notar því einu innkomu sina í borði til þess að geta slegið út trompi aftur. Það varð. En nú drap V með kóngnum og sló svo út trompi aftur. Með þessu móti hlaut S að missa tvo siagi í hjarta og einn í tígli. Ef hann hefði notað innkomuna í borði til þess að slá út tígli og hætta drottningunni, þá hefði hann unnið, Ef V hefði arep- ið með S K strax, hlaut S að reyna tígulinn. Einkennileg hending I DRAMMEN í Noregi er bridge- klúbbur, sem heitir „Sölvknekt" og á spilakvöldi hans kom fyrir einkennileg hending í byrjun október. í tveimur spilum, hvoru eftir annað, fengu menn við eitt borðið nákvæmlega sömu spil á hendur. Þetta mun vera einstætt fyr- irbæri. Menn hafa reynt að reikna út hve oft þetta geti kom- ið fyrir að meðaltali, en hafa gefizt upp við það, því að lík- umar eru ekki nema einn á móti "nörgum milljónum. BÖRN OG SNJÓR — Gaman er að leika sér í nýföllnum snjó og þá er ekk- erí tiltöluir-ál þótt farið sé í snjókast. En ósiður er hitt, að kasta snjó í vegfar- endur, reyna að hæfa glugga, rafmagnsperur á ljósastaurum, götulampa eða bíla. Snjókastið á að vera hrekkjalaust stundargaman meðan snjórinn er mjúkur. Aftur á móti getur það orðið hættulegt þegar snjórinn er farinn að harðna. Börnin, sem sjást hér á myndinni, hafa víst ekki athugað þetta, og þess vegna hefir gamanið farið út um þúfur, eins og sjá má. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). LJÓSAGANGUR í LAUGARNESI Sama daginn sem Hannes Steingríms- son Johnsen kaupmaður í Reykjavík andaðist (16. nóv. 1885), bar svo við, að Jóhann bóndi að Rauðará kom út. Honum varð litið inn að Laugarnesi, og virtist honum þá vera ljósagangur í Laugarnesstofutóftinni. Honum þótti þetta kynlegt og sótti því eitthvað inn af fólki sínu. Það kom út og sá allt ljósaganginn, en hann hvarf rétt á eftir. Ekki hafði Rauðarárfólkið frétt lát kaupmanns, er það sá þetta, en eftir því sem seinna kom fram, dó Hannes einmitt um sama leyti. Þessa sögu hefir Jón Borgfirðingur sagt eftir Jóhanni á Rauðará sjálfum. Hannes Johnsen ólst upp í Laugarnesi. GÓA BYRJAR í DAG Ef hún Góa öll er góð, öldin skal það muiia. þá mun Harpa, hennar jóð, herða veðráttuna. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.