Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 1
SKUGGSJÁ REYKJAVÍKUR Frá uppvaxtarárum borgarinnar ggBg -v " ■ T'IL ERU tvær merkar lýsingar á Reykjavík, með aldar milli- bili. Önnur er ritgerð dr. Jóns biskups Helgasonar „Þegar Reykja- vík var fjórtán vetra“. Birtist hún í Safni til sögu íslands V, og segir frá því hvernig hér var umhorfs við aldamótin 1800. Hin ritgerðin er eftir Benedikt skáld Gröndal, „Reykjavík um aldamótin 1900“ og birtist fyrst í Eimreiðinni. Árið 1800 voru taldar 307 sálir í Reykjavík og hafði fjölgað um Reykjavík 1810. (Mackenzie). 140 síðan bærinn fekk kaupstaðar- réttindi 1876. Bæarbúar skiptust í tvo hópa, sjómenn og húsmenn, sem bjuggu í kotunum, og dönsku verslunarstéttina, sem átti heima í miðbænum. Jón biskup Helgason segir: „Þegar nú litið er til fólks- fjöldans hér í kaupstaðnum þetta ár, þá er sízt að furða þótt það yrði verslunarstéttin, er hér í bæ réði lögum og lofum framan af og enda fram eftir öllu, og hún yrði til þess algerlega að móta kaupstaðinn á uppvaxtarárum hans.....Þess er þá ekki heldur að dyljast að Reykjavík er á þessu tímaskeiði aðallega danskur kaup- staður, og er svo fram eftir allri öldinni“. Reykjavík var lengi að slíta barnsskónum. Hún tók seint út vöxt og þroska. Ðreytingarnar voru svo hægfara, að menn veittu þeim varla athygli. Má svo segja, að alla 19. öldina hafi Reykjavík tæpast vitað deili á sjálfri sér, og fáa hafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.