Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 2
126 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS grunað hvað búa mundi í þessum „unglingi“, er svo lengi var milli vita. Byggðin jókst jafnt og þétt og fólkinu fjölgaði, og nýu íbúarn- ir voru íslenzkir. Hefði því mátt ætla að þeir hefði vaxið dönsku verslunarstéttinni yfir höfuð. En svo var eigi. Kaupmenn höfðu hér tögl og hagldir. Þeir heldu almenn- ingi í viðskiptafjötrum, og langt fram eftir öldinni voru hinir ó- breyttu borgarar svo að segja rétt- indalausir í höfuðborg síns eigin lands. Um aldamótin 1900, þegar Bene- dikt Gröndal skrifar Reykjavíkur- lýsingu sína, er hér komin „borg“ með 6682 sálir. Hún hefir þá slitið barnsskónum og er komin á gelgju- skeiðið. En það sem mest er um vert, hún er þá orðin íslenzk. Saga hennar síðan er flestum kunn. En frá uppvaxtarárum hennar og hvernig hún smábreyttist úr dönsku þorpi í íslenzka borg, eru til ýmsar samtíma frásagnir í ferðabókum erlendra manna. Þær gefa nokkra hugmynd um þetta, enda þótt flestar þeirra séu nokk- uð yfirborðskenndar. Hér hefir verið safnað saman frásögnum enskra ferðamanna á öldinni sem leið, og þó eigi allra. Hefir verið seilzt til þess að taka lýsingar þeirra á bænum sjálfum, fremur en lýsingar á bæarbrag, því að um hann voru fæstir dómbærir með því að koma hingað sem allra snöggvast og kynnast aðallega „heldra fólkinu“. Margar eru lýs- ingar þessar skemmtilegar og fróð- legar um það hvernig umhvorfs var í bænum á hverjum tíma. Má með nokkrum sanni segja að þær tengi saman aldamótalýsingar þeirra Jóns biskups Helgasonar og Benedikts Gröndals. Bersýnilegar villur í þessum frásögnum hafa verið leiðréttar, eða þá hlaupið yf- ir þær þar sem það var hægt, án þess að þess sé sérstaklega getið á hverjum stað. WILLIAM JACKSON HOOKEK grasafræðingur kom hingað sumarið 1809 að áeggjan Dufferins lávarðar. Hann var hér þegar Jörundur gerði stjórn- arbyltinguna og hefir lýst henni rækilega, en hér er aðeins tek- ið það, sem hann segir um bæ- inn og fólkið. Hann bjó í Scheels-húsi, eða „gamla klúbbn- um“, sem lengi stóð við Tjarn- argötu. Gapastokkurinn, sem hann minnist á, var fyrir fram- an búð Sunckenbergs, þar sem nú er verslunin Geysir. Honum lízt illa á kirkjuna, enda sögðu skoðunarmenn 1815, að viðbúið væri að þakið felli inn og gæti valdið söfnuðinum lífs og lima- tjóni. Um kl. 4 síðd. 21. júní fórum við í land og lentum þar í malar- og sandfjöru. Þarna var ofurlítil lausabryggja, gerð úr timbri og mátti skjóta henni fram, svo að við þurftum ekki að vaða. Þarna voru fyrir um hundrað bæarbúar, aðallega konur, sem fögnuðu okk- ur með miklum gleðilátum. Þetta góða fólk hafði þó ekki meiri ánægju af að sjá okkur, en við að sjá það. Nú var fiskanna- tíminn og allir voru í fiskvinnu. Sumir voru að taka saman fisk, er lá þama á mölinni, aðrir báru hann á handbörum lengra upp á kambinn, og þar unnu enn aðrir að því að hlaða honum í stóra stakka. Var síðan borið grjót á þá til þess að fiskarnir skyldi fletj- ast út. Aðallega voru það konur, sem unnu að þessu. Voru sumar þeirra miklar vexti og fjörlegar, en allar mjög óþrifalega til fara og af þeim lagði miður góðan þef. Þær voru í grófum ullarsokkum, dökk- lituðum og á fótum höfðu þær skó úr sauðskinni eða selskinni. Marg- ar voru með reiptagl úr hrosshári yfir herðarnar og voru lykkjur á endunum. Þessum lykkjum smeygðu þær upp á kjálkana á börunum. Sumar gömlu konurnar voru þær ljótustu mannverur, sem eg hefi nokkurn tíma séð. En ungu stúlkurnar voru laglegar og hefðu jafnvel þótt fallegar í Englandi. Og íslenzkar stúlkur sem ekki hafa orðið fyrir barðinu á hinni hörðu veðráttu, eru svo laglegar í vexti að þær þola samanburð við ungar stúlkur í hvaða landi sem er. Þær eru yfirleitt lægri en stúlkur hjá okkur, en mjög hraustlegar.---- í borginni eru 60—70 hús og standa í tveimur álíka löngum röð- um í vinkil. Húsin á sjávarkambin- um eru úr timbri og snúa mót sjónum. íbúðarhús kaupmanna eru nákvæmlega eins og vöruhúsin, nema hvað fleiri glergluggar eru á þeim, og svo strompar úr timbri, einn eða tveir. Húsin eru öll smíð- uð í Noregi og sett saman hér. í þeim búa nær eingöngu Danir, svo að þetta getur tæpast kallast ís- lenzk borg. í búðunum eru seldar allar nauðsynlegustu vörur, og þar er Frá Reykjavík 1809.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.