Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 Konur a'ö bera fisk. tekið á móti innlendum vörum. Vestan við þessa húsaröð er gapastokkurinn. Þetta er staur og í 4 feta hæð eru á honum tvær járnhespur, sem spenntar eru um úlfliði þeirra, sem settir eru í gapa- stokkinn. Þaðan liggur svo húsaröð til suð- urs og sæmilega breið gata, en svo grýtt að eg held að enginn vagn gæti komizt eftir henni. Fyrst eru tvær eða þrjár búðir og svo kemur íbúðarhús hins hálærða biskups, Geirs Vídalíns. Þetta hús er eins og hin; nema heldur stærra og á því eru fleiri glergluggar. Þá kem- ur landfógetahúsið og eru þar nokkrar góðar stofur, vel búnar húsgögnum. Enn lengra, og fyrir endanum á götunni, er kpæpa þar sem Danir skemmta sér við spil. Að baki hennar eru nokkrir torf- bæir og er einn þeirra mjög snotur. Hér fekk ég inni meðan eg dvaldist í Rvík, leigði þar hjá konu, sem er alkunn þar og í næstu sveitum, því að hún er ljósmóðir og hefir stórt hérað. Danska stjórnin greið- ir henni 20 sterlingspund á ári, en svo á hún að veita öllum hjálp og meðul. Hún hafði lært í Danmörk og hafði auk þess um eitt skeið verið þerna í höll konungs. Þótt- ist hún því hærra hafin en stall- systur hennar í öðrum löndum. Hún var nú komin undir sextugt, (hún var 65 ára), en fór á hvern dansleik og dansaði ræl þangað til fiðlarinn var uppgefinn. Ef maður hugsar sér línu dregna frá þessu húsi og aðra frá austasta húsinu á mölinni, svo að þar myndist ferhyrningur, þá er hús stiftamtmanns nærri norðaustur horninu og rétt hjá því er hús Mr. Savignacs. Hús stiftamtmanns er lítið, en snoturt innan og vel mál- að. Skammt frá þessum húsum og rétt við suðurhlið ferhyrningsins, stendur dómkirkjan, talsvert mik- il bygging með glergluggum, en bæði þeir og tígulsteinsþakið þarfnast mikillar viðgerðar. Kveð- ur svo ramt að þessu, að hrafnar valda miklum helgispjöllum með því að hnappast á þakið þegar messur fara fram og garga þar og dríta. Annað hús verð eg að minnast á. Stendur það eitt sér á grænni grund inni í bænum. Þetta er landsyfirréttarhúsið, þar sem allir dómar eru kveðnir upp. Þetta er stórt timburhús og í því tvö eða þrjú rúmgóð herbergi, en nær húsgagnalaus. Þarna heldur skraddari þorpsins til þegar húsið er ekki notað til annars. í úthverfunum eru nokkrir torf- bæir á víð og dreif. Þeir eru lágir í loftinu, en ekki grafnir niður, eins og margir halda. Hjá öllum þessum bæum og víðar standa nokkurs konar trönur, þar sem skinnklæði eru þurrkuð. Skinn- klæðin eru gerð úr sauðskinnum, stalíkur og brók í einu lagi, og snýr háramurinn inn. Eru menn all ferlegir þegar þeir eru xomnir í þennan búning, utan yfir föt sín. Trönurnar eru mjög einfaldar. Þar er fyrst 3—4 feta hár staur og ofan á honum þverslá, sem getur snúizt. Ur endum þverslárinnar ganga álmur úr tré, eins og sjá má á myndinni. Þegar sjómennirnir koma nú heim í blautum skinn- klæðum, þá smokka þeir þeim upp á þessa grind, en hún snýst eftir vindinum, svo alltaf blæs inn í sjóklæðin. SIR GEORGE S. MACKENZIE baronet, kom hingað sumarið 1810. Hann bjó í húsi Trampe greifa og lýsir því, en þar er nú Haraldarbúð. Hann lýsir hér jarðarför, dómsuppkvaðningu í landsyfirrétti, dansleik, kirkju- brúðkaupi, fermingu og laxatöku í Elliðaánum. Frá höfninni er Reykjavík ekki tilkomumikil. Við fórum snöggvast í land kvöldið sem við komum, og ef við hefðum ekki hitt fiskimenn áður úti í flóa, mundum við hafa undrazt það fólk, sem flykktist um okkur. Danimir eru auðþekktir, því að þeir eru alltaf með tóbaks- pípu uppi í sér. Ströndin er brattur malarkambur. Þar eru tvær lausar bryggjur, sem skjóta má út þegar ferma skal eða afferma hina stærri báta. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.