Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 4
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eitt hús er úr múrsteini, kirkj- an og hegningarhúsið eru úr steini. Annars eru öll húsin úr timbri og ýmist tjörguð eða rauðmáluð utan. Vöruhúsin eru sum stór, en úr timbri. Lengsta húsaröðin er með- íram fjörunni. Vestast er þvergata og við endann á henni veitingahús fyrir kaupmennina. Austast í bæn- um er „tugthúsið“ og er kalkað ut- an og ber mjög af hinum dökku húsunum. Ofan við Strandgötuna stendur hús Trampe greifa, og skammt frá því, suður við tjörn- ina, stendur kirkjan; er það klunnaleg bygging með tígulsteins- þaki. Kirkjan er mjög hrörleg og um hana alla næða vindar og regn. Þótt hún sé svo rúmgóð, að þar komist fyrir nokkur hundruð manna, er hún sjaldan vel sótt, nema þegar ferming er, en þá er hún troðfull. Utan við þorpið er fjöldi smákofa. Eru þeir allir mjög lélegir. Þar búa aðallega þeir, sem vinna hjá kaupmönnum. Alls munu íbúar staðarins vera um 500. Efst á hæðinni að vestan er stjörnu- rannsóknastöð og þar geymd nokk- ur áhöld. Nú eru þar tveir Danir, sem eiga að sjá um landmælingar. Þegar stórstreymt er, flæðir sjó- inn oft upp á milli húss greifans og kirkjunnar, og eins upp eftir þver- götunni. Stundum fer flóðið inn { garðana, sem eru hjá flestum hús- um. Trampe greifi hafði leyft okkur að dveljast í húsi sínu. Það er lítið, Skinnklæða- trönur (Hooker) en þægilegt. Niðri eru þrjú her- bergi. Úr einu þeirra er gengið fram í eldhúsið og eitt er opinber skrifstofa. Þar er búr með hillum og skápum. í eldhúsinu er eld- stæði, sem mest líkist eldstæði í smiðju. í því miðju er lítið hola og þar er eldurinn kynntur. Þegar matur er soðinn, þarf að kveikja upp sérstakan eld undir hverju suðuíláti. Stofurnar eru hitaðar upp með ofnum, sem eru í sam- bandi við reykgang eldhússins. Uppi er loft og verður að fara þar upp brattan og þröngan stiga. Þar uppi eru þrjú her- bergi og eitt þeirra með upp- hitun. — Húsinu fylgir opið svæði og handan við það er hest- hús og fjós og heyloft yfir. Bak við húsið er ofurlítill afgirtur sáð- garður. Við heimsóttum prestinn (séra Brynjólf Sigurðsson í Seli) sem á Torfbæic heima vestan við bæinn, í mjög lé- legum kofa. Hann stóð í dyrum úti og leiddi okkur inn, fyrst um löng, dimm göng sem voru full af alls- konar drasli og í einhverju myrkraskoti þar stóð maður og barði fisk. Farið var með okkur inn í baðstofu sem er bezta húsið á bænum. Þar var svo lágt undir loft að maður gat naumast staðið uppréttur. Og þar var svo þröngt, að varla var hægt að hreyfa sig. Þar var rúm, stundaklukka, komm- óða og skápur með glerhurð. Okk- ur furðaði á því að prestur einu borgarinnar á íslandi skyldi hafa svo vond húsakynni. En við skild- um það er við fréttum að hann fengi aðeins 150 ríkisdali í laun á ári (og ekki reglulega goldið) og jarðnæði, þar sem hann gat haft eina eða tvær kýr og nokkrar kind- ur. Við vorum við jarðarföi* sjó- manns, sem hafði dáið á skipinu. Prestur kom í hempu niður í fjöru að taka á móti kistunni og gekk svo á undan henni upp í kirkjugarð. Þar byrjaði hann að syngja og margir tóku undir. Þetta gekk þangað til kistan var komin í gröf- ina. Þá kastaði prestur rekunum á, og síðan var sungið meðan mok- að var ofan í gröfina. Að því búnu settu allir höfuðfötin fyrir andlit sér og virtust gera bæn sína. Allt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.