Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 Þessi matur var þó stórum betri en viðurværi almennings; það hefir sennilega verið svipað kofunum og fátæklegum lifnaðarháttum manna Harðfiskur er aðalfæðan, og kemur í staðinn fyrir brauð, sem sjaldan sést. Annars er harðfiskur góður matur, ef ekki væri haft súrt smjör með honum. Þótt brauð sé ekki til utan Reykjavíkur, er grjónagraut- ur á hverjum degi og stundum flatbrauð. Vindmylnur eru sjald- gæfar, þær beztu í Keflavík og Reykjavík. Hvergi er vatnsaflið notað og er þó nóg af því. Bændur mala komið í handkvörnum með miklum erfiðismunum. Dómkirkjan er í miðjum bæn- um á opnu svæði, sem heitir Aust- urvöllur. Á sumrin er hann jafnan alþakinn tjöldum ferðamanna. Kirkjan er úr steini með timbur- tumi og timburþaki, og öðrum megin við hana er skrúðhús og lík- hús. Bekkimir í framkirkju eru ætlaðir kvenfólki, því að karl- menn sitja í kór. Altarisskrautið minnir á kaþólska kirkju og kertin sem á því loga undir altaristöfl- unni. Hún er af því er lík Jesú var tekið niður af krossinum og er bezta málverk, sem til er í land- inu. Til vinstri er stúka biskups með grindum fyrir. Á vorin í leys- ingum hefir lækurinn ekki við að flytja vatnið til sjávar, og þá flæðir tjömin allt umhverfis kirkjuna, svo að þar er ekki fært nema á bátum. Annars eru göturnar hrein- legar og þrifalegri en víðast í Ev- rópu. Sjávarkamburinn er hár og ber meira á því vegna þess að þar em hrúgur af steinum, sem hafðir em til að bera á fiskstakkana. Annars er bæarlóðin lítt yfir sjávarmál, og þegar stormar voru sá eg oftar en einu sinni að sjórinn flæddi inn í bæinn. Veturinn áður en eg kom, gerði svo mikið flóð að það gekk upp á hús allfjarri ströndinni. Ef ekki verður gerður varnargarður, er hætt við að flóð geti borið sum húsin úr stað, því að þau standa aðeins á lausum steinum. Sleðar eru ekki notaðir á íslandi, vegna þess hvað þar er fjöllótt, og ekki sá eg þar nema ein skíði, og var það norðanpóstur sem átti þau. — Seint í október fóru menn að eiga von á póstskipinu, sem átti að fara frá Kaupmannahöfn í byrjun mánaðarins. Dag eftir dag fóm menn upp á hæðir með sjónauka til að skyggnast eftir skipinu. En það kom ekki fyrr en um miðjan nóvember, hafði verið sjö vikur á leiðinni. Þá varð uppi fótur og fit í borginni, allir töluðu um að skipið væri komið og á einni klukkustund var mér víst sagt frá því hundrað sinnum. Eftir fáa daga var afgreiðslu þess lokið og fór það þá til Hafnarfjarðar í vetrar- lægi fram í marz. Og aftur færðist gamla deyfðin yfir Reykjavík. Nú gerði hörð vetrarveður og stóðu þau óslitið í fjóra mánuði. Stormar voru daglega og einu sinni flæddi sjórinn inn í bæinn. í versta ofviðrinu fuku bátar í fjör- unni. Salt hlóðst á glugga svo að þeir urðu ógagnsæir. Sjóinn lagði við land hvað eftir annað, en öldu- gangur braut upp lagísinn og hlóð honum í fjöruna. En þar sem hló var helzt helluís, og yfir Skerja- fjörð mátti ríða. — í febrúar voru mikil frost. Einn morgun þegar eg var að drekka kaffi mitt fraus það sem var í und- iskálinni. Þetta skeði þó í litlu her- bergi þar sem skíðlogaði í ofni. Tvisvar sinnum, er eg kom heim, var ekki hægt að komast inn, því að skeflt hafði alveg að húsinu. gluggar, dyr og allt farið í kaf á einni klukkustund. Eg þykist vita að menn kalli þetta ýkjur, og hefi eg ekki öðru að svara en því, að þetta var harðasti vetur, sem kom- ið hafði í hálfa öld. Margir urðu að lóga hestum sínum vegna hey- leysis. Biskupinn varð jafnvel að lóga 9 af sínum hestum.------ í apríllok voru menn orðnir mjög langeygir eftir skipum. Og í næsta mánuði fóru þau svo að koma, tvö og þrjú á dag. Lausu bryggjunum var nú skotið fram í fjöruna, en þær höfðu fengið að hvíla sig all- an veturinn uppi á sjávarkambin- um. Og allir sem ekki stunduðu sjóróðra og flestar konur í bæn- um, voru nú önnum kafin við að afgreiða skipin. JOHN BARROW kom hingað 1834. Þá er orðin talsverð breyt- ing á Reykjavík. Þá er hegning- arhúsið orðið að „Konungsgarði'* og býr þar stiftamtmaður. Læknisbústaðurinn hefir verið fluttur frá Nesi og landlæknir hefir byggt sér stórt hús í Hlið- arhúsatúni. Það standur enn og hefir altaf verið kallað Doktors- húsið. Gert hefir vc-rið við kirkj- una og Krieger stiftamtmaður hefir látið gera Skólavörðuna að útsýnisturni. Þegar komið er á Reykjavíkur- höfn, sér maður langa röð af hús- um — eða þó öllu heldur efra hluta þeirra — sem standa innan við malarkambinn. Ber mest á rauða og svarta litnum á þökum þeirra. Maður sér efst á dyrnar og ef til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.