Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 8
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vill ofan á nokkra glugga yfir mal- arkambinn, en það er nóg til að fullvissa hann um, að húsin eru öll einlyft og lág. Beggja megin við þessa húsaröð eru lágar hæðir, og þar má líta marga torfkofa, sem eru heldur lágir í loftinu, með torf- þaki og grónum veggjum. Þarna hafast aðallega við fiskimenn, starfsmenn hjá kaupmönnum og iðjuleysingjar, og þeir voru ekki svo fáir í bænum um þetta leyti. Meðal kofanna að vestanverðu er hús sem mikið ber á og gnæfir yfir þá. Það er hús landlæknis, eða máske öllu heldur héraðslæknis og lyfsala í Reykjavík, því að hann gegnir öllum þessum embættum. En yfir það gnæfir aftur lengra í burtu stærra hús — eina vindmyln- an á íslandi. Að austanverðu eru samskonar kofar og að vestan, en að baki þeim, efst á hæðinni, rís steinvarði, sem skólapiltar gerðu meðan eini skóli landsins var í Reykjavík. Hún var hrunin, en nú hefir stiftamt- maður (Krieger) látið gera við hana og breytt henni í útsýnis- turn og er mjög víðsýnt þaðan. En næsta umhverfi Reykjavíkur er mjög sviplaust, þar sést hvorki tré né runni og allt virðist flatt, mýrar og grýttir melar. Þannig kemur það manni fyrir sjónir ut- an af höfninni. Og lítt batnaði við nánari viðkynningu. Að vísu er bærinn aðsetursstaður stiftamt- manns, biskups, landsyfirréttar og annarra opinberra stofnana, og auk þess helzti bær landsins. Á malarkambinum rétt fyrir fram- an húsin voru breidd ógrynni af fiski til þerris. Þar voru einnig þrír eða fjórir ferhyrndir stakk- ar af þorskhausum, sem fiskimenn og fátæklingar hafa til matar. Sex eða átta stórar fiskvogir voru fyrir utan búðir kaupmanna og fjöldi fiskibáta stóð í fjörunni, aðallega þó vestast. Vertíðinni var sýnilega Dómkirkjan (Barrow) lokið og enginn bátur var settur á flot meðan við vorum í Reykja- vík: Bátarnir voru nokkuð svipað- ir norsku bátunum, en sterklegri og betur smíðaðir. Mér er nær að halda að þetta sé sterklegustu bát- ar sem eg hefi nokkurs staðar séð í heiminum, en þó voru þeir ekki klunnalegir, hvorki um útlit né lög- un. Og það reynir líka oft mikið á þá, ef dæmt er eftir veðri því og stórsjóum, sem við fengum. Auk þeirrar húsalengju, sem blasir við frá höfninni, er önnur húsaröð að baki hennar, eða rétt- ara sagt tvær ófullkomnar húsa- raðir. Myndast þar gata þvert við hina, vestast í byggðinni. Þessi gata var grýtt eins og umhverfið. Þarna á landfógetinn heima. Innst í henni er veitingahús eða sam- komuhús, þar sem Danir og aðrir kaupsýslumenn hafa stofnað nokk- urs konar klúbb, leika þar borð- knattleik, hafa þar átveizlur og dansleik og stundum aðrar skemmtanir. Húsin fram við sjóinn eiga kaup- menn, aðallega Danir. Þau eru úr timbri eins og í Noregi og ýmist þakin utan borðviði eða leirflísum. Við hvert íbúðarhús er búð. Eina steinhúsið er hús stiptamtmanns, austan við bæinn, og var það áður betrunarhús. Biskupssetrið er inn- an við víkina, langt frá hinum húsunum. Það er byggt úr múr- steini og kalkað og hið þægileg- asta. Kirkjan stendur aftan við byggð- ina. Hún er úr steini, en á henni er mikið timburþak. Á henni er ferhyrndur turn úr timbri og í honum eru tvær kirkjuklukkur. Uppi á lofti kirkjunnar er bóka- safnið og er mælt að í því sé 6000 bindi. Bæarbúar hafa frjáls- an aðgang að því, og með sérstök- um skilyrðum geta þeir fengið bækur heim til sín. Mér var sagt að fólkið væri mjög bókhneigt. Skammt frá kirkjunni er kirkju- garðurinn. Umhverfis hann hefir einhvern tíma verið torfgarður, en er nú hruninn á mörgum stöðum. Yfirleitt bar allt vott um van- rækslu þarna, og mikill munur á að sjá umgengnina hér og í kirkju- görðum í Noregi. Hér var hvorki steinn né trékross til minningar um hina framliðnu, aðeins grónir moldarbyngir, og undir þeim fá menn að hvíla í fullkominni gleymsku. Hér fyrir sunnan er tjörn og úr henni rennur lækur til sjávar. Við ós hans er talið að hægt sé að koma upp bátahöfn, og væri það til ómetanlegra þæginda fyrir fiski- mennina. Hjá húsum kaupmanna, stift- amtmanns, biskups og landfógeta, er garður, eingöngu ætlaður til þess að rækta þar grænmeti. En þar var ekki fjölskrúðugt og allt sýndist mér óræktarlegt og veiklu- legtv Aðallega var þarna hvítkál (og voru hausar að byrja að mynd- ast á því), pétursselja, rófur og kartöflur, mjög smávaxnar. Tíðar- farið var talið óhentugt, en þó betra en oft áður, þegar ekki hexir verið hægt að rækta neins konar grænmeti. En þótt tíðarfar sé gott, verður vöxtur altaf kyrkingslegur. Hreðkur, rófur og mustarður virt- ist þrífast bezt og stóð í blóma í garði stiptamtmanns, enda hlúði hann að garðinum af mestu alúð. Með nokkru stærilæti sýndi hann mér oft hve hraustlegar og vaxt- arlegar væri þrjár eða fjórar plönt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.