Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 135 Ein af þessum stúlkum var kom- ung og mjög fögur og mér leizt Ijómandi vel á hana þegar í stað. Eg sagði við sjálfan mig að ég gerði góðverk með því að giftast henni, því að þá bjargaði eg henni frá lífi, sem ekki væri stúlkum samboðið. Eg fór með hana heim, og fyrstu konu minni leizt undir eins ljómandi vel á hana, og það var þegar ákveðið að hún skyldi verða frú Foo nr. 4. Eg get skotið því inn í, að okk- ur hjónunum féll langbezt við þessa konu. Eg spurði frú nr. 1 einu sinni að því hvemig fjölkvænismaður færi að skifta sér milli kvenna sinna. Hún svaraði: — Það er ætlast til þess að hann sé eins við þær allar, en á því vilja stundum verða misbrestir, einkum vegna þess að hver þeirra gerir sérkröfur til hans. Þá er úr vöndu að ráða. Ef maðurinn vill þóknast öllum konum sínum, á hann á hættu að missa heilsuna. Ef hann tekur eina fram yfir aðra, þá er hann ekki lengur húsbóndi á sínu heimili. Og það sem verra er, þær konur, sem þykjast af- skiftar, leita sér þá máske nýrra vina. En á auðugu heimili líður konunum miklu betur, þó margar sé saman, heldur en einni konu líður hjá fátækum manni. Á Aust- urlöndum hafa konur altaf verið fleiri en karlmenn. Að okkar áliti er betra að vera fleiri um einn mann, heldur en að fá engan. Og hvað sem þið á Vesturlöndum kunnið að segja, þá fullvissa eg yður um, að það er aðeins góður og heiðarlegur maður, sem getur átt margar konur. Skömmu seinna frétti eg um kínverskan plantekrueiganda á Malaja, sem ætti 14 konur og 43 böm. Okkur konu minni kom sam- an um, að gaman væri að kynn- Veiztu þetta? BRÖNUGRÖSIN (sumir nefndu þau hjónarót eða hornbera) voru góð til ásta. Undir hverju grasi eru tvær rætur, önnur hvöt, hin blauð. Ræturnar skal skera vand- lega úr jörð og gæta þess, að eng- inn angi slitni af, því ef svo fer, missa þær kraft sinn. Til þess að ná ástum einhvers skal leggja aðra rótina undir kodda þess, sem maður vill ná ástum af, án þess að hann viti, en hina skal leggja undir sinn kodda. Ef ræturnar eru lagðar í vatn, flýtur hvata rótin, en hin sekkur. I einni fræðabók segir: „Tak hornbera og sker upp rót hans og tak þá er sökkur og eins þá er syndir, þurrka og lát þá fyrnefndu í mat stúlkunnar, en et hina sjálfur“.-- 1 írlandi er það gömul þjóð- trú, að ef menn vilja verða heppnir í ástum, þá eigi þeir að eta mikið af hráum iauk.--- Einu sinni var það siður ungra stúlkna á Bretlandi, að þær tóku nokkra lauka, skrifuðu nafn kunningja sinna á þá og settu þá svo niður. Sá laukurinn er fyrst kom upp, átti að bera nafn til- vonandi eiginmanns.----- Það er ekki nema öld síðan að tómatar komu fyrst tii Norður- álfunnar. í Frakklandi voru þeir taldir góðir til ásta og því kallað- ir „ástarepli".--- Jósefina drottning Napoleons mikla, var mjög sólgin í kartöfl- ur og borðaði mikið af þeim. Þess vegna kom upp sú trú meðal franskra kvenna, að ef þær æti nóg af kartöflum, mundi eigin- maðurinn verða þeim trúr. ast því heimili, og gerðum okkur því ferð þangað. Við komum þar að stórum skála, er mest líktist hlöðu. Gangur lá eftir skálanum endilöngum og til beggja hliða voru herbergi kvennanna. Yngstu bömin höfðu þær hjá sér, en eldri bömin vom í sérstökum skála. Eg spurði húsbóndann að því hvers vegna hann hefði tekið sér svo margar konur. Hann svaraði: — Eg þari að eiga margar kon- ur, því að hér er mikið að gera, og auk þess vil eg eignast sem flest börn. Okkur fannst þetta ósiðsamlegt og við höfðum orð á því seinna við Foo, en hann svaraði: — Það er vegna þess að þið hvítu mennirnir eruð hræsnarar í þessum sökum. Við beygjum okk- ur fyrir þeirri líffræðilegu stað- reynd, að manninum er ætlað að eiga margar konur. Þess vegna tök- um við okkur margar konur, við ölum vel önn fyrir þeim og börn- unum og við veitum þeim alls- nægtir og sérstaka heiðursstöðu í þjóðfélaginu. Þið hvítu mennimir skiljið við fyrstu konu ykkar áður en þið takið þá næstu, eða þá að þið skiljið ekki — miklu fremur af hugleysi heldur en ábyrgðar- tilfinningu — og svo fáið þið ykk- ur margar hjákonur. Þegar á allt er litið finnst mér atferli okkar heiðarlegra. (Úr „The American Weekly", New York). RÍKISREKSTUR Ameríska flugfélagið Pan American Airways á rúmlega helmingi fleiri flugvélar heldur en brezka flugfélagið BOAC, flytur helmingi fleiri farþega og helmingi meiri vörur, en hefir þó miklu færri starfsmenn. Blaðamaður nokkur, sem átti tal við brezka flug- menn, spurði hvort þeir gætu sagt sér hvernig á þessu stæði. Þeir svöruðu: — BOAC er rekið af ríkinu og þar er óhemju skriffinnska, sem krefst fjölda manna. Pan American er einka fyrirtæki, og verður að græða. Þess vegna verður það að beita hagsýni i hvívetna. Ekki verður sagt að þessi saman- buitur sé meðmæli með ríkisrekstri. — Eg ætlaði ekki að trúa því þegar mér var sagt að þú værir kominn í sjúkrahús. Það eru ekki nema tvö kvöld síðan eg sá þig dansa við þessa fallegu ljóshærðu. — Konan min sá það líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.