Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Síða 12
136 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan Maður sem vann með guði SAGA þessi birtist í tímaritinu „Tr«es and Life“, sem gefið er út í Southampton, og er eftir Jean Giono. Um hana segir Sir Arthur Bryant: „Þetta er einhver mest hrifandi saga, sem gerzt hefir á vorri öld — og sönn“. AÐ eru nú um fjörutiu ár síðan að eg var einn á ferð fútgangandi þar sem undirhlíðar Alpafjalla teygj- ast niður í Provence, en þangað komu þá engir ferðamenn. Landið var bert og nakið, ömurlegt yfir að líta sem eyðimörk, og þar óx ekkert nema stinnt gras á stöku stað. Eg fór yfir þetta eyðimerkursvæði þar sem það er breiðast og hafði verið á ferð í þrjá daga, Bar mig þá að fornum rústum þorps nokkurs og ætl- aði að setjast þar að. í heilan sólar- hring hafði eg verið vatnslaus, og nú varð eg að finna ,vatn. Eg hugsaði sem svo, að þarna hlyti að vera brunnur eða uppspretta, úr því að þama hafði einu sinni verið byggð. Eg fann að vísu vatnsbólið, sem verið hafði, en nú var það þurrt. Húsin stóðu þarna þaklaus og veðurbarin og hrörlegar leifar af kapellutumi. Það var langt síðan að lífið hafði flúið héðan. Þetta var í júnímánuði, veður bjart og mikið sólskin, en ofan úr fjöllun- um stóð svo hvass vindur, að eg hélzt þama ekki við. Eg gekk í fimm klukkustundir, en fann hvergi vatn. Alls staðar var sama eyðimörkin. Þá sá eg í fjarska eitt- hvað, sem mér sýndist í fyrstu að vera mundi tré. Mér var bráðnauðsynlegt að ná 1 vatn og hélt máske að þar mundi það vera. Gekk eg því þangað. En þetta reyndist þá vera hjarðmaður. Þrjátíu kindur lágu umhverfis hann á sólbökuðum mel. Hann gaf mér vatn úr leðurflösku sinni og svo bauð hann mér heim með sér. Hann átti sér kofa í dálitlu'dal- verpi og þar var brunnur, gerður af náttúrunnar höndum, og á honum ofur- lítil vinda. Þar var hið bezta upp- sprettuvatn. Maðurinn var fáorður, eins og títt er um þá, sem lifa einbúalífi en hann var öruggur og hafði búið vel um sig þarna. Gamlar húsrústir hafði hann byggt upp að nýu og sett á sterkt og gott helluþak. Og þegar vindurinn hvein i hellunum, þá var það eins og sjávarniður í fjarska. Allt var þrifalegt þar inni. Disk- arnir voru þvegnir, gólfið var hreint, riffillinn hans vel smurður og á eld- stónni kraumaði súpa. Eg tók eftir því að hann var vel rakaður, að enga tölu vantaði í föt hans og að fötunum hans hafði verið vent nýlega með mestu nákvæmni. Hann bauð mér að borða súpu með sér. Að máltíð lokinni bauð eg honum reyktóbak, en hann kvaðst aldrei reykja. Hundurinn hans var þögull eins og hann, vingjarnlegur en ekki áreitinn. Það varð þegar þegjandi samkomulag um að eg skyldi gista þama um nóttina. Til næsta þorps var að minnsta kosti hálf önnur dagleið. Fjárhirðirinn sótti nú poka og hellti úr honum á borðið hrúgu af akornum. Hann skoðaði þau grandgæfilega hvert aí öðru og valdi úr öll þau beztu. Eg bauðst til þess að hjálpa honum, en hann sagði að þetta væri sitt starf. Hann var líka svo vandvirkur, að eg ympraði ekki meir á þessu. Og meira varð ekki úr samræðum. Þegar hann hafði valið úr væna hrúgu af akornum, tók hann að telja þau, tíu og tíu í hvern stað, og fleygði þá enn úr nokkrum, sem honum þóttu of lítil eða skorpin. Þegar hann hafði talið hundrað akorn, gekk hann til hvílu. Mér leið vel hjá þessum manni og urn morguninn spurði eg hvort eg mætti halda kyrru fyrir hjá honum um daginn. Honum fannst það alveg sjálfsagt. Og mig langaði til að kynn- ast honum betur. Hann hleypti nú kindum sínum út, en áður en hann færi, lét hann akorn- in, sem hann hafði valið úr, niður í vatn. Eg tók þá eftir því að hann gekk við járnstaf, sem var um hálfur annar metri á lengd og álíka gildur og þumalfingur manns. Þegar hann var farinn fór eg í humátt á eftir honum og gekk nokkuð til hliðar við hann. Féð rak hann nið- ur í dalverpi nokkurt og skildi það þar eftir undir umsjá hundsins. Og svo gekk hann upp brekkuna í áttina til min. Eg varð dálítið smeykur um að hann ætlaði að ávíta mig fyrir að hafa veitt sér eftirför, en það var nú eitthvað annað. Hann ætlaði að fara þessa leið og hann benti mér að koma með sér. Hann gekk upp á háls nokk- urn og þar gerði hann holu með jám- staf sínum og lét eitt akorn niður í holuna og fyllti hana svo vandlega. Og síðan hverja af annari. Hann var að reyna að koma þarna upp eikar- ckógi. Eg spurði hvort hann ætti þetta land, en hann kvað nei við. Þá spurði eg hver ætti landið, en það kvaðst hann ekki vita, hélt þó helzt að þetta væri almenningur. Þó gæti verið að einhver maður ætti það en skeytti ekkert um það. Honum stóð alveg á sama hver væri eigandi þess. Og hann létti ekki fyr en hann hafði komið 100 akornum niður í jörðina. Eg hefi víst verið nokkuð áfjáður í að vita meira um hann, því að nú svaraði hann spurningum mínum. Hann kvaðst hafa unnið að því í þrjú ár að sá trjáfræi hér í eyðimörkinni. Hann kvaðst þegar hafa sáð 100.000 fræum og 20.000 hefði komið upp. Hann bjóst við, að helmingurinn af þeim mundi drepast af völdum nag- dýra og óheppilegrar veðráttu. En hann vonaði að 10.000 eikur mundu spretta þama upp, þar sem enginn gróður haíði verið áður. Þá spurði eg hve gamall hann væri. Hann kvaðst vera hálfsextugur og heita Elzéard Bouffier. Einu sinni hafði hann verið bóndi niðri á lág- lendinu og þar leið honum vel. En svo missti hann konu sína og einkason og þá fluttist hann hingað upp í óbyggð- irnar og hafði þar ekki annan félags- skap en hund sinn og kindur. Hann kvaðst ætla að þetta land væri að deya, vegna þess að þar var eng- inn skógur. Og svo hafði hann tekið sér fyrir hendur að reyna að koma þar upp skógi í tómstundum sínum. Eg sagði að eftir 30 ár mundu þess- ar 10.000 eikur hans vera orðnar til- komumiklar. Hann svaraði því, að ef guð gæfi sér líf og heilsu, mundi hann eftir 30 ár hafa komið upp svo mikl- um skógi, að 10.000 tré væri einsog dropi í hafinu. Hann hafði nú einnig gert tilraun með gróðursetningu bæki-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.