Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 14
138 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kvefið angrar Þ A Ð eru nú tíu ár síðan að „British Medical Research Coun- cil“ hófst handa um að rannsaka kvefið, þennan lang algengasta íjúkdóm meðal mannanna. Sérstök rannsóknastofnun var sett á fót í Salisbury í Wiltshire, og þangað sendir vísindamenn, læknar og hjúkrunarkonur. Og á þessum tíu árum hafa rúmlega 4000 sjálfboða- liðar komið til Salisbury til þess að láta gera tilraunir á sér. Kvef er mjög algengt í Englandi og er talið að 50 milljónir vinnu- daga fari forgörðum á hverju*ári að jafnaði, vegna þess að menn eru veikir af kvefi. Þótti það því mikils um vert, ef hægt væri að draga úr þessu, og hafa menn ekki talið eftir þótt kostnaður við rann- sóknastöðina hafi orðið mikill. En hver er svo árangurinn eftir tíu ára starf? Eru menn nokkru nær um það af hverju kvefið kem- ur, eða hvort unnt muni að út- rýma því? Forstöðumaður rannsóknastofn- unarinnar, dr. C. H. Andrews, hefir svarað þessu svo: Á þessum tíu árum höfum vér fengið miklar upplýsingar um eitr- ur þær (vírusa) er kvefinu valda, en vér höfum hvorki fundið meðul gegn þeim, né heldur ráð til að forðast þær. Vér höfum komizt að því að það eru að minnsta kosti tvenns- konar eitrur, sem valda kvefi hér á landi, en þó eru þær sennilega mörgum sinnum fleiri. Venjulegt kvef brýzt út 24—48 klukkustund- um eftir smitun (ekki eftir þrjá daga, eins og áður var talið). Aft- ur er til önnur tegund af kvefi, sem er miklu sjaldgæfari, og hún kemur ekki fram fyr en 3—4 dög- um eftir smitun. Kveieitrurnar eru mjög harð- menn stöðugt gerðar og þola jafnt hitann í hita- beltinu sem fimbulfrost heimskaut- anna. Hið eina sem þær þola ekki er þurrloxr, og ef þurrviðri haldast lengi, er mönnum ekki svo mjög hætt við kvefi. Vér höfum komizt að því, að ef vasaklútur sjúklings er hengdur upp til þerris, þá drep- ast eitrurnar. Þær þurfa raka tii þess að geta lifað. Maður, sem tekið hefir í sig kvef, er smitberi, jafnvel áður en hann verður þess sjálfur var að hann hefir fengið kvef. En hættan á að hann smiti minkar stöðugt eftir því sem frá líður, og það er alls ekki rétt, sem haldið hefir verið fram, að menn smiti aðra eftir að þeim fer að skána kvefið. Eiírurnar berast aðallega í loft- inu. Ef kvefaður maður hnerrar í strætisvagni eða kvikmyndahúsi, þá er líklegt að allir þeir, sem anda að sér loftinu úr lungum hans, muni hafa tekið veikina fáum mín- útum eftir. Veðurfar hefir í sjálfu sér ekki mikla þýðingu, en veðrið getur þó á annan hátt ýtt undir að kvef breiðist út, vegna þess að menn safnast frekar saman inni í húsum þegar veður er slæmt. Því hefur verið haldið fram, að maður sem er orðinn laus við kvef muni vera ónæmur fyrir því um nokkurt skeið, en þetta er hrein firra. Segja má að menn sé ef til vill ekki alveg eins næmir fyrir kvefi, rétt eftir að þeir hafa haft það, en menn geta þó fengið versta kvef hvað ofan í annað, og sýkzt af sömu tegund kvefs hvað eftir annað. „Gott“ sumar og „slæmt“ sumar hafa engin áhrif á kvefið, og menn fá ekki heldur kvef af því að vökna í fætur. En þegar menn fara í sum- arfrí og hafast mikið við undir beru lofti, annað hvort við sjó fram eða á fjöllum uppi, þá eru menn oft lausir við kvefið. Þetta hefnir sín þó þannig, að þeim er miklu hætt- ara við kvefi þegar þeir koma aft- ur í mannfjöldann í borgunum eða þorpunum. Þegar menn halda kyrru fyrir, fá þeir venjulega kvef með stuttu millibili, og sjaldan mjög slæmt. En ef þeir eru algjör- lega lausir við kvef um nokkurn tíma, þá er meiri hætta á að það verði slæmt er þeir fá það næst. Menn verða ónæmari fyrir kvefi eftir því sem þeir eldast. Menn, sem komnir eru yfir hálffimmtugt, fá mjög sjaldan jafn slæmt kvef og þeir sem yngri eru. í lyfjabúðum eru til ýmis kvef- meðul. Þeim er það sameiginlegt, að þau lækna ekki, en ef menn hafa trú á þeim, þá skánar þeim stundum. Ekkert svokallað kvef- meðal dugir til þess að lækna venjulegt kvef. Þetta er nú hið helzta, sem kom- ið hefir í ljós, og má segja að það sé ekki mikið. En þó eru fengnar hér margar góðar upplýsingar um kvefið. Aðalvandinn er þó óleystur. Vér erum enn að berjast við að finna einhverja aðferð til þess að rækta kvefeitrurnar í tilraunaglös- um. Það hefir ekki tekizt enn. En þegar oss tekst það, þá getum vér rannsakað eitrurnar, kynnzt lifnað- arháttum þeirra og hvernig þær sýkja menn, og þá er kominn tími til þess að leita að vörnum gegn þeim. Vandkvæðin, sem vér eigum við að stríða, eru þau, að eitrur þessar lifa aðeins í mönnum og chimpans-öpum. Það er of dýrt að nota apa við tilraunirnar, því að hver þeirra kostar 200 sterlings- pund. Á mönnum er ekki hægt að gera tilraunir. Eina ráðið sem vér fundum var að rækta eitrurnar i ófullburða mannsfóstri. Það eru nú þrjú ár síðan. Tilraunin virtist ætla að takast vel og vér hrósuð- um happi. En það var of snemmt, 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.