Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 JOHAN taiar um NORSKA skáldið Johan Bojer er nú 85 ára, en enn vel ern. Héma um dag- inr. fór einhver blaðamaður til hans og vildi fá að vita, hvort ný bók væri væntanleg frá hans hendi. Því vildi Bojer ekki svara, en spurði hvaðan blaðamaðurinn væri. Hinn ætlaði að ná sér niðri og kvaðst vera frá Hringa- ríki, frá þeim Asbjörnsen og Moe. — Moe var frá Hringaríki, en As- bjömsen frá Osló, svaraði skáldið. Haf- ið þér annars heyrt söguna um þá As- björnsen og Dunker lögfræðing? Asbjörnsen var um tíma í Þýzka- landi að læra skógrækt. Vitið þér, að þegar hann kom heim, þá var einn skógræktarmaður í Noregi? Jæja, en áfram með söguna. Norður í Þránd- heimi var heljarmikill drómundur, sem Jensen hét, einn af þessum stór- löxum á þeirri tíð. Hann hafði gerzt sekur um óleyfilegt skógarhögg í rík- isskógum, var kærður og dæmdur. As- björnsen hafði skrifað ákæm í máli hans. En þá skaut upp Bemhard Dunk- er. Hafið þér heyrt hans getið? Hann var talinn einhver slyngasti mála- fylgjumaður á sinni tíð, einkum í vörn. Hann skrifaði Jensen og spurði hvað hann vildi borga sér, ef hann fengi hann sýknaðan. Jú, og svo komst ákæra Asbjörnsens honum í hendur. „Þetta eru bókmenntir", sagði hann. „Ekki getur rétturinn verið þekktur fyrir að dæma eftir bólimenntum“. Hann hafði sitt fram og fékk sína stóru fjárfúlgu hjá Jensen. Já, það er meira að segja um Dunker. Þegar Björnson var að skrifa skáldsög- una „En fallit", fór hann til Dunkers til þess að fá lögfræðilegar leiðbein- ingar. En Dunker hafði ekki hugmynd um að hann ætti að vera í sögunni — hann er Berent. — - Þá spurði blaðamaður hvort hann væri lengi að finna efni í skáldsögur sínar. , eitthvað var í ólagi, því að eitrurn- ar drápust. Vér erum þó vissir um að þarna vorum vér á réttri leið. Og þegar oss tekst að rækta eitr- urnar, þá er hálfur sigur unninn. BOJER skáldskap — Það var nú þarna á áranum þegar Noregur og Svíþjóð vora að skilja. Þá ferðaðist eg um landið og flutti fyrir- lestra. Eg var þá með skáldsöguefni í huganum. Gyldendal rak á eftir, vildi fá handrit, því að eg skuldaði honum stórfé. Svo var það á einhverjum stað að eg hitti margt fólk, þar á meðal Albert Hiorth verkfræðing, Um kvöld- ið sagði eg sögu af Holm verkfræðingi og systur hans. Á eftir, þá var komið langt fram yfir miðnætti, kom Hiorth til mín og rétti mér þúsund króna seðil, og bað mig að færa Hólm hann. „Eg þekki hann ekki“, sagði eg. „Jú, víst þekkið þér hann“, sagði Hiorth. „Gerið það nú fyrir mig að fá honum þessa peninga, en látið ekki mín við getið“. „Eg þekki ekki þennan Holm, hann er aðalpersónan í skáldsögu, sem enn er óskrifuð", sagði eg. „Það er lygi“, sagði hann. „Nei, það er ekki lygi, en það er skáldskapur", sagði eg. En þá þóttist eg vita að efnið væri gott. Og úr því varð skáldsagan „Den store hunger". Þá spurði blaðamaðurinn hvort hann margskrifaði sögur sínar. — Fyrir nokkram áram átti eg tal við Johan Falkberget, og hann sagði mér að sumar setningar í sögum sínum yrði hann að skrifa 100 sinnum. En það er orðum aukið. Hann skrifar skáldsögur sínar á prófarkirnar. Þegar hann byrjar að lesa prófarkir, þá byrj- ar hann að skrifa skáldsögu. Og þegar Victor Hugo hafði skrifað skáldsög- una „Les Misérables“ átti hún að vera eitt bindi, en þegar hann hafði lesið prófarkir af henni, þá vora bind- in orðin fjögur. Knut Hamsun skrifaði alltaf á smá- miða, en hann hefir ef til vill tölusett þá. Hann hafði alltaf reglubundinn vinnutíma. Ég var honum einu sinni samtíða á Hótel Americain í París. Hann svaf alltaf til hádegis. Við hinir snæddum morgunmat kl. 10, en Ham- sun kom fyrst í miðdegisverðinn kl. 12. Svo byrjaði hann að skrifa kl. 4 og helt áfram þangað til kl. 4 um nótt- ina. En ekki veit eg hvemig vinnu- brögðum hans var háttað eftir að hann giftist og fluttist til Nörholmen. Ibsen var líka vanafastur. Hann byrj- aði að skrifa þegar hann kom á fætur og helt áfram til hádegis. Þá gekk hann út, fekk sér snaps og öl, snæddi miðdegisverð og hvíldist. Svo byrjaði hann aftur að skrifa kl. 4 og helt áfram til kvölds. Blaðamaðurinn spurði Bojer hvað hann læsi helzt. — Eg hefi einna mestar mætur á bókum Hamsuns. „Livet gaar videre“ les eg alltaf einu sinni á ári. Þá bók skrifaði Hamsun þegar hann var átt- ræður. Það er sýnishom af eilífðar- gildi bókmenntanna. Það er bók sem alltaf mun lifa. — Það er ósk mín að lesendur vildu oftar leita til gömlu meistaranna, því að þeir gera okkur að nýum mönnum. ÞANKABROT Fegin vil fagurt yrkja, fossa míns anda virkja, virkja, svo vermi þjóðir veglegar hjartans glóðir, glóðir, sem göfgi vekja, grimmdina burtu hrekja; hrekja bui-t hræsni og synan, hugljúfar skapa myndi- Þetta mun trauðla takast. Til hvers er um að sakast? Vizkan, að velja og hafna vill í stritinu kafna, Dýrðlegur himna drottinn.’ dagarnir bera vottinn, vermandi vizku þinnar; væta samt tárin kinnar. Hátt vil ég hrópa og kalla, heims yfir byggðina alla: Hættið í blóði að baða, búa hver öðrum skaða; hortugu einvalds herrar, hérvistar gengið þverrar. Þung verða gjöld að greiðí glópum, sem bræður deyða. Líknar bið þeim, sem líða, lýðum, ei þjást og stríða. Krjúpandi klökk vil biðja, kærleiks að magni siyðja. Marg-kramin mæðra hjörtu megi geislarnir björtu .signa, og sárin græða. Sendi þá bæn til hæða. LILJA BJÖRNSDÓTTIR.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.