Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 16
140 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K D 10 8 ¥ D 6 2 ♦ 8 6 4 2 AD> ♦ 69 V K 9 5 4 ♦ G 9 ♦ Á 9 7 6 4 A 7 V Á 10 8 7 3 ♦ O 10 3 + K 10 8 3 A ÁG 9 4 3 2 ¥ G ♦ Á K 7 6 * G 2 S og N sögðu 4 spaða, en það e sýnilega tapað spil, því að þeir hljót; ao missa einn slag í hjarta, einn i tígli og tvo í laufi. Þó er sögnin ekki slæm, því að andstæðingar hefði getað unn- ið fjögur hjörtu, ef þeir hefði beitt trompunum laglega. En það fór nú svo, að S vann spilið. V sló út hjarta, A tók á ásinn og sló út hjarta aftur. Þá ákvað S að beita brögðum. Hann trompaði ekki, en fleygði af sér hraki, þó ekki laufi, því að þá hefði V komið með L Á undir eins, og spilið var tapað. Nei, S fleygði af sér tígli. Og V gekk í gildruna, hann sló út tígli. S drap nú með ás og sló út kóngnum. Svo tók hann slag á S Á og slé út lágspaða undir kónginn. Þar næst tók hann slag á H D og fleygði seinasta tígli af hendi í hana. Nú kom út tígull og var trompaður á hendi, svo kom lág- spaði undir drottninguna. Nú var T 8 frí og í hana fór annað laufið. Þar með var spilið unnið. FLANDRAMÁL Um þetta leyti (1860) var Fáskrúðs- fjörður höfuðstöð fiskiflota Frakka hér við land; munu þá hafa sótt þangað 120—150 skip árlega; man eg eftir að hafa talið 80—100 skip liggjandi í einu inni við Búðaströnd fyrir innan Mjó-. eyri. Þessi legutími Frakka á firð- inum gat staðið yfir svo vikum skipti. Var þá stundum sukksamt urn borð LORANSTÖÐIN Á REYNISFJALLI. Vestan við Vík í Mýrdal er Reynisfjall hátt og hrikalegt og fram af því eru hinir alkunnu Reynisdrangar. Framar- lega á fjailinu stendur Loransíöðin og sést hér á myndinni. Fram undan hcnni eru gínandi hamrar, þar sem öldur Atlantshafsins brotna með þung- um gný og drunum. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon). eða á næstu bæum. Þama komu sömu skipin og sömu men.nimir ár eft- ir ár, og sama fólkið var ár eftir ár á bæunum í landi. Það var skiljanlegt að af þessu sprytti kunningsskapur. — Frakkar og íslendingar höfðu búið sér til mál fyrir sig, „Flandramál“. Það var að vísu ekki alveg reglu- bundið mál, en blendingur úr ýmsum tungum, hollenzku, ensku, frönsku og íslenzku, og hygg eg, að meira en helmingur orðaforðans væri úr hol- enzku og ensku — eðlileg afleiðing þess, að Bretar og Hollendingar höfðu fiskað hér við land öldum saman, áð- ur en Frakkar fóru að fiska hér og útrýmdu hinum. (Jón Ólafsson). SJÓGANGUR í EYUM 28. des. 1908 gerði veður mikið af suðaustri og sýndi nú Ægir gamli hvers hann er megnugur, þegar hann er í versta hamnum. Þau 43 ár, sem eg hef átt heima í Laufási, hef eg aldrei séð aðrar eins hamfarir. Þó ótrúlegt sé, er þaö samt satt, að all- stór foss myndaðist fyrir utan Kletts- hclli af sjóganginum, sem gekk yfir Yztaklett fyrir sunnan Bónda. Stand- bergið er þó þarna um 35 metrar að hæð, og nær því þverhnýpt brekka jafnhá fyrir ofan. Hæðin á Klettinum er því þarna um 70 metrar. Eg hef í nokkur skipti í miklum aftökum séð litlar lækjarsytrur renna þarna yfir, en aldrei nema í þetta eina skipti svo miklar, að foss gæti tflizt.. (Þ. J.S Formannsævi). UM SNEIÐYRTAN KLERK Þér hæfir ei dæma hæverskt fóik helgum upp á stólum, þó skvett væri á þig skólamjólk, skekinni á Hólum. (Lbs. 269, 4to). ÁLAGABLETTIR Lesbók ítrekar hér með beiðni sína til lesenda, að þeir sendi henni frá- sagnir um álagabletti, hvort sem álög- in hafa bicnað á mönnum eða ekki. Þá eru menn og beðnir að geta þess ef örnefnið „viki“, annað hvort eitt sér, eða í samsetningum, finnst í ná- mur.da við álagablettina, eða annars staðar í landareign jarðarinnar. Enn- fremur að láta þess getið, ef nokkrar sögui- eru tengdar því örnefnh < t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.