Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 1
10. tbl.
XXXII árg.
JttofPtttMftfrð in&
Sunnudagur 10. marz 1957
SKUGGSJÁ REYKJAVÍKUR
Hvernig hér var umhorfs fyrir einni öld
n.
ROBERT CHAMBERS kom hing-
að með gufuskipinu Thor 1856
og var samferða Trampe greifa.
Má sjá það á ferðabók hans að
hann hefir í mörgu farið eftir
sögusögn greifans um ísland og
íslendinga, og er því öllu sleppt.
Hann segir fyrst frá því, að
ekkert gistihús sé í Reykjavík, að-
eins lélegt veitingahús, og þeir hafi
því orðið að sofa um borð. Það
fyrsta sem við þeim blasti voru
snotur tímburhús, aðallega vöru-
hús er sneru að sjónum, en svo
önnur hús að baki þeirra. Þegar
þeir komu í land var þar fyrir
hópur fátæklegra manna, sem
virtust vera sjómenn. Þar voru
líka konur að slægja fisk og voru
þær karlmanns-ígildi. Þó kveðst
hann hafa séð nokkra menn álíka
vel til fara og í 3. flokks borg í
Englandi. Reykjavík sé mjög til-
komulítill staður, þó undan sé skil-
in kotin. íbúarnir séu flestir kaup-
menn og embættismenn, aðallega
danskir. Alls eigi hér um 800
manns heima.
Kirkjuna skoðaði hann, og segir
að hún sé falleg, bæði að utan og
innan. Merkilegust þykir honum
skírnarlaugin og biskupskápan frá
Júlíusi páfa. Segir hann að sá páfi
hafi sent Jakob 4. Skotlandskon-
ungi stórt sverð, sem enn sé geymt
og sé merkilegt að skrautið á því
og biskupskápunni sé í sama stíl.
Hann getur um bókasafnið á
kirkjuloftinu og lætur heldur lítið
af því, segir að það sé ekki nema
2—3000 bindi. Þetta sé aðallega
almennings bókasafn og geti bæar-
búar fengið bækur léðar þar gegn
1 rdl. gjaldi á ári, og hafi 60 þeirra
notað sér það.
Hann skoðaði latínuskólann,
eina skólann í landinu. Þar segir
hann vera um 60 nemendur, og
sér hafi litist ágætlega á allt þar,
nema hvað loftræsting hafi verið
bágborin.
Þá tjölduvii lestaineun enn á AusturvellL