Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 2
142 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Reykjavík um 1845 Hann kom í prentsmiðjuna til Einars Þórðarsonar, og segir að allir ókunnugir muni furða sig á því hve mikið sé prentað þar af bókum, og auk þess blöðin Ingólf- ur og Þjóðólfur. Þau sé ámóta og ensk blöð hafi verið á 17. öld. Það sé íurðulegt að hægt sé að gefa út blöð á íslandi, þar sem hvorki sé vegir né póstsamgöngur. Einnig leit hann inn í salinn, þar sem Alþingi var háð, eða þessi smámynd af þingi og hafi þar ver- ið furðu fátæklegt. Tvö upphækk- uð sæti hafi verið þar, annað fyrir Trampe greifa en hitt fyrir forseta, og milli þeirra hafi hangið mynd af sálugum Danakonungi. Þar um- hverfis var tvöföld sætaröð í hálf- hring og þar sátu þingmennirnir. Auk þess hafi verið sérstakir stól- ar fyrir skrifara.----- DUFFERIN LÁVARÐUR kom hingað sumarið 1856 og var Sigurður Lár. Jónasson cand. phil. fylgdarmaður hans. Þeir ferðuðust víða um jand. Dufferin skrifar lítið um Reykjavík annað en veizluglaum og er því að mestu sleppt. Hann fekk mikið dálaeti á íslendingum og kom það bezt fram síðar, er hann var orðinn landsíjóri í Kanada, því að þá lét hann Vestur-íslendinga njóta þess. — Það sem hann seg- ir um biskupskápuna, er mis- skilningur, en hér er átt við biskupskápu Jóns Arasonar. Þrátt fyrir það að Reykjavík var ákveðinn staður af guðlegri for- sjón, eigi síður en Róm og Aþenu, þá kemst hún ekki í samjöfnuð við þær. Borgin er ekki annað en þyrp- ing einlyftra timburskála, er standa meðfram ströndinni, en til beggja handa eru úthverfi með torfbæum. Allt um kring er eyðilegt hraun, sem einhvem tíma hefir ollið gló- andi upp úr iðrum jarðar og runn- ið hvæsandi fram í sjó. Ekkert tré og enginn runni lífgar upp um- hverfið, og fjöllin eru of fjarri til þess að þau geti verið bakgrunnur byggðarinnar. En framan við hvert kaupmannshús blaktir snotur veifa. Og þegar maður gengur eftir þröngum götunum, þar sem enginn vagn hefir nokkuru sinni þyrlað upp ryki, blasa við manni potta- blóm í gluggum, milli hvítra mussulíns-tjalda. Þá sannfærist maður um, að þrátt fyrir það, þótt húsin sé tilkomulítil að utan, þá skapa konurnar fegurð og þægindi innan veggja. Þegar á öðrum degi vorum vér ekki lengur í framandi landi. Allir kepptust um að bjóða oss heim og létu skína í að vér gætum ekki gert sér meiri greiða en níðast á gestrisnu sinni. Er þar skemmst frá að segja að eg hafði þá ánægju næstu daga að kynnast fjölda mörg- um merkismönnum og fögrum konum, og taka þátt í óteljandi morgunverðum. Og þá er það jafn sjálfsagt að tæma flösku með hús- ráðanda, eins og að heilsast, og að neita að drekka úr glasi álíka dónaskapur eins og að gleyma að taka ofan. Húsfreyurnar ganga um beina, og þá er líka auðskilið að maður getur ekki skotið sér undan þessu. Hvað á maður að gera þegar gullinhærð jungfrú fyllir glas manns og biður hann að drekka í botn? Þótt eitur væri í bikarnum yrði hann að bera sig mannalega og tæma hann, eins og ég gerði. Annars get eg bætt því við, að þrátt fyrir drykkjuskapinn, fekk eg margar góðar upplýsingar í þessum heimsóknum. Og þeir, sem eg komst í kynni við, voru yfirleitt mentaðir og háttprúðir menn, glað- ir, hraustir, viðkunnanlegir og alúðlegir í öllu viðmóti. Á sunnudaginn fór eg í dóm- kirkjuna. Þetta er miðlungs stór bygging, sem tekur 3—400 manns. Hún er gömul en nýlega viðgerð. íslendingar eru Lúterstrúar og presturinn var í svartri hempu með kraga um hálsinn, svipaðan þeim, sem eru á biskupsmyndum frá tíð Jakobs I. Þetta var í fyrsta skifti að eg heyrði ræðu á íslenzku og mér fannst málið dillandi þýtt, en kunni þó ekki við þann seim, sem dreginn var í lok hverrar setning- ar. Eins og á öllum helgistöðum frá sköpum veraldar, voru konur hér í meirihluta. Sumar voru með hatt á höfði en aðrar í þjóðbúningi og með skotthúfu á höfði. Áður en messu lauk gekk prest- ur úr stólnum og klæddist dýrindis 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.