Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 4
144 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hún segir mér að mál sé að fara á fætur, en rúmið er notalegt, æð- ardúnssæng yfir og æðardúnssæng undir, og hefi eg ekki verið að hrekjast í níu daga, og því má eg þá ekki sofa? Um þrjúleytið vakna eg við hávaðann í ferðafélögum mínum utan við gluggann. Þeir eiga þar í snörpum orðahnippingum við Geir, sem á að fylgja þeim austur að Geysi. Þeir áttu að leggja á stað klukkan sex í morgun, og þá færði Thea þeim morgunverð. Geir talar vel ensku, hann er eini fylgdarmaðurinn, sem það getur, og hann afsakar sig með því, að leit hafi orðið að hestunum og þeg- ar þeir fundust hafi þurft að járna þá. Hann tekur þetta sárt, en ís- lendingar flýta sér aldrei, það er ókostur þeirra. Nú nær samvizkan tökum á mér, eg flýti mér í sloppinn, kveiki í vindli og fer að skygnast um. Vér erum hér í þeim húsakynnum, sem eg held að mundu vera kölluð brúðarstofa í amerískum gistihús- um. Þetta er stór setustofa, með sínu rúmi undir hvorum vegg, og er áreiðanlega bezta herbergið í húsinu. Yfir er hanabjálki og und- ir knattborðssalur, og það var glamrið í fílabeinskúlunum þar, sem hélt fyrir mér vöku fram á nótt. Húsið er um 400 yard frá Strandgötunni og héðan er útsýn til Esjunnar og hafnarinnar. Hin- um megin við götuna er gamall kirkjugarður og þar er aðeins einn kross. En ef vér gætum séð í hina áttina, mundum vér sjá snotran og vel hirtan kirkjugarð á hæðinni vestan við borgina. Fram hjá hon- um liggur vegurinn til Bessastaða, að vísu nokkuð grýttur. En þarna ganga hofróðurnar sér til skemmt- unar á sumarkvöldum — það er að segja, ef hann rignir ekki — og þar er veifað blævængjum og gefið hýrt auga alveg eins og í Suðurlöndum. Sulturinn knýr mig nú til þess að aðgæta hvort vinur minn sé kominn á fætur. Eg laumast inn í herbergi hans, en hann sefur svefni hinna réttlátu — dauðþreyttur eft- ir ferðalagið frá Krýsuvík í gær og erfiðið þar að undanförnu við að líta eftir brennisteinsnámunum. Glugginn á herbergi hans snýr í austur. Hús Geirs er rétt neðan við hann. í portinu þar eru 30—40 hestar, sem eiga að vera í Geysis- ferðinni, og þar virðist allt í upp- námi. • Þar fyrir handan er kirkjan, mjög óásjáleg, því að kalkið hefir Yfirlitsmynd af Bcykjavík 1852 flagnað af henni ytra og að innan er hún mygluð. En í henni er skírnarlaug eftir Thorvaldsen, gjöf frá listamanninum til minja um að hann var af íslenzkum ættum. Handan við kirkjuna er tjörnin, þar sem menn geta vætt sig á sumrin og farið á skautum á vetr- um, því að hún botnfrýs, enda þótt hún sé 18 feta djúp. Hinum megin, uppi á hæðinni, er in undarlega tvílyfta bygging þar sem Alþingi kemur saman, frægt eins og önnur þing fyrir mikil ræðuhöld og litl- ar aðgerðir. Skammt frá strönd- inni stendur stórt einlyft steinhús, sem Trampe greifi býr í. Milli þess og kirkjunnar er grænn völlur um ekra að stærð. Öðrum megin við hann býr biskupinn, hinum megin franski konsúllinn. Milli gistihúss- ins og sjávar er þorpið og eru þar beinar og homréttar götur. Húsin eru flest einlyft og , byggð úr norsku timbri, tjörguð og mörg með tjörupappa á þaki. Lítill garður er víðast fyrir framan hús- in, eða að húsabaki; þar eru rækt- aðar kartöflur, gulrætur, rófur og sums staðar hvítkál. í einum sá eg ribs, með hartnær þroskuðum berjum. í fljótu bragði sýndist mér að meira mætti hafa upp úr görð- unum, ef þeir væri vel hirtir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.