Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 145 Reykjavík 1859 (Symington) ANDREW W. SYMINGTON, skozkur maður, kom hingað 1859, og varð samskipa Forbes. Alþingi var þá háð í Mennta- skólanum og hann fekk að koma þar og lýsir því hvernig þar var umhorfs. Honum leizt vel á ís- lenzku þingmennina, þótt það væri bændur, og hann er hrif- inn af blöðunum, sem þá voru gefin út. Skipið rennur inn á höfnina og Reykjavík, höfuðborg íslands, blas- ir við okkur. í miðju er kirkjan, byggð úr tígulsteini og brún á lit, og á hæð til vinstri er vindmylna. Þetta eru húsin, sem mest ber á. Við næstu götu er einföld röð dökkra danskra timburhúsa og snúa þau framhlið að sjó. Okkur er sagt að þetta sé búðir kaup- manna. Á mörgum þeirra eru fána- stengur og þar blakta danskir fán- ar. Margar litlar trébryggjur eru í fjörunni fram af húsum þessum. Þar eru konur á ferð, líkastar fiskikonunum í Calais, „veður- barðar, grettar og hrukkóttar“ og virðast „óútreiknanlega gamlar“, en með þeim eru þó aðrar yngri og laglegri. Allar bera þær fisk á bakinu úr bátum upp 1 vöru- geymslurnar. Allar hafa þær hinn sama snoturlega íslenzka höfuð- búnað, litla kollhúfu, festa með prjóni í hnakkanum. Við kollhúf- una er silfurhólkur og úr honum lafir mikill silkiskúfur niðúr á öxl. Tvær götur liggja upp frá höfn- inni þvert á stefnu aðalgötunnar. Við þá sem er vinstra megin stend- ur hús stiftamtmanns og annara embættismanna. Þessi gata liggur að húsinu, þar sem Alþingi er háð, og þar sem Bjarni Jónsson rektor stjórnar eina mentaskóla landsins. Við hina götuna eru búðir og íbúð- arhús. Þar býr Jón Guðmundsson forseti Alþingis, málfærslumaður og ritstjóri. Gatan liggur að gisti- húsinu og húsi Jóns Hjaltalíns landlæknis. í sömu átt, en hærra og lengra burtu, er afskekktur kirkjugarður. Milli þessara tveggja þvergatna standa húsin á víð og dreif og við flest þeirra er garðhola. Borgin virðist fremur dönsk en íslenzk, en í úthverfunum báðum megin við hana eru nokkrir fiski- mannakofar með torfþökum. Þeim svipar meira til hins almenna byggingarlags út um landið. Það er brennandi sólskin og þeg- ar bátur okkar lendir við bryggju, er þar hópur manna og kvenna til að sjá hvaða farþegar komi. Sum- ar ungu stúlkurnar eru mjög lag- legar og í hinum snotra íslenzka búningi, og með litaða leðurskó á fótum. Þar eru einnig konur með klút eða sjal, sem þær hafa slegið snyrtilega um höfuð sér. Vegna þess að engir vegir eru á íslandi, þá eru þar heldur engir vagnar. Við sáum einar hjólbörur, sem framtakssamur kaupmaður átti, og okkur var sagt að þetta væru einu hjólbörurnar, sem til væri á landinu. Heimili stiptamtmanns og Rand- rups lyfsala eru miðstöðvar sam- kvæmislífsins í Reykjavík og þang- að koma allir útlendingar. Hafi maður meðmælabréf til einhvers af heldri mönnum Reykjavíkur, verður maður að heimsækja þá alla, annað mundi valda óánægju. Við fórum að skoða kirkjuna, sem stendur á opnu svæði handan við bæinn rétt hjá dálítilli tjörn. Þetta er nýtízku bygging úr múr- steini og kölkuð. Inni í henni eru snotrar stúkur, þar eru svalir, orgel o. s. frv. og hún rúmar 3—400 manns. Altaristaflan er af uppris- unni, en merkilegasti hluturinn þar er skímarlaug Thorvaldsens. í skrúðhúsinu opnaði séra Ólafur Pálsson nokkrar kistur og sýndi okkur skrúða presta og biskups. Þar var mikil biskupskápa, sein Júlíus páfi II. hafði gefið á 16. öld. Hún er úr flaueli, útsaumuð með gulli. Á lofti kirkjunnar er einn salur og þar er bókasafn Reykjavíkur og í því um 6000 bindi af íslenzk- um, dönskum, latneskum, frönsk- um, enskum og þýzkum bókum. Gistihúsið í Reykjavík er í raun- inni ekki annað en veitingahús. Þar er knattborðssalur fyrir franska sjómenn. Þar er setustofa, þar sem heldra fólkið kemur saman. Uppi á lofti er ofurlítil setustofa og tvó eða þrjú svefnherbergi. Við gát- um ekki fengið inni þar, svo að við urðum að fara um borð í „Arcturus“ um kvöldið og sofa þar um nóttina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.