Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 6
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um kvöldið fórum við að skoða kirkjugarðinn. Hann er umgirtur lágum garði úr torfi og grjóti. Þar tíndum við nokkuð af „gleym-mér- ei“, steinbrjótum og fíflum, sem óx þar innan um grasið. Héðan var góð útsýn yfir Reykjavík. Kvöld- sólin varpaði gulum bjarma á borgina, og gluggarnir glóðu eins og gimsteinar. Esjan hafði yfir sér roðalitaðan feld, sjórinn var dimm- blár og á höfninni mörg skip fán- um skreytt. En þegar litið var inn til landsins, var þar ekkert að sjá nema urðir, mýrar og mela. Á heimleiðinni gengum við fram hjá kofa fiskimanns og þar voru margir stórir staflar af hertum þorskhausum. Okkur var sagt að þeir væri etnir og einn haus væri kappnóg máltíð handa einum manni. Hjá flestum húsum í Reykjavík er ofurlítill garður með lágri torf- girðingu. Þar mátti víðast sjá venjulegt grænmeti, svo sem pétursselju, rófur, kartöflur og einstaka tegundir af salati. Sums- staðar voru ribsrunnar og á stöku stað fjölær blóm.------ Svo ferðaðist hann austur að Geysi, en er hann kom til Reykja- víkur aftur, var „Arcturus“ farinn úr höfninni, og ekki hægt að vera þar. Við komum seint um kvöld, ekkert svefnherbergi var að fá í gistihúsinu, svo við ákváðum að sofa á setubekkjunum niðri, innar af knattborðssalnum. Þaðan var að heyra sífelda kúlnaskelli, því að franskir sjómenn léku þar borð- knattleik, og þaðan barst sterkur tóbaksþefur. Samt tókst okkur að sofna og vissum ekki af okkur fyr en snemma um morguninn, að hin ljóshærða og bláeyga Thea stend- ur fyrir framan okkur. Hún kom með kaffi og kex og setti bakkann á borð fyrir framan mig. Svo sótti hún þvottavatn, sápu og hand- klæði, og það var merki þess að við ættum að fara á fætur, því að morgunverður skyldi snæddur í þessari stofu. Urðum við að hlýða. En þar sem Alþingi sat nú á rökstólum fórum við þangað til að sjá það. Það er háð í skólanum og er gengið inn á miðri hlið hans. Þegar inn er komið blasir við manni upphækkaður pallur, þar sem forsetinn og skrifarar sitja við borð, þakið skjölum og ritföngum. Bak við þá eru olíumálverk af dönsku konungshjónunum. Á tveimur bekkjum, sem mest líkjast skólabekkjum, sátu þingmennirnir og mynduðu aflangan ferhyrning við borðið. Fyrir utan þennan fer- hyrning mega gestir standa. Nokk- ur skrifborð og önnur þægindi eru í salnum. Flestir þingmenn voru harðlegir og gáfulegir menn — bændur, klæddir í vaðmálsföt með gyltum hnöppum, og með leður- skó á fótum. Þegar þeir tóku til máls voru þeir hraðmælskir og rökfastir, eftir því sem Gísli Brynj- ólfsson sagði okkur. Hann er nú þingmaður, en hefir stöðu hjá stjórninni í Kaupmannahöfn. Síðan fórum við að heimsækja Jón Guðmundsson, ritstjóra „Þjóð- ólfs“. Þetta er 8 síðu blað, en kem- ur ekki út reglulega, heldur þegar þurfa þykir. Jón gaf okkur nokk- ur eintök af blaðinu. Letrið er skírt og pappírinn góður. Annað blað kemur einnig út og heitir „íslend- ingur“, 8 blaðsíður. Bæði eru þau prentuð í Landsprentsmiðjunni og eru tvímælalaust bezt prentuð af öllum þeim blöðum, sem eg hefi séð. Svo kom brottfararstundin og við kvöddum með söknuði alla okkar ágætu vini í Reykjavík, og fórum svo um borð. Bátur kom frá landi fullur af hestum og var verið að koma þeim upp í skipið. Þá var eimpípan þeytt og við það fældust hestarnir og einn þeirra stökk fyrir borð og ætlaði að synda til lands. Hann náðist þó aftur og hafði ekki orðið meint af þessu. Þetta var þá hestur, sem Mr. Murray (það var skozkur kaup- maður) hafði keypt og ætlaði að fara með heim til sín í Long-yester. FREDERICK METCALFE prest- ur, kom hingað 1860, og ferðað- ist víða um land. Hann er ekki ánægður með gistihúsið í Reykjavík, og honum finnst Reykvíkingcir vera farnir að spillast vegna vaxandi ferða- mannastraums. Eg komst fljótt í kynni við óþægindin í veitingahúsi Jörgen- sens. Þar voru nokkrir franskir sjómenn og reyndu að gleðja sig við kaffi og koníak, en mistókSt sýnilega. Hér er allt í óreiðu, ef miðað er við það að taka á móti ferðamönnum. Jörgensen leigði áð- ur stórt hús, þar sem klúbburinn var, en leigan var svo há, að hann gafst upp, og leigði svo þetta litla hús. Hann er nú að láta gera þar nokkur gestaherbergi, en þau eru ekki fullsmíðuð. Og verst af öllu er að konan, sem var hans hægri hönd í öllu, er nú dáin, svo að allt gengur á tréfótum. Ferðafélagi minn, og eini Eng- lendingurinn sem var um borð, ætlar að fara til Geysis og með sama skipi heim — varð heldur súr á svipinn þegar hann heyrði að við gætum hvergi sofið nema á horðum og stuttum bekkjum í stof- unni þar sem menn matast og drekka; það voru miklar líkur til þess að spýtandi gestir mundu haf- ast þar við fram að miðnætti. En báðir létum við huggast er við fengum sæmilegan kvöldverð: steikt kjöt, lóur, sæta eggjaköku og borðvín til að skola því niður. Eftir matinn fórum við að skoða okkur um. Göturnar eru malborn- ar og opnar rennur báðum megin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.