Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 147 við þær. Þær liggja þvert hvor á aðra, og húsin, sem eru úr timbri, eru máluð hvít, græn eða rauð. Það er svo sem ekki neinn glæsi- svipur á bænum, og hann er lélegri en lélegustu norsk þorp. Latínu- skólinn er þó stórt hús og myndar- legt, og þar sem hann stendur hátt, ber hann ægishjálm yfir höfuðborg íslands. Kirkjan er líka myndarlegt hús, og þótt ekki sé neinn sérstakur byggingarstíll' á henni, er hún traustleg og reisuleg bæði ytra og innra. í skrúðhúsinu er geymdur gamall útsaumaður skrúði. En merkasti gripurinn þar er skímar- laug Thorvaldsens, sem hann gaf landi feðra sinna. Daginn eftir fór eg til bóksala og ætlaði að kaupa kort af land- inu. Hann bauðst þá til þess að fara með mér í bókhlöðu Bók- menntafélagsins og þar gæti eg svo valið úr. Við gengum svo að kirkj- unni, og þar sem hann var organ- isti þar, hélt eg að hann ætlaði að sýna mér orgelið. „Þessa leið, Sir“, sagði þessi lærisveinn Caxtons og Hándels og lagði á stað upp í turn- stigann og mér fannst birta þar af eldrauðu nefi hans og mikla ljósa hárinu. „Nú, hann er mont- inn af klukkunum, þær eru sjálf- sagt sjálegar“, hugsaði eg með mér. Uppi á pallinum gekk hann um dyr inn í kirkjuloftið. Og þetta var þá bókhlaða Bókmenntafélags- ins. En það var einsog fleiri félög hefði bækistöð sína hér, því að þarna var laxanet og allskonar amboð. Morguninn eftir reyndi mjög á þolinmæði mína. Meðan eg var enn kvalinn í öllum beinum eftir að hafa reynt að sofa á glerhörðum bekknum, er barið að dyrum. Inn kom maður, sem kallaði sig kaup- mann, og spurði hvort eg þyrfti ekki að skifta enskum peningum. Ferðakoffort (Metcalfe) Bauðst hann til að losa mig við gullpeninga mína með því gengi sem á þeim væri í Kaupmanna- höfn og taka ekki nema 5% í ómakslaun. Varla var hann kom- inn út úr dyrunum þegar annar kom og bauð mér sýnu verri kjör. Hvað — og sá þriðji! Hvað á þetta lengi að ganga? Blóðsugurnar höfðu fengið nasa- þef af því að hér væri bráð, og eg losna ekki við þetta ráp með öðru móti en því að fara út á götu. En ekki var eg fyr kominn út en mér var borðinn hestur. Þetta var lag- legasta skepna, mósóttur með krossmön eftir baki og niður á bóga. „Eg kaupi hann“, sagði eg. Hann kostaði tæplega 5 sterlings- pund. En varla hafði eg afhent gjaldið þegar aldur hans hækkaði úr 8 vetrum í 15 vetur. En eg huggaði mig við það, að þetta væri ekki annað en illkvitnisleg aðdrótt- un keppinauts, sem eg hafði ekki viljað kaupa hest af. Eftir nokkra stund hafði eg keypt annan hest, leirljósan, ágæta skepnu, og svo tók eg tvo á leigu. Hnakk fékk eg leigðan fyrir lítið hjá óhreinum karli, sem helzt virtist vera skó- smiður, en var víst einhver mekt- armaður. Óþarfi er að taka fram að til- hneigingin til viðskifta kom fram á öllum sviðum. Mig langaði því til þess að komast sem skjótast út á landið, þar sem sagt er að betur sé farið með ferðamenn.--------- Á sunnudaginn fór eg í kirkju. Þar voru um 150 kirkjugestir og sungu vel og óhikað. Ræðan var veraldlegs efnis, og yfirleitt varð eg að segja að Bragi, goð orðlist- arinnar, leggur ekki íslenzkum prestum orð á tungu. En því mið- ur verð eg að játa, að eg gaf meiri gætur að þremur ungum stúlkum í næsta bekk fyrir framan mig, heldur en að ræðunni. Þær voru með svartar húfur úr silki á höfði og hvítar slæður yfir. Yfir enninu voru húfurnar útflúraðar með gylltum stjömum, sem voru á stærð við baldursbrá, og annað málmskraut báru þær víðar á sér. Treyur þeirra voru baldíraðar með silfri. Þær höfðu gula hanzka og fóru þeir ekki vel við þennan grímuleiksbúning, sem að mínu áliti stendur langt að baki hinum venjulega þjóðbúningi. Höfundur þessa búnings er Sigurður Guð- mundsson, listamaður staðarins og nafnkunnasti fornleifafræðing- ur. Það var auðséð að fólki varð starsýnt á þessar stúlkur, og að þær voru sér þess vel meðvitandi. Eftir að hafa farið víða um landið, segir hann: Hefði eg aðeins komið til Reykja- víkur, er eg hræddur um að eg hefði ekki farið heim með jafn góðar minningar um þjóðina, enda þótt margir ágætir menn sé til í Reykjavík. Meira. Ungur síðhærður listamaður kom til músík-útgefanda og var með blaða- stranga imdir hendinni. — Hvað get eg gert fyrir yður? spurði útgefandi. — Eg ætlaði að vita hvort þér mynd- uð vilja gefa þetta út — én það er e£ til vill bezt að eg syngi það fyrir yður f'TSt. — Já, syngið þér, sagði útgefandi og listemaðurinn hóf upp rödd sína og söng. Þegar söngnum var lokið sagði útgefandi ekki neitt. — Jæja, hvað fæ eg fyrir þetta? spurði listamaðurinn. — Eg veit það ekki, eg er útgef- andi en ekki sakadómari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.