Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Side 8
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐIST I FEBRÚAR TILLAGA um þingrot og nýar kosningar var felld á Alþingi með 29:17 atkv. (7.) Alþingi samþykkti að Eggert Þorsteinsson skyldi fá kjörbréf sem varaþingmaður Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn, þrátt fyrir að yfir- kjörstjórn hafði synjað að veíta honum kjörbréf (12.) Norðurlandaráð helt fund sinn f Helsinki og sóttu hann af íslands hálfu alþingismennirnir Bjarni Benediktsson, Sigurður Bjarnason, Emii Jónsson, Bernharð Stefánsson og Einar Olgeirsson. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi var skrifari ís- lenzku nefndarinnar (12.) Við stjórnarkosningar í ýmsurn verklýðsfélögum kom það berlega i ljós hvernig fylgið hrynur af komm- únistum vegna þess að þeir hafa lr.gt blessun sína yfir grimmdarverk og blóðbað Rússa í Ungvcrjaiandi. í þessum mánuði misstu þeir tökin á Verkamannafél. Þrótti í Siglu- firði (12.), Iðju, félagi verksmiðju- fólks og Trésmiðafélaginu í Reykja- vík (26.). Fylgi þeirra þvarr og að stórum mun í Félagi járniðnaðar- manna í Reykjavík og Hinu íslenzka prentarafélagi (18.) Undirritaður var í Reykjavík samningur milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um menningar viðskifti landanna. Samkvæmt hon- um verður á næstu 4 árum varið 400.000 krónum til gagnkvæmra fcrðalaga námsmanna og fræði- manna landanna mil’i. Féð er tekið af andvirði seidra eigna, sem Bandaríkjaherinn skildi eftir hér á landi þegar seinni heimssyrjölU- inni lauk (24.) VEÐRÁTTAN í þessum mánuði var yíirleitt uin- hleypingasöm og gæftir stopular. Sn]ó kynngdi víða niður og varð mein íöiin á Snæfellsnesi en mörg undan- farir. ár. Samgöngur voru víða erfiðar og í sumum héruðum tepptust flutn- ingar algerlega, nema hvað snjóblíar voru í förum, til þess að koma nauð- synlegum aðdráttum til bænda. Var svo í Snæfellsnessýslu, Borgarfjarðar- sýslu, Mýrasýslu og Vestur Skafta- íellssýslu. Með ærnum tilkostnaði og fyriihöfn var reynt að halda helztu vegum opnum, eins og austurveginum fiá Reykjavík og norðurleiðinni, Frost voru nokkur norðanlands, en yfirleitt frostlítið syðra. — Það bar til um miðjan mánuðinn, að krapastífla kom í Þjórsá. Færði íshrönnin Urriðafoss í kaf og hækkaði yfirborð árinnar þar um rúma 17 metra, og munu þess fá dæmi. ÚTGEBÐIN Mjög tregur afli var í öllum veiði- stöðvum á suðvesturlandi, og veiddu fæstir bátar fyrir kauptryggingu. Ógæftir hömluðu og sjósókn. Beztur mun aflinn hafa orðið í Hornafirði og noröanlands. Á Húsavík aflaðist sæmilega og fiskur gekk einnig inn á Eyafjörð. Voru þar gerðar tilraunir að veiða hann í herpinót og gekk það vel. — Afli togara varð afar reitings- samur. Tveir togarar seldu afla sinn í Þýzkalandi og tveir í Englandi, en markaður var rýr á báðum stöðum. — Hraðfrystihúsin hafa tekið við mestum hluta togaraaflans, og varð þar skortur á vinnuafli, svo að sækja varð 70 stúlkur til Færeya til þess að vinna í frystihúsunum. BÍLSLYS Drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og ir.eiddist nokkuð (9.) Fullorðin kona og telpa urðu sam- timis fyrir bíl í Reykjavík, en meidd- ust furðu lítið (28.) Einkennilegt bílslys varð í Reykja- vik. Rússneskur jeppi, nýlegur, var á leið um Suðurlandsbraut og voru ekki aðrir í honum en bílstjórinn og móðir hans. Allt í einu og á meðan bíllinn var á fullri ferð, festust bæði aftur- hjólin, bíllinn slöngvaðist á ljósastaur, hurðin hrökk upp og við það fell kon- Likan af nýum gagnfræða tóla í Reykjavik

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.