Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 10
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Grundarfirði, en menn sakaði ekki (26.) Bóndinn á Streiti 1 Breiðdal varð iyrir því slysi að fá haglaskot í hend- ina. Hann var fluttur í sjúkrahúsið í Neskaupstað (26.) Drengur frá Vindási í Kjós fell á skautum og fótbrotnaði (27.) ELDSVOÐAR Eldur kom upp í trésmíðastofu i Hafnarfirði, og varð þar tjón á ýmsu innan húss, en húsið sjálft skemmdist lítt (12.) Bærinn Nýhöfn á Melrakkasléttu brann til kaldra kola (14.) Bærinn Skálmholt í Villingaholts- hreppi brann til kaldra kola og varð engu bjargað úr honum (18.) Stórbruni varð í Keílavík. Brann þar fiskaðgerðarhús 40x20 m. að stærð. í því voru 400 lestir af salti og ónýtt- fet það allt. Uppi á lofti bjó starfsfólk, 50 manns, og missti það allt sitt (19.) Eldur kom upp í geymsluhúsi klæða- verksmiðjunnar Gefjunr.ar á Akureyri og brann það og allt sem í því var (22.) MANNALÁT Frú Guðrún Benediktsdóttir, Rvík (31. jan.) 3. Kjartan Jónsson frkvstj. dagbl. „Vísis“, Reykjavík. 4. Húsfrú Ragnhildur Gísladóttir frá Loftsstöðum. 6. Húsfrú Valgerður Jóakimsdóttir, Reykjavík. 7. Sigurbjörn Bjömsson, kaupmaður, Reykjavík. 7. Húsfrú Elín Thomscn, Reykjavík. 8. Helga Jónsdóttir prófastsekkja frá Eskifirði. 11. Húsfrú Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Hafnarfirði. 11. Húsfrú Guðrún Bergljót Ólína Sigurðardóttir, Reykjavík. 15. Karl H. Bjarnason fyrrv. húsvörð- ur, Reykjavík. 15. Luther H. Sigurðsson verlcsmiðju- starfsm., Reykjavík. 17. Húsfrú Kristín Jóhannesdóttir frá Gamla Hrauni. 17. Eyólfur Ottesen, Vestmanneyjum. 20. Frú Rósa Þorsteinsdóttir, Reykjavík. 22. Einar Jónsson bílstjóri frá Vík. 24. Guðmundur Halldórsson prentari, Reykjavík. 24. Halldór Gíslason matsveinn, HafnarfirðL ÍÞRÓTTIR Á Sundmóti Reykjavikur setti Guð- mundur Gíslason (16 ára) nýtt met í 400 m. baksundi karla, og Ágústa Þorsteinsdóttir nýtt met í 100 m. skrið- sundi kvenna (2.) Skjaldarglíma Ármanns var háð og sigraði Trausti Ólafsson Á (5.) Friðrik Ólafssyni hefir verið boðið á alþjóðlegt skákmót í Argentínu (1.) Valdimar Örnólfsson sigraði í svigi á skíðum á alþjóðamóti stúdenta, sem háð var í Frakklandi (16.) Á meistaramóti Tafl- og bridge- klúbbsins í Reykjavík sigraði sveit Kristjáns Magnússonar í bridge (21.) Fjögur íslenzk met voru sett á sund- móti Ægis í Sundhöll Reykjavíkur: Helgi Sigurðsson 300 m skriðsund karla, Guðmundur Gislason 50 m bak- sund karla, Ágústa Þorsteinsdóttir 50 m skriðsund kvenna og sveit Ægis í 4x200 m boðsund (22.) Á skákmeistaramóti Reykjavíkur (Gilfersmóti) varð Ingi R. Jóhannsson sigurvegari. Á mótinu keppti sem gest- ur stórmeistarinn Herman Pilnik og varð efstur að vinningatölu (22.) ísafjarðarkaupstaður hefir gefið 3000 kr. í sjóð Friðriks Ólafssonar skák- meistara (24.) Fyrsta skíðamótið, Stefánsmótið, fór fram í Hamrahlíð og varð Stefán Kristjánsson sigurvegari (26.) Friðrik Ólafsson varð hraðskák- meistari Reykjavíkur (26.) Ingimar Jónsson varð skákmeistari Norðlendinga á skákmóti á Akureyri (27.) Meistaramót í badminton var háð í Reykjavík. Sigurvegarar í einleik

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.