Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 12
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íyrir 35 áruin, er nú lokið, og er sagan um 220 arkir að staerð (26.) Ákveðið hefir verið að reisa á næst- unni nokkur 10 og 12 hæða íbúðar- hús í Reykjavík (28.) MENN OG MÁLEFNI Gunnar Thoroddsen hefir nú gegnt borgarstjórastarfi í Reykjavík um 10 ára skeið. Vinir hans heldu honum samsæti af því tilefni (3.) Finnbogi Rútur Valdimarsson var sendur sem fulltrúi íslands til þings Sameinuðu þjóðanna (3.) Frú Auður Auðuns var endurkjör- in forseti bæarstjórnar í Reykjavík (8.) Kristinn Guðmundsson sepdiherra í London hefir afhent trúnaðarbréf sitt sem ambassador í Hollandi (9.) Ármann Dalmannsson var endur- kjörinn formaður Búnaðarsambands Eyafjarðar (9.) Steinar Waage hefir lokið sérstöku prófi í skósmíð fyrir bæklaða menn, og sett á fót skóvinnustofu í Reykja- vík (10.) Listasafnsfélag var stofnað i Reykja- vík í vetur og hefir það nú gefið Lista- safni ríkisins mynd eftir franskan mál- ara (13.) Rauðakrossdeild Hafnarfjarðar hefir gefið bænum nýan og fullkominn sjúkrabíl (14.) Vilhjálmur Einarsson íþróttamaður var ráðinn erindreki Sambands bind- ir.disfélaga í skólum til þess að ferð- ast um landið og flytja bindindisfyrir- lestra í skólunum (15.) Vaclav Sinatácek, tékkneskur hljóm- sveitarstjóri, kom hingað í boði Sin- Nýr sjúkra- MU Hafn- arfjarðar fóníuhljómsveitarinnar og stjórnaði hér tónleikum (15.) Sveinn Þórðarson féhirðir Búnaðar- bankans hefir verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Reykvíkingafélagsins í stað Hjartar heitins Hanssonar kaup- manns (19.) Fjórir íslendingar, Gunnar G. Schram blaðamaður, Helgi Tryggva- son kennari, Óskar Hallgrímsson raí- virki og Stefán Gunnlaugsson bæar- stjóri, fóru utan í boði brezka utan- ríkisráðuneytisins og munu ferðast víðsvegar um Bretland (19.) Erlendur Einarsson forstjóri hefir verið ráðinn til þess að vera fulltrúi Islands á fullveldishátíð Gullstrandar- innar (Ghana) í Afríku (20.) Jacque Abram píanóleikari frá Bandarikjunum kom hingað á vegum Tónlistarfélagsins (21.) Harry Hjörne, aðalritstjóri sænska blaðsins „Göteborgs Posten“, kom. hingað í kynnisför (21.) Iðnnemafélag stúlkna var stofnað i Reykjavík (21.) Sjómannasamband íslands var stofn- að í Reykjavík og hafði Sjómanna- félag Reykjavíkur forgöngu um það. Formaður var kosinn Jón Sigurðsson, ritari Hilmar Jónsson og gjaldkeri Magnús Guðmundsson (27.) Agnar Kl. Jófisson sendiherra í Par- ís hefir afhent Franco trúnaðarbréf sitt sem sendiherra á Spáni (21.) Búnaðarþing var sett í Reykjavík (22.) Valur Gíslason leikari var kosinn íorseti Bandalags íslenzkra listamanna (26.) Uelgi P. Briem ambassador i Þýzka- landi hefir afhent forseta Sviss trún- aðarbréf sitt sem sendiherra þar i landi (27.) Ökumenn í Garði hafa stofnað deild í Bindindisfélagi ökumanna og voru stofnendur 32 (28.) FJÁRMÁL Kvennadcildin Eykyndill í Vest- manneyum hefir afhent Slysavamafé- lagi íslands 47 þús. kr. til slysa- varna (2.) Á bókauppboði í Reykjavík var eitt ointak af „Pétri Gaut“ (þýðing Einars Benediktssonar) selt fyrir 9500 krónur (2.) Fjárhagsáætlun Akraness gerir ráð fyrir að útsvör nemi 8,5 millj. kr. (3.) Fjárhagsáætlun Akureyrar gerir ráð fyrir rúmlega 16 millj. kr. útsvars- álagningu, og er það um 30% hækkun frá seinasta ári (5.) Viðskiptajöfnuður ársins 1956 varð óhagstæður um 438,4 millj. kr. (7.) Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík hefir lagt fram um 90 þús. kr. til slysavarna árið sem leið (9.) Firmað J. Þorláksson & Norðmann átti 40 ára afmæli og þann dag gaf það 25.000 kr. í Minningarsjóð Jóns Þorlákssonar, er stofnaður var 1952 (7.) Vísitala framfærslukostnaðar var 186 stig, en kaupgjaldsvísitala er 178 stig (12.) Úthlutað hefir verið styrkjum úr dönsku deild Sáttmálasjóðs, og eru þar á meðal 4000 d. kr. til kirkjumálaráð- hema Dana, til þess að bjóða Bjarna Jónssyni vígslubiskupi til Danmerk- ur (15.) Alþingi afgreiddi fjárlögin og eru riðurstöðutölur þeirra rúmar 800 milljónir króna. AFMÆLI Múrarafélag Reykjavíkur átti 40 óra aímæli (1.) Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur átti 90 ára afmæli (3.) Félag matreiðslu- og framreiðslu- manna átti 30 ára afmæli (12.) Heimdallur, félag ungra Sjálfstæð- isrnanna, átti 30 ára afmæli (13.) Bæarúígerð Reykjavíkur átti 10 ára afmæli (17.) Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaup- félag landsins, átti 75 ára afmæli (20.) Skátafélögin minntust þess á virðu- legan hátt, að 100 ár voru liðin frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.