Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 153 «---------------------------<S> Richard Beck; Flutt á Frónsmóti í Winnipeg 18. febrúar 1957. Oss gaf móðir að erfðum' ættfé, guili dýrra: Tungu tignaríríða, töframætti gædda; hert í vetrarhríðum, hituð jarðarglóðum, þrungin söngvaseiði sævar boðafalla. Oss gaf móðir að erfðum ættfé, gulli dýrra: Sögu, er hitar hjarta, huga vængjum lyftir; römmum harmarúnum rituð, — hetjublóði, stöfuð stjörnuskini stórra frægðarverka. Oss gaf móðir að erfðum ættfé, guili dýrra: Hörpu, er hljóma lætur hæstu tóna og dýpstu; stillt við stormaraddir, straumnið gljúfrafossa; innst í strengjum ómar óður vórsins bjarta. Móðurarfur og metfé miklu skyldu goldin, fram til sæmda og sigurs sumri nýju borin. Tungan fræg og fögur, feðra hetjusaga, harpan himinborna heimta dáð að íaunum. 4>--------------------------------® fæðingu Sir Baden Powells og 50 ár frá stofnun skátafélagsskaparins (22. og 23.) VEF.ÐHÆKKANIR Allmikil hækkun varð á verði tóbaks og áfengis (1.) Mikil verðhækkun varð á bensíni og liúsaolíu, bensínlítri hækkar um 31 eyri og olían um 18 aura lítrinn (27.) ÁFENGISLAGABROT Lögreglan í Keflavík tók bíl hlað- inn áfengi (26 þús. kr. virði), sem Hœtfan af „strontium 90" nœr til alls heimsins HÆTTULEGASTA geislavirka efnið, sem fram kemur þegar vetn- issprengja er sprengd, er „stronti- um 90“. En það er langt frá því að mönnum sé ljóst hver hætta stafar af því. Fara nú fram miklar rann- sóknir á því. Bandaríska akademí- an hefir skipað sérstaka nefnd til þess að veita almenningi fróðleik um þetta. Kjarnorkunefndin þar í landi vinnur einnig að rannsóknum á því, hvernig hið geislavirka ryk af vetnissprengjum dreifist um heiminn. Og fimmtán þjóða vís- indamannanefnd innan Sameinuðu þjóðanna safnar öllum upplýsing- um, sem unnt er að fá um það, hvar geislavirkt ryk hafi fallið til jarðar. Þessar upplýsingar eru enn í ætlað var til launsölu þar á staðnum (3. og 6.) Um 350 flöskur af áfengi fundu toll- verðir í vb. Oddi, er hann kom til Þorlákshafnar frá Hollandi (9.) Þá fundu og tollverðir um 400 flösk- ur af áfengi í gufuskipinu „Detti- fossi“ (23.) ÝMISLEGT Tundurdufl kom upp í vörpu tog- arans „Bjarna riddara“, út af Vest- fjörðum, en olli ekki neinu tjóni (1.) Iðnnemar í landinu eru nú taldir 1776 (9.) Hrossaræktarbúið á Kirkjubæ á Rangárvöllum sendi 10 kynbótahryss- ur til Þýzkalands (13.) Síðumenn fóru á snjóbíl inn á afrétt op fundu þar 7 kindur, 3 ær og 4 lömb (17.) Tundurdufl rak á fjörur Fljóts- hverfinga (23.) Vart hefir orðið við sjúkdóm I rjúpum (27.) fárra manna höndum. Líklega eru það ekki nema svo sem 50 vísinda- menn, sem hafa kynnt sér þær. En hin sorglega staðreynd er sú, að engum tveimur af þessum 50 mönnum, kemur saman um neinar niðurstöður. En hættan af „stronti- um 90“ er þó augljós. Þetta geislavirka efni myndast í reykhatti þeim, sem verður a£ vetnissprengju. Að vísu myndast einnig strontium þegar kjarna- sprengja er sprengd, en það er minna og kraftur hennar er ekki svo mikill að hann komi þessu geislavirka efni upp í háloftin. Það blandast andrúmsloftinu og fellur fljótt til jarðar með úrkomu. En vetnissprengjan þeytir ryk- mekki sínum upp í háloftin, og vegna þess hve loftið er þunnt þar, sveima hinar geislavirku eindir þar tímunum saman. Strontium 90 er mjög lengi að geisla sér út, hefir ekki misst helming geislamagns síns fyrr en eftir 28 ár. En eftir tíu ár, jafnvel skemmri tíma, hef- ir þetta geislavirka ryk komizt nið- ur í andrúmsloftið og fellur svo til jarðar. Rannsóknir á háloftunum hafa sýnt, að strontíum 90 dreifist þar út og fellur svo nokkurn veginn jafnt yfir jörðina, nema þar sem úrkomur eru litlar. Þegar nú þetta geislavirka efni hefir fallið til jarðar, sameinast það jarðveginum og liggur þar sem hulin hætta. Þar sem jarðveg- ur er mjög snauður að kalkefnum, hefir komið í Ijós að gróðurinn „hámar“ í sig þetta geislavirka efni. Hefir þetta komið í ljós í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.