Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 14
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Agætur dagur MEÐAN menn keppast hér við að tala og rita um aukna landkynn- ingu og nauðsyn beri til þess að draga sem allra flesta útlendinga hingað, er ísland orðið frægt að endemum af sögum þeim, sem erlendir ferðamenn segja Eif drykkjuskap landsmanna. Væri fróðlegt og at- hyglisvert ef safnað væri saman öllu því, sem birzt hefir A prenti er- lendis um slíka landkynningu. í marzhefti enska tímaritsins „The Wide World“ birtist grein um kappreiðar á Skeiðvellinum hjá Elliðaánum og er eftir James Findlay. Þetta er útdráttur úr henni: Wales, Brazilíu, Malaya og á Nýa Sjálandi. En með gróðrinum berst það ofan í skepnur. Oftast nær sezt það að í beinum þeirra. Seinna eru beinin möluð og notuð seni áburður, og þá berst hið geisla- virka efni í akrana. Hjá kúm berst það út í mjólkina, og með henni í menn. Það berst einnig í menn með allskonar ávöxtum, því að þar safnast það helzt saman. Rann- sóknir, sem gerðar voru á bauna- tegund í Maryland í haust, sýndu að 35 sinnum meira var af stronti- um 90 í baununum sjálfum, held- ur en baunagrasinu. Þannig berst þetta hættulega efni í menn, og enginn veit enn með vissu hvað maðurinn þolir stóran skammt af því, sér að ósekju. Líkur eru til þess að börnum stafi þó mest hætta af þessu, einkum með mjólkinni. Nú er það svo, að strontium sezt að í beinunum og getur orðið hættulegast meðan beinin eru að vaxa. Það dreifist ekki jafnt um alla beinagrindina, heldur safnast fyrir á vissum stöðum, og með rannsóknum á dýrum hefir komið í ljós, að einmitt á þeim stöðum myndast krabbamein. En strontium getur líka borizt á ýmsan annan hátt. Sú saga er sögð, að veiðimenn norður í Kanada skutu villiendur og átu þær. Þeim varð hastarlega illt af kjötinu, og kom þá í ljós að geislavirk efni fundust í því. Þessar villiandir höfðu á leið sinni norður komið við hjá Oak Ridge í Bandaríkjun- um, þar sem er kjarnorkustöð. Þær höfðu bitið gras hjá tjöm nokk- urri, en í hana höfðu borizt geisla- virk efni og úr henni í grasið og með því í endurnar. Og svo sýktu þær veiðimenn langt norður í Kanada. Þannig getur hættan af hinum geislavirku efnum borizt víðs vegar eftir hinum furðuleg- ustu leiðum. Skammt frá Oak Ridge höfðust VIÐ fórum fimm til kappreið- anna í skínandi bíl — bókari, sem hafði lært ensku í New York, öku- maður, sem kunni aðeins íslenzku, lögfræðingur og verkfræðingur með heljar mikla tösku á hnján- um, og eg sá fimmti. Verkfræðing- urinn lét sér mjög umhugað um töskuna og eg hugsaði að eitthvað dýrmætt mundi vera í henni. Það kom brátt í ljós. einnig við moskusrottur. Þær heldu til hjá læk nokkrum, sem menn vissu að vísu að geislavirk efni höfðu borizt í, en töldu þau alveg skaðlaus. En geislavirka efnið úr læknum barst í gróður- inn sem þar var, og úr honum í moskusrotturnar. Þegar farið var að rannsaka þær kom í Ijós að geislavirku efnin höfðu aðallega sezt að í öðrum lærleggnum og þar fundu læknar krabbamein. Á þessu sézt að áhrif hinna geisla- virku efna geta borizt víðar en menn grunar. í Oxford á Englandi fara nú fram rannsóknir á kanínum, sem gef- inn er mismunandi skammtur af strontium. Það er kona, dr. Janet Vaughan, sem stendur fyrir þess- um rannsóknum. Hún hefir líka komizt að þeirri niðustöðu, að strontium safnast fyrir á vissum Þegar við komum að Skeiðvell- inum sagði bókarinn að við hefð- um komið þangað of snemma, svo við stigum út og virtum fyrir okk- ur hestana, sem þeystu fram hjá og þyrluðu upp miklum rykmekki. En nú kom í ljós hvað verkfræð- ingurinn var með í tösku sinni. „Er ekki bezt að við tyllum okk- ur niður?“ sagði hann. „Við verð- um að gera eitthvað". Og svo tók stöðum í beinunum, svo að geisla- magn þess þar er 50 sinnum meira heldur en annars staðar. Og hún hefir líka komizt að því, að ein- mitt á þessum stöðum hefir jafn- framt verið byrjandi krabbamein. Rökrétt ályktun af þessu er sú, að þótt einhver líkami eigi að þola ákveðinn skammt af geislavirku efni, ef hann dreifist jafnt um líkamann, er þessu ekki til að dreifa úr því að hin geislavirku efni safnast fyrir á vissum stöð- um. Þess vegna eru nú margir vís- indamenn vantrúaðir á fullyrðing- ar ýmissa kjamorkufræðinga um það að maðurinn þoli ákveðinn skammt af geislavirkum efnum, án þess að verða meint af þeim. Bent er og á það, að þegar geislavirk efni bætist við önnur efni, sem talin eru orsök krabbameins, þá sé hættan tvöföld. (Endursagt).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.