Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Síða 15
LESBÓK ívlORGUNBLAÐSINS 155 Ónæmi sýkla fer vaxandi hann viskíflöskur upp úr töskunni. Síðan snaraðist hann niður að sjó og sótti fjórar vænar skeljar. „Hér eru bikarar“ sagði hann. „Nú höfum við bikara“. Viskíið tók í sig saltbragð úr skeljunum, en enginn hafði neitt út á það að setja. Eg spurði hvers vegna hann gæfi ökumanni ekki í staupinu líka. „Það eru lög hér, að hafi bíL stjóri bragðað áfengi og lendir svo í umferðaslysi, þá er hann dæmd- ur í tíu daga varðhald“, svaraði verkfræðingurinn. „Verði honum það sama á aftur, missir hann ökuréttindi. Sá sem nú situr við stýrið bragðar ekki áfengi í dag. Næsta skifti fær hann sér neðan í því, og þá er einhver annar við stýrið“. Kappreiðarnar stóðu í fjórar klukkustundir, og klukkan var orðin sjö þegar við stigum á bíl- inn aftur. „Ef við skreppum nú heim til Ólafs, þá getum .yið fengið glös“ sagði verkfræðingurinn. Svo var ekið heim til Ólafs. Hann bjó í hálfsmíðuðum sumar- bústað. Hann átti nóg af glösum, og enn var viskíflaska dregin upp úr töskunni. Ólafur átti líka flösku. Og klukkan var orðin níu er við ókum til Reykjavíkur og beint á Hótel Borg. „Eigum við ekki að fá okkur hressingu?" sagði verkfræðingur- inn. Við fengum allskonar hressingu, bjór, svartadauða (eins og íslend- ingar kalla), ákavíti og svarta- dauða aftur, og spjölluðum um hesta og kappreiðar. Klukkan 11 fórum við heim til bókhaldarans og þar sátum við að drykkju til kl. þrjú um nóttina. „Þetta hefir verið ágætur dag- ur“, sagði lögfræðingurinn, „og nú skulum við efna til okkar eigin kappreiða". AÐ var árið 1928 að brezki lækn- irinn dr. Alexander Fleming fann upp penicillin. Með því hófst nýtt tímabil í sögu gerlafræðinnar. Hér var fundið að hægt var að beita örsmáum lífeindum með góð- um árangri gegn vissum tegundum gerla, sem mannkynið hrjá. Að vísu var gerlafræðin þá enn svo að segja á byrjunarstigi, svo að það var ekki fyr en 15 árum seinna að farið var að nota penicillin til lækninga. En þá hafði gerlafræði fleygt mjög fram, eftir að raf- eindasjáin kom til sögunnar. Penicillin var talið undralyf, og átti það nafn vel skilið. Það lækn- aði ýmiskonar krankleika svo fljótt að furðu sætti. Nú var t. d. hægt að lækna lungnabólgu þegar í stað, og allskonar ígerðir og meinsemdir. Hér var stórsigur unninn á sviði læknisfræðinnar, og menn vonuðu að sá sigur væri algjör. En nú er farið að brydda á ýms- um áhyggjum í sambandi við þetta. Læknar hafa komist að því, að Þá fórum við út í bílinn aftur og þeystum út úr Reykjavík, fyrst eftir þjóðveginum og síðan eftir troðningum heim að bóndabæ, sem stendur þar undir fellunum. Bónd- inn náði í hesta og reiðtygi. Ökumaður horfði með áhyggju- svip á meðan bóndi lagði á hest. En bóndi gaf okkur hornauga og rétti honum síðan tauminn. „Á íslandi eru það lög“, sagði bóndi með áherzlu, „að enginn sem er undir áhrifum áfengis má aka bíl. Á mínu heimili eru það lög að enginn má fara á hestbak nema hann sé fær um að stýra bíl“. Ökumaður var því sá eini, sem fekk hest. áhrif penicillins fara minkandi. Þar sem lítill skammtur af því dugði áður til skjótrar lækningar, þá þarf nú miklu stærri skammt og þó óvíst að dugi. Þetta er vegna þess, að ýmsir gerlar eru orðnir ónæmir fyrir penicillín. Samkvæmt skýrslu frá einu helzta sjúkrahúsinu í London, kveður svo ramt að þessu, að um 80% af þeim gerlum, er penicillinið gerði fyrst út af við á fám klukku- stundum, láta nú engan bilbug á sér finna, jafnvel þótt stærstu skammtar sé gefnir. En það eru ekki aðeins Englend- ingar, sem hafa þessa sorglegu sögu að segja. í Nýa Sjálandi fengu 19 ungbörn nýlega smitandi lungna- bólgu, en við þeirri tegund lungna- bólgu hafði penicillin virst óbrigð- ult. Læknarnir gripu auðvitað til þessa meðals, en það hreif ekki, og 8 börn dóu. Líklegt er talið, að eins fari um önnur fúkkameðul, svo sem strep- tomycin, að áhrif þess fari dvín- andi. Mörg önnur fúkkalyf eru til og geta sum þeirra ef til vill komið í staðinn fyrir penicillin, en lækn- ar telja þó hættu á, að þegar gerlar eru orðnir ónæmir fyrir einu þeirra, þá muni líkt fara um hin. Það er kunnugt, að bændur eru víða farnir að gefa kvikfé sínu penicillin og auromycin til þess að hraða vexti þess. Einnig er far- ið að nota þessi meðul við geymslu á fiski og kjöti. En með þessu móti er hætta á, að svo kunni að fara, að almenningur neyti daglega ör- lítils skammts af þessum meðulum í fæðu sinni, en það hjálpar aftur til þess að gera gerlana ónæma fyrir þeim. (Úr „Birmingham Post“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.