Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 16
156 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D 8 4 2 V 1Q 9 ♦ K 10 I 6 4 2 A 10 * Á G 10 7 5 3 V G 8 6 3 4 — * D 9 3 A K ¥ Á D 5 4 D AÁKG87642 Þetta spil var í meistarakeppni Óslóar nýlega og á flestum borðum lauk sögnum með því að S sagði 5 lauf, oftast tvöfaldað. V sló út S Á, en þegar kóngurinn kom í hjá S, mátti hann ekki slá út spaða aftur, því að þá tók borðið með drottningu og S gat fleygt af sér tígli. V má ekki heldur slá út hjarta. Þó glæptust flestir á því að slá út í öðr- um hvorum litnum, og fyrir það vann S spilið. Það er aðeins hægt að fella hann með einu móti, með þvi að slá út L D. Að vísu missir þá V slag á hana, en hann hindrar að hægt sé að trompa hjarta í borði, og svo missir S tvo ílagi, annan í hjarta, hinn í tígli. PRJÓNAÐ FRAMAN VIÐ Lausavísur verða oftast til þannig, að manni detta í hug tvær snjallar hendingar, og svo er bætt við. Oftast mun þá prjónað framan við og vilja þá þær hendingar verða lélegri, eða út í hött. Þess vegna fer oft svo, að seinni hlutinn verður landfleygur, en sá fyrri gleymist og fara þá aðrir að prjóna framan við. Séra Eiríkur Halls- son (d. 1688) orkti upphaf að Hrólfs rímum kraka og er fyrsta vísan þannig: Suðra bát við góma göng geymir mála skorðan. VÆNN ÁLL — Á>- ar eru víða hér < suðvestur-landi, er eru lítt veiddir vegna þess að menn hafa ekki lært að eta þá. Eriendis þykja þeir herra- mannsmatur. Mynd þessi er tekin aust- ur í Ölfusi. Þar hef- ir unglingspiltur veitt vænan ál. (Ljósm. Ól. K. M.) Þorradægur þykja löng þegar hann blæs á norðan. Sveinbjörn Egilsson skáld prjónaði framan við þessa visu, þegar hvorki hann né kona hans mundu fyrri hlutann: Ef að vantar varmaföng, vist og heyaforðann. t í handriti Lbs. 269, 4to, eru þessar vísurí Ásýnd þeirri auðnan gaf ofmjög treystu ei njóta, silfurkerin sökkva í kaf en soðbollarnir fljóta. Misjafnt verður lukkulag, lánið ýmsir hljóta, silfurkerin sökkva í kaf en soðbollarnir fljóta. Ennfremur þessar vísur: Mótlætið þá myrkvar sól menn oss lítið sinna. Ef ekki er undir einum skjól, annan stein má finna. Valt er þetta veraldarhjól, vill oss heimur ginna. Ef ekki er undir einum skjól, annan stein má finna. KALT Á FÓTUM Magnús bónai Þórarinsson á Mið- húsum í Garði dó veturinn 1902—1903. Þegar hann stóð uppi, dreymdi Guð- rúnu dóttur hans, að hann kæmi og segði henni að sér væri kalt. Vaknar hún við þetta og fer að gæta að lík- inu. Var þá dautt á lampanum og far- ið ofan af fótunum. Einar tengdasonur minn, sonur Magnúsar, hefir sagt mér þetta. (Finnur á Kjörseyri). PRENTVILLUPÚKINN hafði hausavíxl á tölustöfum í ártali á fyrstu síðu í seinustu Lesbók, setti þar 1876 í staðinn fyrir 1786 — árið sem Reykjavík fekk kaupstaðarrétt- indi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.