Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 2
158 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mikil viðbrigði eru það fyrir mann, sem alizt hefir upp á íslandi að koma til Nigeríu. Þar ber fyrst og fremst að nefna loftslagið, en það er þó ólíkt í hinum ýmsu hlut- um landsins. í strandhéruðunum, sem nefnast Vesturland og Austur- land eru hitar miklir, en þó sér þar sjaldan til sólar, því að loft er oftast skýað. Þess vegna er lofts- lagið ákaflega rakt, og þola hvítir menn það illa. Vegna hitanna ganga hvítir menn aðeins í einni skyrtu og stuttbuxum og bogar þó af þeim svitinn svo að þeir verða að hafa skyrtuskifti oft á dag. Menn hengja þá blautu skyrturn- ar upp inni hjá sér til að þurrka þær, en þrátt fyrir það að ekkert gler er þar í gluggum og því alltaf ofurlítill súgur, þá er loftið svo rakt að skyrtumar eru ekki þurr- ar fyrr en eftir sólarhring. Þykir því hvítum mönnum ekkert sæld- arbrauð að vinna þarna. Enskir bankamenn, sem þangað fara, fá því mjög hátt kaup og þurfa ekKi að vinna nema 18 mánuði í senn. Þá er þeim gefið fjögurra mánaða frí og halda þeir fullum launum þann tíma. Með öðrum kjörum fengist menn ekki til þess að vera þama. En svo bætast við ýmsar aðrar plágur, og er skordýraplágan allra verst. í borgunum eru götur frem- ur sóðalegar á okkar mælikvarða. Þar eru opin ræsi og í þau er fleygt öllu sorpi og úrgangi. í þetta safnast svo ódæma ósköp af allskonar flugum, pöddum og stærri skorkvikindum, en yfir þessu er fuglager mikið, því að fuglarnir lifa kóngalífi á þessum kvikindum. Þar er sífelld útrým- ingar barátta. Skordýrin eta allt sem ætilegt er í sorpinu og fuglarn- ir eta svo aftur skorkvikindin. Þess vegna eru fuglarnir friðhelgir þarna, og telja Svertingjar þá sína þörfustu þjóna því að þeir hreinsi svo vel göturnar. Hér er dagur og nótt nokkurn veginn jafn löng og er varla hægt að tala um rökkur. Dagurinn kemur allt í einu, og nóttin skellur á um leið og sól sezt. En þá er ekki gaman að vera úti, því að um leið og dimmir kemur ný plága til sög- unnar. Þá fer malaríu-flugan á kreik og loftið verður þykkt af henni. Og hún bítur svo að maður hefir engan frið. Þurfi hvítur mað- ur að fara út eftir að dimmir, verð-' ur hann að smokka sér úr stutt- buxunum og fara í skósíðar buxur til þess að verja fótleggina fyrir flugnabiti. Nóg er að fá þennan stefnivarg á hendur og úlfliði og í andlitið. Eg hafði látið bólusetja mig við malaríu og tók auk þess inn kínin á hverjum degi, svo að eg sýktist ekki af biti flugunnar. En úlfliðirnir á mér voru eitt flat- særi af biti þeirra og vildi það ekki gróa meðan eg var þar syðra. En undir eins og eg kom til Norður- álfunnar og hafði verið fáa daga í Ítalíu, batnaði þetta af sjálfu sér. Hér sagði betra loftslag til sín. Norður í landi, t. d. í Kano, er miklu heitara heldur en niður við ströndina. Þar kemur ekki dropi úr lofti tímunum saman, alltaf er heiðríkt og sólarhitinn svo steikj- andi, að ekki er úti verandi um miðjan daginn. í miðju landinu er háslétta og þar er bezt að vera, enda flykkjast hvítir menn þangað meðan heitast er. Sunnar í landinu eru voldugir frumskógar og eru þar tré af ótal tegundum. Um þessa frumskóga liggja sums staðar bílvegir svo breiðir, að fjórir bílar geta ekið samhliða. En hátt yfir manni ná greinar trjánna saman, svo það er eins og maður aki þama eftir svimháum laufgöngum. Á seinni árum eru Nigeríumenn farnir að flytja út timbur og ganga þá í skóg- ana þar sem auðveldast er að kom- ast að því að fella trén og draga þau að ánum, sem fleyta þeim nið- ur að ströndum. Er þá ekki verið að velja milli viðartegunda og má sjá í flekunum dýran við og ódýr- an í einni bendu. Mikið er þarna um mahogny og það er svo ódýrt að menn byggja jafnvel lélega geymsluskúra úr því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.