Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 Islenzk skreið i sölutorgi. Fljótin voru áður aðal sam- gönguleiðir í landinu, og eru það að vissu leyti enn, en nú eru komn- ar járnbrautir víða og 'akvegir. Er mikið um bíla í iandinu, enska, þýzka og ameríska, og geisimikil bílaumferð í Lagos. Og mörg eru reiðhjólin. Það er keppikefli allra að eignast reiðhjól. Þau gegna þar hlutverki hestanna á íslandi áður fyrr, eru höfð bæði til reiðar og áburðar. Þegar menn hafa mikið að flytja, raða þeir farangrinum á hjólin, fullklyfja þau og teyma síðan. Sæmilegt gistihús er í Lagos en óvíða annars staðar. í annarri helztu hafnarborginni, Port Harcourt, sem stendur sunnan við Nigerósa, er t. d. ekkert gistihús. En þar hefir stjómin látið reisa einlyfta skála, ekki ósvipaða íbúð- arskálunum í Höfðahverfi í Reykjavík, og eru það gististaðir fyrir aðkomumenn og verða marg- ir gestir að sofa saman í hverju herbergi, og á það ekki vel við hvíta menn. Rafmagn er í borgun- um, en götulýsing mjög bágborin. Það var eitt kvöldið sem eg var í Lagos, að eg fór upp í herbergi mitt og ætlaði að skrifa bréf heim. Malaríuflugan var þá komin á kreik. Glugginn var auðvitað op- inn og inn um hann hafði hún komið. Eg kveikti á rafmagnsljós- inu, en svo var flugnagerið þykkt inni, að ljósið gat enga birtu bor- ið. Sá eg þá minn kost vænstan að skríða sem hvatlegast á bak við flugnanetið, sem var umhverfis rúmið. í gistihúsinu er eldhús og soðið við rafmagn, en aldrei þorði eg að líta þar inn, því að eg bjóst við að eg mundi þá missa alla matarlyst. Annars elda Svertingjar mest úti. Aðal matmálstími þeirra er kl. 6 —7 á kvöldin og má þá sjá loga undir pottum úti fyrir kofum þeirra. Eldsneyti er selt á torg- inu og er ódýrt. Er það bæði timb- ur og myrkjuskánir. Kveikt er upp í timbrinu og mykjuskánirnar síðan lagðar ofan á, því að þær eru drýgra eldsneyti. Sumir nota og kol. Eru góðar kolanámur í landinu og eru kolin seld í litlum pokum á sölutorginu, því að eng- inn kaupir nema lítið í einu. Kon- ur koma á markaðstorgið með inn- kaupatöskur og séð hefi eg þær láta kol, mykjuskán og skreiðarfisk saman í tösku sína, og auðvitað er skreiðin ekki þvegin þegar heim kemur. " Eins og áður er sagt hefi eg ferð- ast fram og aftur um allt landið og kynnzt fjölda Svertingja. Að mínum dómi er fólkið gott, en víða mjög frumstætt og siðir þess og hugsunarháttur ólíkt því sem hér er. Hvergi verð eg var við minni- máttarkennd gagnvart hvítum mönnum, en þeir viðurkenna þó að þeir séu sér fremri um margt, og sérstaklega hafa hvítir prestar og læknar mikið álit í Austurland- inu. Hvergi varð eg þess var að Svertingjum lægi illa orð til hvítra manna, hitt var miklu fremur að eg heyrði Svertingjana hrósa hvítum mömuun mikið, eink- um fyrir það að þeir hefði fært sér svo margt nytsamt, svo sem reiðhjól, bíla, vélar og ótal margt annað. Þegar Svertingjar ávarpa hvíta menn kalla þeir þá jafnaðar- lega herra (master), en hvítir menn ávarpa þá með orðinu „friend“ (vinur). Ekki er menningin komin svo langt, að Svertingjar hafi lært að fara vel með skepnur. Miskunnar- leysi gagnvart dýrunum er bæði Svertingjum og Aröbum í blóð bor- ið. Þessa miskunnarleysis gætir og í viðskiftum þeirra sjálfra. Einu sinni var eg á gangi með Svertingja og kom þá þar að sem karlmaður var að lemja stúlku með hríslu eða lurk. Stúlkan stóð upp við vegg, hágrét og beiddist vægðar og var mjög átakanlegt að horfa á þetta. Eg lét Svertingjann sem með mér var skila til böðulsins að hann skyldi hætta þessum leik, og gerði hann það þegar, enda þykir þeim minkunn að því að láta hvíta menn sjá til sín slíkt athæfi. öðru sinni sá eg tvær fullorðnar konur vera að lúberja telpukrakka, en þær hættu undir eins þegar mig bar þar að. Getur því verið að margt misjafnt sé í fari Svertmgja inn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.