Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 4
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS M;.ður kurlar skreiðina niður í pottinn. byrðis, þótt ferðamenn verði þess ekki varir. Þeim virðist Svertingj- ar yfirleitt mjög rólyndir. Þeir reykja ekki mikið og drekka ekki sterka drykki, og aldrei sá eg þar ölvaðan mann. En hjátrúarfullir eru þeir og trúgjarnir úr hófi fram, og rak eg mig á það nokkr- ur sinnum. Þeir trúa öllu, sem hvítur maður segir, ef þeir þekkja hann eða hafa haft góðar spurnir af honum. En ef þeir verða þess varir að einhver hefir sagt þeim ósatt, eða prettað þá, þá trúa þeir þeim manni aldrei framar. Svertingjar eru gleðskaparmenn og hafa sérstaklega gaman að dansi. Er þá ýmist dansað í ein- hverjum skála, eða undir beru lofti. Eg kom stundum á dansleik hjá þeim og virtust mér flestir dans- arnir vera af evrópskum uppruna. Þó voru þar dansar, sem eg botn- aði ekkert í, og hafa það líklega verið þjóðdansar. Fyrir dansinum leika ágætar hljómsveitir og er atundum einn hvítur maður í þeim. Þá er að minnast á viðskipti okk- ar við Nigeríu, skreiðarsöluna þangað. Eg tel að hægt sé að selja skreið þangað jafnt og þétt allt árið, en sendingar mega ekki vera stórar. Kaupmenn verða að hafa undan að selja, því að ekki geymist skreið- in jafn vel þar eins og hér. Þrjá seínustu mánuði ársins er þó illt að selja skreið til Lagos, því að á þeim tíma veiða þeir sjálfir mikið af smáfiski í net, og er hann seld- ur nýr á markaðnum. Til Lagos fer heldur ekki nema svo sem þriðjungur skreiðarinnflutnings- ins, og aðallega smáfiskur. En stóri fiskurinn fer til Austurlands- ins og inn í land. Ástæðan til þessa er sú, að konurnar í Lagos vilja ekki kaupa meira en rétt í matinn, og til þess nægir þeim einn smá- fiskur. Inni í landi höggva kon- urnar hæfilega mikið af fiskinum í eina máltíð, en hengja hinn bút- inn upp í kofa sínum og geyma. Sölufyrirkomulagið er þannig, að innflytjendur láta flytja fiskinn í geymsluhús, eða skúrbyggingar eða geyma hann þar. Þangað koma svo þeir sem selja fisk á markaðs- torgum og kaupa nokkra pakka. Síðan selja'þeir fiskinn í smásölu á torginu og er hver fiskur verð- lagður. í Lagos er verðið 9—10 pence og upp í 1—2 shillinga, eftir stærð fisksins. En inni í landi er verðið 3—5 shillings, enda er þar seldur stærri fiskur og svo hafa lagst á hann flutningsgjöld. Matreiðslan á fiskinum er mjög ólík því, sem við eigum að venjast. Aldrei er fiskurinn þveginn áður en hann er látinn í pottinn, og ekki er hann heldur lagður í bleyti. Hann er sagaður og höggvinn sund- ur í smábita og síðan er allt soðið í mauk, fiskur, roð og bein, svo að enginn verður úrgangurinn. Pott- urinn, sem soðið er í, stendur alltaf fyrir utan kofadyrnar, og er látið krauma og vella í honum í tvær klukkustundir að minnsta kosti, þangað til úr þessu er orðinn þykkur grautur eða stappa. Út í hana bæta konurnar ótal tegund- um af kryddi og ávöxtum, og er kryddið svo sterkt að þess gætir alls ekki þótt fiskurinn hafi verið maltur eða úldinn. Svo er þetta látið kólna og síðan etið með fingr- unum. Eg snæddi stundum þenn- an mat með þeim, en fekk þá alltaf hhífapör. Að vísu þótti mér mat- reiðslan ekki sem allra snyrtileg- ust, en eg taldi það skyldu mína að láta sem ekkert væri, því að það hefði vakið óþarfa grunsemdir, ef eg hefði ekki viljað borða þann fisk, sem eg var að selja þeim. Það er næsta ótrúlegt hvað alls- konar hleypidómar geta spillt fyr- ir markaði meðal Svertingja. Áður en eg' kom til Nigeríu hafði ein- hver óhlutvandur maður fundið upp á að ljúga því, að fiskarnir væri með mannshaus þegar þeir kæmi úr sjónum. Kom hann þess- ari flugu í munn Svertingja, svo að margir þeirra sögðu mér að þeir væri alveg hættir að eta skreið af þessari ástæðu. Þeim hefir víst iundizt að þeir gerðust mannætur með því! Það þýddi ekkert að ætla sér að sannfæra þá með orðum um að þetta væri vitleysa. En svo vel ft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.