Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 161 Htigleiðing um ÞEGAR svo var komið að Þjóð- verjar sigruðu ekki l^ngur á öll- um vígstöðvum, fóru þeir að tala um leynivopn Hitlers. Og þá var það að Göbbels sálugi hótaði því, að ef Þýzkaland — réttara sagt þriðja ríkið — skyldi sjá sitt ó- vænna í stríðinu, þá mundu „naz- istar skella hurðum sögunnar 1 lás“. Það var ekki aðeins „Unter- gang des Abendlandes" sem vakti fyrir þessum geðveika manni, heldur að þurrka út allt líf á jörð- inni. Og vér vitum nú að kjarn- orkuvopnin eru þess megnug. Það þarf svo sem ekki að fara i neinar grafgötur um það, hvað Hitler mundi hafa gert, ef honum hefði verið fengin kjarnorku- vopnin í hendur á seinustu stundu. Þess vegna má mannkyn- ið þakka forsjóninni fyrir að hún hagaði því þannig, að þeir Musso- lini og Hitler flæmdu með „stjórnvizku" sinni fjölda af mestu vísindamönnum landa sinna í útlegð. Fyrir kaldhæðni örlaganna varð afleiðingin af þessu sú, að Bandaríkin urðu fyrst til þess að smíða kjarna- sprengjur. Vér vitum að kapp- hlaup var um þetta og að Truman forseti hafði fulla ástæðu til þess að verða á undan. En margar and- vökunætur og samvizkukvalir hefir það kostað hann að gefa skipun um að beita þessu vopni. En með því stöðvaði hann stríðið, með því bjargaði hann lífum hundruð þúsunda amerískra her- manna, og með því fékk heimur- kjarnorkuna inn aðvörun um hve hræðilegt vopn þetta er. En hvað mundu Japanir hafa gert, ef þeir heíðu átt kjarnasprengju? Vér þurfum ekki annað en líta á árás þeirra á Pearl Harbour 1941, til þess að fá svarið. En hvað gerðu Rússar? Þeir ráku stórkostlega njósnastarfsemi í löndum bandamanna sinna, við- bjóðslega moldvörpustarfsemi, eins og bezt sést á réttarhöld- unum í Kanada út af þessum njósnum. Svo kom kalda stríðið og Rússum tókst að gera kjarna- sprengjur og hafa nú hvað eftir annað verið að gera tilraunir með þær í Síberíu. Nú er svo komið, að lýðræðið er eina hjálparvon mannkynsins, því að brjálaður einvaldsherra mun ekki hika við, þegar honum býður svo við að horfa, að „þrýsta á hnappinn" og steypa heiminum í glötun. En í lýðræðisríki mundi slíkt ekki geta komið fyrir. Vér vitum nú að tveir einvald- arnir í stærstu einræðisríkjum álfunnar, voru báðir sinnisveikir, og mjög á sama hátt. Þeim var 6ameiginlegt ofsóknaræði, valda- fýsn og stórmennskubrjálæði. Á þessum grundvelli verðum vér að gera oss grein fyrir því hver voði stafar af einvaldi, eink- um hjá stórþjóðum. Sá voði vex hlutfallslega jafnframt því sem eyðileggingarmáttur kjarnorku- vopnanna vex. (Odd Berset). vildi til, að eg hafði í fórum mín- um nokkrar laxamyndir. Þær sýndi eg og sagði þeim, að þannig liti fiskurinn út. Þetta dugði nokk- uð, en á þessu sá eg hve nauðsyn- legt það er að útbýtt sé myndum þar syðra af fiskunum, eins og þeir koma úr sjónum. En hér á íslandi, sem lifir á því að selja fisk til út- landa, var ekki hægt að fá slíkar myndír. í sumar sem leið lét eg því prenta í Þýzkalandi auglýs- ingu með litmyndum af helztu fisktegundum, sem við seljum til Nigeríu, þorski, upsa, ýsu og keilu, og útbýtti þeim víðsvegar um Nigeríu. Þetta hreif, og nú minnist enginn á það framar að mannshaus- ar sé á fiskunum. Þá má geta þess, að fiskkaup- menn kröfðust þess að þunnildi skreiðarfiskanna hengi saman á líf- oddanum. Þeir vildu ekki kaupa íslenzka skreið vegna þess að þar væri rist fram úr. Eg reyndi að sannfæra þá um, að þetta væri miklu betra, með því móti væri auðvelt að ná öllu blóði úr fisk- inum og hreinsa hann. Það töldu þeir engan kost, sögðu að blóðið mætti vel vera kyrrt, og engum dytti í hug að hreinsa fiskinn. Eg spurði þá hvernig á þessu stæði, en þeir sögðu að þegar rist væri fram úr, heldi fólk að fiskurinn hefði orðið sjálfdauður af ástæðu, sem okkur er óskiljanleg, en ekki er hægt að lýsa. Þetta verður ekki kveðið niður jafn auðveldlega og fjarstæðan um mannshausinn, en það sýnir hvað trúgirni og hleypi- dómar geta komið miklu illu til leiðar.----- Eg fæ ekki betur séð, en að skreiðin sé orðin þjóðréttur Nig- eríumanna og að markaður fyrir hana muni haldast þar lengi. Þetta stafar af því, að mataræði er held- ur fábreytt þar í landi. Kartöflur þrífast ekki í landinu vegna hita og korntegundir ekki heldur. Víð- ast hvar eru ávextir aðalfæðan, enda er nóg af þeim, einkum bjúg- aldinum, og verðið ótrúlega lágt. í norðurhluta landsins hafa menn kýr og geitur og annan búpening. Þeir hafa því talsvert af kjöti, enda er mjög lítið keypt af skreið þar. Hún yrði líka dýr, vegna þess að langt er að flytja hana þangað frá hafnarborgunum. Ýmislegt er hægt að gera til þess að auka skreiðarsölu okkar til Nigeríu, enda þótt við eigum þar í harðri samkeppni við Norðmenn. Tillögum mínum um það hefi eg komið á framfæri á réttum stað, og skal því ekki orðlengja um það hér. ----o---- Það er eins og að koma í nýan heim að koma til Nigeríu. Þar er þessi mikli hitabeitisgróður, sem marga dreymir um að sé dásam- legur. Og víst er hann fagur og tilkomumikill, en hefir þó sína ranghverfu. Þar eru eiturslöngur, krókódíiar og aliskonar skaðræöis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.