Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 6
16* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÁLAGABLETTIR HULDUKONA Á URÐARHJALLA Haustið 1897 fluttist eg frá Breiðafirði og réðist vinnumaður hjá Magnúsi Einarssyni, sem þá bjó í Hattardal minni í Súðavík- urhreppi. Var eg þá rúmlega 17 ára að aldri. Reri eg um veturinn á árabáti úti í Höfnum, rétt innan við þann landfræga Amarneshamar, sem nú hafa verið gerð göng í gegnum fyrir bíla. Um sumarið var eg við slátt á túni, en er farið var á engjar, var eg með heyband og rakaði með ítúlkunum, þegar eg átti frístund frá bandinu. Við lágum í tjaldi uppi á svonefndri Háubrekku, og heyuðum þar á víð og dreif í tæp- an mánuð. Var þá ágætt heyskap- arveður, þurrt og gott, en fremur kalt seinustu vikuna. Með mér voru við heyskapinn Guðni Einars- son, bróðir Magnúsar bónda (nú látinn); hann var verkstjóri. Svo var Jón Bjamason er bjó á Kambs- nesi og síðar á Dvergasteini (dáinn fyrir nokkrum árum), óli Andrés- dýr. Hitinn er óþolandi, loftslagið óheilnæmt og þar eru margskonar hitabeltissjúkdómar. En hryllileg- ust eru þó skorkvikindin og mal- aríuplágan. Reynt hefir_verið að ítemma stigu við henni, en það er ekki auðvelt í landi, þar sem rignir jafn mikið, því að flugan lifir í pollunum sem regnvatnið myndar. Suður hjá Nigerósum er og ákaf- lega stór delta, eða landeyar, sem aðallega eru fenjaflóar. Þar mun seint takast að utrýma malaríu- ílugunni. Við íslendingar búum í köldu og hrjóstugu landi og þekkjum ekki plágur hitabeltisins. Ef við þekkt- um þ*r, mundum við ekki vilja akifta á þeúa eg kuldauuxu. son (hann fluttist til Winnipeg og dó þar) og Margrét Bjarnadóttir systir Jóns. Hún á nú heima á ísafirði. Þá var það aðra vikuna sem við vorum á fjallinu, að ákveðið var að slá dálítið hvolf í kring um stóran stein. Gamlar sagnir töldu að þetta væri álagablettur, og illt mundi hljótast af ef sleginn væri. En verkstjórinn taldi það hégilju eina og kerlingabækur, og var á- kveðið að byrja á slættinum eftir hádegi. í þann tíma var siður að hvílast eina stund um hádegið, og var svo drukkið kaffi þegar sá tími var úti. í þetta skipti lögðumst við Jón undir dálítið barð. Jón sofnaði þeg- ar, en mér gekk illa að sofa um hádaginn og var vakandi mestan tímann. Eg held þó að eg hafi blundað um síðir, en hrökk upp við það að mér heyrðist gengið á barðinu fyrir ofan okkur. Eg þýt upp og sé konu ganga út barðið, og hrópa á hana: „Manga, Manga, hvað ertu að villast. Við erum hérna!“ Jón rís upp og segir: „Á hvern ertu að kalla? Það er engin Manga hér“. Segi eg þá við Jón: „Sérðu ekki konuna, sem geng- ur út hjallann?“ í sömu svipan sá eg að þetta var ekki Manga. Þessi kona var í dökku pilsi, grænum bol og með röndótta svuntú. „Það eru bölvaðar oísjónir, en engin kona“, segir Jón. Svo fórum við heim að tjaldi og drukkum kaffið. Var svo byrjað að slá, en Óli gerði það með hálf- um huga. Rætt var um þetta aft- ur og fram í tjaldinu um kvöldið, og voru skiptar skoðanir. Jón og Guöm hræktu hraustlega, en voru þó undir niðri ekki lausir við geig. En Óli var sem á nálum. Heyskapnum var haldið áfram þar til öll fornslægja var upp ur- in, og var ekki framar minnst á þetta. Við komum heim af fjall- inu á laugardagskvöld. Spyr eg þá Magnús þegar að því hvar heyið úr hvolfinu hafi verið látið. Kvað hann það eiga að fara í kúahlöð- una. „Jæja“, segi eg, „en grunur minn er, að hvolfið væri betur óslegið. En það verður nú ekki aftur tekið, og verður auðna að ráða hvemig fer“. Var svo ekki rætt um þetta meira, og fell það 1 gleymsku. Við rerum úti í Höfnum um vet- urinn og bar ekkert til tíðinda fyr en á miðgóu. Þá drepst fyrsta kýr- in hjá Magnúsi úr miltisbrandi. Svo bar ekki á neinu, þar til farið var að láta kýmar út. Þá drapst ársgamall nautkálfur úr sömu veiki. Eftir stuttan tíma fór önnur kýr. Svo var það um miðjan júní, að kýrnar voru fram á eyrunum, bæði kýmar frá Hattardal meiri, ein kýr sem Magnús átti og önnur sem Bjarni átti, faðir Jóns. Sáum við þá um miðjan daginn, að ein kýr- in lá mjög lengi, en hinar voru að bíta. Var þá farið að vitja um kýrnar, og þarna lá þá seinasta xýr Magnúsar steindauð. Um haustið hafði hann átt þrjár kýr og einn griðung, en nú var allt farið og stóð hann uppi alls laus. Kú Bjarna sakaði ekki, og lifði hún lengi eftir þetta. Sannaðist nú hug- boð mitt, að hvolfið hefði betur verið óslegið. Hygg ég að huldu- konan hafi vitað um hættuna og ætlað að tala til mín meðan ég lá og hvíldist, en ekki getað það vegna þess hvað eg svaf laust. Síð- an hefir hvolfið aldrei verið slegið, svo að eg viti, enda er nú hætt aö heya á fjalli.------—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.