Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 Byggingar í hættu JÖRÐIN gleypir handaverk mann- anna. Fornar borgir, sem einu sinni voru glæsilegar og stóðu hátt, eru horfnar niður í jörðina og forn- leifafræðingar verða að grafa djúpt eftir þeim. Sums staðar er þetta vegna þess, að grunnur þeirra hefir sigið, sums staðar hefir áfok fært þær í kaf. Á ýmsum stöðum í heiminum eru stórbyggingar nú í hættu, vegna þess að grundvöllur þeirra er eigi nógu traustur. Svo er um skakka tuminn í Piza. Hann var með vilja látinn hallast upphaflega, til þess að hann skæri sig úr um byggingarlist. En hann hefir verið að hallast meira og meira, og nú er svo komið að hallinn á turnin- um er orðinn 17 fet, og ágerist stöðugt, vegna þess að grunnurinn lætur undan þeim megin sem hall- inn er. Búast menn við því að bráðlega verði að fella turninn, svo að hann hrynji ekki sjálfur. Víða er það sem grundvöllur stórborga er ekki öruggur, en verst er þetta þó í Mexikóborg. Allt miðbik borgarinnar -sígur jafnt og þétt. Námaskólinn, sem er mikið steinhús, hefir sigið fjögur fet um miðbikið. Listasafnahöllin, sem áð- ur var með háum tröppum, er nú sokkin svo, að tröppumar eru horfnar og gengið inn í hana slétt af götunni. Nýar byggingar eru einnig að síga. Strætin í miðborg- inni lækka um 12—14 þumlunga á ári. í göngunum um haustið fund- um við beinagrind úr kind, ofan til við hvolfið. Má vera að þaðan hafi komið sýkillinn, sem varð kúnum að bana. Ástæðan til þessa er sú, að und- irstaða borgarinnar er gömul eld- fjallaaska, vikurkennt duft, sem hefir sogið í sig mikið af vatni. Þegar stórhýsi eru nú reist á þessu, þjappast askan saman undan þunga þeirra, og við það síast vatnið úr henni, og afleiðingin verður sú að askan þjappast æ meira saman. Vatnið kemur fram í uppsprettum, og hver lítri af því verður þess valdandi að borgin sekkur meira. í Feneyum er ástandið ekki betra. Þar er undirstaða húsanna, sem öll em byggð á vatnsbökkum, gerð úr timbri, þannig að trjábol- um var raðað saman og steypt á milli þeirra. Neðstu tjábolirnir hafa haldizt ófúnir, vegna þess að vatn liggur alltaf á þeim, en efri trjábolirnir, sem loft kemst að, em famir að fúna. Þrjú þúsund hallir og önnur hús eru komin að því að falla niður í skurðina. Þar finnst varla nokkur bygging, sem ekki er orðin skökk. Hólmamir, sem hús- in standa á, hafa sigið, svo að þar sem áður voru tröppur við bakk- ana, þá em þær nú komnar á kaf í vatn. Ástandið er svo ískyggilegt, að menn gera ráð fyrir því að Fen- eyar verði komnar í rústir eftir hálfa öld. / Landsig hefir gert vart við sig á Long Beach í Kaliforníu og á La Guardia flugvellinum hjá New York. Hjá Long Beach stafar þetta af því hve mikið hefir verið tekið af olíu og jarðgasi þar úr jörð. En La Guardia flugvöllurinn var gerð- ur á gömlum öskuhaugum og þar hefir yfirborðið sums staðar lækk- að um 8 fet. Flugskálinn sjálfur stendur á dúnkröftum og er hægt að hækka hann eftir því sem land- ið sígur. Þessir eru þeir helztu staðir, þar sem um mikið landsig er að ræða. En svo em mörg merk hús, sem standa á viðsjálli undirstöðu. Svo er um Hvíta húsið í Washington, Westminster dómkirkjuna og St. Pálskirkjuna í London, dómkirkj- urnar í Strassburg og Beauvais, og Þrenningarkirkjuna í New York. Lítil hætta er á því, að nýtízku stórhýsi muni skemmast vegna þess að grunnar þeirra bili. Það er orðin ný fræðigrein, að ganga svo frá undirstöðum húsa, að eng- in hætta sé á því að þau sígi. Þekk- ing á þessu fekkst fyrst þegar neð- anjarðar járnbrautargöngin voru gerð í New York, því að þá þurfti að treysta undirstöður húsa á 50 mílna löngum vegarkafla. Einstaka sinnum heyrast raddir um það, að Manhattaney muni síga og sökkva vegna stórbygginga þeirra, sem þar eru. Þungi ský- skafanna muni þrýsta landinu niður. En verkfræðingar segja að þetta sé bábylja ein, Manhattan sé vel fær um að bera þunga stór- hýsanna, því að hún hafi létzt ekki minna en þunga þeirra nemur. — Efnið í 20 hæða húsi sé t. d. 12 þús. smálestir, en efnið, sem tekið hafi verið og flutt burt þeg- ar kjallarar þessara húsa voru gerðir, muni nema 20—40 þús. smá- lestum á hvert hús. Auk þess sé húsin alltaf að verða léttari og léttari, eftir því sem meira er not- að í þau af aluminium. Nýtízku skrifstofuhöll, 25 hæðir, vegi nú ekki meira en 12 feta dýpt af jarð- vegi með sama flatarmáli og grunnur hússins er. Bent er á, að Empire State Bulding, sem reist var á árunum 1930—31, hafi ekki sigið meira en verkfræðingarnir höfðu gert ráð fyrir, eða um Va úr þumlungi. Helgi frá Súðavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.