Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 8
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKUCGSJÁ REYKJAVÍKUR Seint á 19. öld var hér enn danskur bœr iii. SABINE BARING-GOULD ferð- aðist hér 1863. Segir Þorvaldur Thoroddsen að ferðabók hans sé yfirleitt meinlaus og geti orðið til nokkurs gagns fyrir útlend- inga, er áður hafi verið ófróðir um landið. En hætt er við að þeir útlendingar hafi ekki feng- ið mikið álit á Reykvikingum við lestur bókarinnar. Að morgni 16. júní komum við til Reykjavíkur. Þá var suðaustan vindur og gekk með hvössum regn- skúrum. Eg fór til veitingahússins og fekk þar inni. Okkur var lofað miðdegisverði eftir klukkustund og Jörgensen veitingamaður lofaði að hýsa okkur og fæða fyrir spesíu- ríkisdal (4 s. 6 p.) á dag, en drykkj- arföng yrðum við að greiða auk- reitis. Reykjavík er samsafn af timb- urskálum og hafa þeir verið reistir hvar sem hverjum þóknaðist. Sum húsin eru hvít, en langflest svört, sum með grænum gluggum, önnur með gulum. Þökin eru einnig úr timbri og máluð ýmist svört eða grá. Bærinn stendur milli sjávar og tjarnar, sem er full af slýi og viltum fuglum. Til beggja handa eru 300—400 feta háar hæðir. Efst á annari stendur vindmylna, en á hinni trúboðsstöð kaþólskra. Rétt hjá tjörninni er grasi gróinn völlur eða markaðstorg og þar stendur dómkirkjan, en skáhalt við hana er franska konsúlatið og lyfjabúðin undir einu þaki. Hér eru aðeins tvær götur og eiga þó tæplega götunafn skilið. Önnur liggur frá landgöngu- brúnni upp að veitingahúsinu og kaliast Aðalstræti. Þar er umboðs- maður gufuskipsins og prentsmiðj- an. Hin gatan liggur þvert á hana og endar á brú yfir læk, sem rennur úr tjörninni. Hér á land- fógetinn heima og Pétur Péturs- son forstöðumaður prestaskólans. Meðfram sjónum er röð af kaup- mannabúðum. Um leið og kemur út fyrir þetta hverfi tekur við óþolandi lykt frá lcotunum. Þar hefir allskonar rusli, úldnum fiski, úrgangi og ösku verið fleygt út á víðavang, svo að það geti skolast burt með rigningavatni, eða troðist niður af fótgangandi mönnum. Eldsneytið er þurrkaður þari, fiskabein og hvers konar rusl, sem hægt er að brenna. Það er því skiljanlegt að reykurinn af þessu sé ekki góður í vitum. Það er eins og íslendingar séu lyktarlausir, og það er gott fyrir þá, því að hér er ekkert sem það skilningarvit gleður, en nóg tæki- færi að ofbjóða því. Mikil nef- tóbaksnautn mun eiga sinn þátt í ólyktnæmi manna. Náttúran hefði helzt átt að snúa við nefjum þeirra, svo að þeir gæti fyllt þau rækilega með tóbaki. Það er sagt um Charlottu drottningu að hún hafi raðað neftóbaki á silkiermi sína og sogið það svo upp í nefið. íslenzkar konur, sem komnar eru til fullorðins ára, fara líkt að. Þær raða tóbakinu á handarbakið frá úlfliði og fram á hnúa. Þarna er stórt hús og nokkrir menn uppi á þakinu að gera við það, og þeir taka í nefið í hvert sinn sem þeir hafa rekið nagla. Þetta er latínuskólinn. Þar eru nú 46 piltar við nám, og er það ekki mikið þegar þess er gætt, að þetta er eini skólinn í landinu. En for- eldrar tregðast við að senda syni sína í skóla, því að þeir eru hræddir um að glæsileiki þessara Iíort aí Reykjavík 1863 (Baring- Couid)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.