Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1W Hólvyallirmylna. 40—50 skólapilta, sem hér eru, muni spilla þei'm. Þeir eru líka hræddir um að piltarnir verði svo hrifnir af þrifnaði Dana, að þeir vilji ekki hverfa heim aftur. Því að Reykjavík er danskur bær; dansk- ur klæðaburður, dönsk tízka, dönsk snyrtimennska, og danskt mataræði er þar. — í skólanura er lögð mikil áherzla á að halda við hreinleik íslenzkrar tungu, sem hefir spillzt mjög í Reykja- vík og nágrenni. Hjá læknum er bústaður bisk- ups, tjargað timburhús og einna líkast húsi frumbýlings inni í frumskógum Kanada. Eg sá blóm í gluggunum og litlar stúlkur gægj- ast út á milli þeirra. Stiftamtmannshúsið er úr steini og var kalkað á dögum Jörundar. Þar við vegginn stendur lítið tré, um 12 fet á hæð. Þetta var upp- haflega tukthús, en vegna þess að íslendingar eru of latir til þess að vera glæpamenn, og vegna þess að húsið hafði staðið autt um hríð, var það gert að bústað stiftamt- manns. Það hefir svo sem ekkert til síns ágætis, gæti vel verið geymsluskemma á einhverjum hafnarbakka. Stiftamtmaður er póstmeistari og öll bréf til Englands eiga því að sendast til hans. En þar sem afgreiðslan er ekki í bezta lagi, þá keppast dönsku kaupmennirnir um að koma bréfum sínum á skip- stjóra „Arcturus“. Eg hefi sjálfur fengið bréf send á skotspónum frá íslandi, en þau bréf, sem sett voru í póst, fekk eg aldrei. Og þegar eg fór frá Reykjavík var eg hlað- inn bréfum, sem menn báðu mig að setja í póst í Englandi, sum voru til Danmerkur, önnur til Frakklands og Þýzkalands. Svona lítið álit hafa menn á póststofu ríkisst j órnarinnar. Nú skulum við halda niður göt- una og sneiða hjá fulla mannin- um, sem þarna liggur og engist sundur og saman af ekka, eins og hjarta hans ætli að bresta, allt út af því að félagi hans, sem er jafn drukkinn, vildi ekki standa kyrr á meðan hann sparkaði í hann. Eg geng að kirkjunni. Á henni er turn, einhver hin hryllileg- asta smíð sem nokkur mannshugur og hönd hefir skapað. Hliðarnar eru íhvolfar, þakið söðulbakað og tjargað og þar uppi vindhani, sem snýst í sífellu. Ekki er kirkjan betri að innan. Þar eru svalir, sennilega til að auka á ófreskju- svipinn, því að söfnuðurinn kemst allur fyrir á kirkjugólfi. Þar geta setið 3—400 manns og á sumrin koma ekki nema 50—80 í kirkju af þeim 1400 sálum, sem í bænum eru. Þrep eru upp í kórinn. Loftið í honum er blátt með gylltum stjörnum. Þar er enginn austur- gluggi, heldur „baldacchino" með mynd af upprisunni, viðvanings- lega gerð og litir slæmir, auðsjá- anlega af versta „sentimala“ mál- araskóla Frakka. Látúnskerta- stjakarnir mundu sóma sér betur í drykkjukrá. Skírnarlaug Thor- valdsens er lystilegt smíði en ímynd heiðins altaris. (Hann skoðaði kirkjuskrúðann og var hrifinn af biskupskápu Jóns Ara- sonar). Öðrum megin í kirkjunni er hryllilegur prédikunarstóll en hinum megin stúkur stiftamt- manns og biskups. Uppi á hanabjálka kirkjunnar er almennings bókasafn, um 8000 bindi, aðallega danskar og íslenzk- ar bækur. Þaðan fór ég til silfursmiðsins,* og gekk upp hæðina, kleif yfirgrjót garð og kom að húsi, sem enginn vegur lá að. Keypti eg þar nokkra muni og fór svo niður í bæinn aft- ur. Þar er hver kaupmannsbúðin við aðra og yfir þeim blakta danskir fánar — hið eina er setur ofurlítinn svip á Reykjavík. En lyktin, maður! Fyrir framan hverja búð eru hrúgur af saltfiski og strigi breiddur yfir. Bærinn er fullur af iðjuleysingj- um, sem elta ókunnan mann á röndum, það er að segja, ef þeir geta gengið jafn hratt og hann. Þeir hanga umhveríis búðirnar eins og mý á mykjuskán. Þeir •Það mun hafa verið Jofet Einars- son, sem bjó í Norðu'bæ, þar sem nú maeUst Garóastræti og Vesturgata.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.