Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 10
1M LESBÓK MORGUNBLAÐSINS elta mlg í hópum inn í búðimar og eru svo nærgöngulir að eg gei varla snúið mér við. Þeir hlusta á það sem eg segi, horfa á mig frá hvirfli til ilja og spyrja hvað föt- in mín kosti. Auðvitað ætlaði eg ekki að selja þau. Þeir þreifa á sokkunum mínum og hlæja að því hvað þeir séu lausprjónaðir. Þeir gera athugasemdir um innkaup mín og vilja fá að skoða í pen- ingabudduna mína. Eg vil það ekki og særi með því hálfa tylft manna. Þeir taka af mér sjóhattinn, sem ég hafði keypt og ætla að setja hann upp, en eg þríf hann af þeim. Þá segja þeir kaupmanni að hann hafi selt sjóhattinn of ódýrt. Þeir gera sér dælt við mig, vilja taka í hönd mína, spyrja hvað ég heiti, hvað faðir minn hafi heitið og hver hafi verið móðir mín. Þeir bjóða mér í nefið úr hornbaukum sínum, sem stungið er upp í nös- ina, höfuðið síðan keyrt aftur á bak og nefið troðfyllt af tóbaki. Einn þeirra — mjög skítugur og mjög drukkinn — fer fram á það að eg kyssi sig, en það er algeng íslenzk kveðja. Og þegar kaup- maður segir honum að slíkt sé ekki siður í Englandi, þá kyssir hann alla, sem eru í búðinni og faðmar seinast kaupmanninn að sér yfir búðarborðið. Eg fór upp í Latínuskóla að heimsækja rektor. Mér var vísað upp brattan stiga og fyrir endan- um á löngum gangi var íbúð rekt- ors. Þar kom eg inn í stofu með góðum húsgögnum, tjöldum fyrir gluggum og frönskum myndum á veggjum. Úti í horni var gljá- fægður ofn, og yfir honum var höggmynd af fallegu og gáfulegu mannshöfði í fullri stærð. Það var með hörundslit og roði í kinnum. Augun voru lokuð, en augnahar, augnabrúnir og hár málað brúnt. Þessi merkilega mynd var gerð eftir höfuði rektors, meðan hann var ungur, og það er vonandi að hún verði ávallt í skólanum til minningar um þann mann, sem mest hefir gert að því að auka þekkingu í landinu. — Áður en eg færi frá Reykjavík heimsótti eg kaþólsku trúboðs- stöðina. Kom eg þar að snotrum bóndabæ. Þar var áður mikið tún, en nú hefir presturinn ónýtt það með því að ætla að koma þar á franskri ræktun. Eg hitti prest úti. hann gekk þar í skjóli hússins og var mjög dúðaður. Hann bauð mér inn og áttum við langt tal saman, „Er ekki stórkostleg náttúrufeg- urð hér í landi?“ spurði ég. „Ekki vantar það að náttúran sé stórkostleg“, sagði hann, „en það er Satan sem hefir sett sitt stór- kostlega mark á þetta land. Hafið þér nokkum tíma heyrt hvað Danir segja um það hvernig ísland sé til orðið?“ „Aldrei“, sagði ég. „Jæja, eftir að guð hafði skapað heiminn fann Satan til minnimátt- ar, en hugsaði með sér að hann skyldi skapa líka. En hvað varð úr því? ísland! Þetta gefur yður hug- mynd um hvernig landið muni vera — hræðilegt og ljótt. Það minnir mann á Inferno Dantes!“ — Þess ber að geta hér, að þegar Baring-Gould hafði ferðast víðs- vegar 'um landið var hann svo hrifinn af fegurð þess, að hann einsetti sér að koma aftur sem fyrst. S. E. WALLER ferðaðist á ís- landi 1872 „og er bók hans mein- laus og gagnlaus", segir Þorvald- ur Thoroddsen. Hann á þar við að hún hafi ekki neitt vísinda- legt gildk- Snemma á sunnudagsmorgun sáum við höfuðborg íslands í fyrsta sinn, en ég verð að viðurkenna, að mér fannst ekkert aðlaðandi við þyrpingu hinna lágu timburhúsa þar í kvosinni. Við fórum í land og lentum við eina af þ’essum litlu og svörtu timburbryggjum, sem ætlaðar eru bæði fólki og varningi. Um sama leyti var heldra fólkið í Reykjavík að koma úr kirkju og gafst okkur gott tækifæri til þess að athuga útlit þess og klæða- burð. Margar konur höfðu yfir sér enskar og danskar sólhlífar, en flestar skýldu sér þó ekki með öðru en skotthúfunni, sem allar nota, bæði úti og inni. Flestar voru þær dökkklæddar. Karlmenn voru allir í dökkum fötum, og langflest- ir voru með kringlótta flókahatta á höfði. Tóku þeir óspart ofan og hneigðu sig djúpt fyrir okkur. Reykjavík hefir verið lýst svo oft, að ég get sagt fátt um hana. Þar eru götur, sem skerast horn- rétt. Húsin dökk eða hvít og lang- flest einlyft. Opin göturæsi, sterk- ur daunn, engin tré eða blóm. Allt þetta gerir bæinn ömurlegan. En íbúamir draga ekki dám af honum. Þeir eru afkomendur hraustra forfeðra, kjarna norsku þjóðarinnar; bókmenntir þeirra á miðöldum voru fremstar í Evrópu, og eru víðfrægar enn. En litla borgin þeirra hefir á sér svip fiski- þorps. Að vísu eru þar stærri hús en einlyft, svo sem Latínuskólinn og kirkjan, en eru öll gjörsneidd fegurð í byggingarstíl. GARVAGH LÁVARÐUR kom hingað með póstskipinu „Diana“ 1872. Hann ferðaðist nokkuð um landið og ætlaði héðan til Noregs. En er honum líkaði ekki skipið, sem hann átti kost á að fara með, gerði hann sér lítið fyrir og leigði sér skip í Reykjavík til Noregs. Það sýnir að ekki þurftu allir á þeim árum að horfa í ferðakostn- aðinn. Hann er fáorður um Reykjavík. Segist hafa farið í dómkirkjuna daginn eftir að hann kom, og þar hafi aðallega verið fátækara fólkið, að því er sér hafi virzt, en sungið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.