Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Skólav&rð&n 1868. ágætlega. í kirkjunni sé ekkert markvert nema skírnarlaug Thor- valdsens. Kirkjan sé orðin hrörleg, enda þótt hún sé ekki gömul. Hann segir að borgin sé björt og viðkunnanleg, vel skipulögð og mættu margir í öðrum löndum öfunda „betri stéttina“ hér af húsakynnum hennar og lifnaðar- háttum. Gestrisna sé svo mikil að ferðamenn gangi hús úr húsi, þurfi ekki nein meðmæli og sé alls staðar velkomnir. Um greind standi Reykvíkingar íbúum ann- arra höfuðborga fyllilega á sporði. Hann segir að það hafi ekki verið siður að konur sætu til borðs með karlmönnum í heimahúsum, en hafi beðið þeirra í annarri stofu og þangað hafi þeir svo komið að máltíð lokinni og þakkað þeim með handabandi fyrir matinn. Hann kom oft í bókasafnið, sem þá var geymt á kirkjuloftinu (þar var forngripasafnið einnig), en segist hafa haft lítið gagn af bók- unum, því að þær hafi flestar ver- ið á íslenzku. „Þetta mál er ekki afspringur neins annars máls í veröldinni, en danska, norska og sænska eru afbrigði af því.“ Hann segist fyrst hafa séð í íslenzku blaði, að Stanley hefði fundið Livingstone. Kaffi var oftast borið á borð, aa hjá Jens Sigurðssyni reKtor báru dæturnar fram „dásamlegan rjóma“ (það hefir líklega verið rjómaskyr) og þar með gaml&r og þungar silfurskeiðar. Hann ætlaði með skipinu „Jón Sigurðsson“ til Noregs, en leizt ekki á það og leigði sér 26 lesta bát í Reykjavík og sigjdi á hon- um til Noregs. Segir hann í dag- bók sinni að hann kveðji ísland með sáruna söknuði. R. ANGUS SMITH kom hingað á skemmtiferðaskipi 1873. Hann er hissa á því að hér skuli vera söxnu siðir og annars staðar. Enski veit- ingamaðurinn, sem hann getur um, veit William Askam, sem þá hafði key.pt hótelið af Jörgensen. Ekki voru Reykvíkingar að hafa orð á því að Kelsall hefði gefið latínuskólanum bókasafn og bók- hlöðu í viðurkenningarskyni fyr- ir bókmenntir íslendinga. Ströndin er ólík því, sem er hjá okkur, þar sem eru skínandi hvítir kvartsmolar, kalksteinn og ljós sandur. Hér er allt svart, svart hraun, svört möl og svartur sand- ur í fjörunni. Skammt frá fjörunni voru versl- unarhúsin. Þau eru snotur og ný- máluð. Búðirnar snúa fram að götu. Yfirleitt er norskur svipur á húsunum, þótt langt só uú síö- an löndin voru aðskilin. Þeim *vip- ar til myndarinnar af gamla skál- anum í Njáluþýðingu Dasents, enda var sú mynd gerð af Reýk- víkingi. * Frú Hjaltalín kom um borð og við fórum með henni til frænda hennar, Stephensens. Annar er lögfræðingur, hinn mjög gjörfuleg- ur sveitarprestur. Frúin í húsinu kunni ekki ensku, en allir karl- mennirnir töluðu ensku vel. Þetta kom okkur þægilega á óvart. Okk- ur hafði verið sagt, að við yrðum að tala latínu. Dufferin lávarður hafði orðið að halda ræður sínar á latínu, og Symington skrifaðist á við kunningja sína á latínu, eft- ir að hann kom úr íslandsförinni. Nú er allt breytt. Menn, sem áður skrifuðu latínu, skrifa nú á ensku. Frú Stephensen færði okkur kaffi og ágætt sætabrauð, og okkur þótti þetta miklu betri góðgerðir en vín eða viský; þó var kaffið of sterkt. Okkur þótti það merkilegt að þarna voru allir siðir eins og hjá okkur. Fyrir eitthvað 30 árum kom nafnfrægur þýzkur prófessor til íslands. Kona nokkur framreiddi kaffi og hún vár vel að sér í bók- menntum. Hún ræddi um Virgil og Homer, en varð það þá á, að hella kaffinu utan hjá bollanum ofan á borðið. En hún gerði sér hægt um vik, strauk kaffið með fingrunum ofan í bollann og rétti hann svo að prófessornum. Tím- arnir eru breyttir. Virgil er ekki lengur umræðuefni, latína er sjaldan töluð og borðsiðir eru orðn- ir eins og í stórborgum álfunnar. Þeir Stephensensbræður fóru með okkur inn í laugamar. Þar hittum við nokkrar þvottakonur. Það er ekki að furða þótt fólk noti heita vatnið, þar sem lítið er um eldsneyti. Það var vegna reyksins upp af laugum þessum að bærinn fekk nafn sitt og var látinn heita Reykjavík, alveg eins og Edinborg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.