Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Page 12
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þingholtin 1873 (Angus Smith). var áður kölluð Old Reekie. Og enn rýkur hér eftir þúsund ár. En enginn hefir flutt hitann inn í bæinn, vegna þess að tvær mílui eru þar á milli, og enginn hefi byggt þvottahús hér. Við heimsóttum Jón Ámason latínuskólanum. Þar nema ungi menn, sem ætla að fara til háskól ans í Kaupmannahöfn. Þeir eru klæddir eins og þýzkir og norræn- ir stúdentar. Það er furðulegt, hvað húsakynni eru lík í Þýzka- landi, Danmörk, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Þar tekur víst hver eftir öðrum. Stofurnar eru líkar kenn- arastofum í Þýzkalandi og kenn- ararnir eru eins og þýzkir prófess- orar; en skólastofurnar eru eins og í skozkum sveitarskólum — hall- fleytt borð, löðrandi í blekslettum og útkrotuð. Þarna er einn svefn- salur fyrir 30 nemendur. Rúmin voru dökkleit og ógirnileg. Hjá skólanum er sérstakt bókasafns- hús. Það er gjöf frá Thomas Kel- sall í Lancashire. Meira fengum við ekki að heyra um hann. Uppi á kirkjulofti er annað bóka- safn og lesstofa. Þar var enginn að lesa. Þarna geymir Jón Árna- son handritasafn sitt, 220 bindi og vill gjarna selja það til Englands. Þar er líka forngripasafnið og heldur fáskrúðugt. Meira hlýtur að finnast á íslandi. Hver veit nema þar finnist steinvopn, sem sanna að þar hafi verið byggð áð- ur en Ingólfur Arnarson kom? Búðirnar, einar tólf, voru fullar af fólki allan daginn fram á kvöld. Á vetrum kemur þar enginn. Við keyptum nokkra silfurgripi, því að ísland er frægt fyrir þá. Tveir silfursmiðir eru í Reykja- vík, en þeir höfðu fátt að selja. Víravirkið þeirra minnir mjög á silfursmíð í Marokko og öðrum Miðjarðarhafslöndum. Við gengum um bæinn og skoð- uðum gistihúsið, eða veitingahús- ið. Það er lítið og þar eru lítil þægindi. Þar gengum við upp snar- brattan stiga og koraum upp í snot- urt herbergi með tveimur glugg- um. Annar var opinn og sólin skein inn og þarna var óþægilega heitt. Þarna hittum við mann frá Yorks- hire, sem sagðist hafa keypt húsið og ætla að stækka það vegna ferða- manna. Og hann sagðist ætla að hafa þar 100 hesta handa þeim. ■ (Sem stendur verða bæarmenn að hýsa gesti). Ekki getum við tekið undir það, sem sagt hefir verið að íslendingar sé drykkfelldir. Við sáum engan betlara og engan ölvaðan mann á götum Reykjavíkur. Eitt kvöldið rerum við þrír út fyrir Örfirisey að fiska og fengum þar 130 fiska á rúmri klukkustund. Þeir voru ekki stórir né verðmæt- ir; aðallega upsi og marhnútur, en þó fallegir þaraþyrsklingar innan um. Þar sáum við stóran sel hvað eftir annað. Honum hefir víst fund- izt eins og okkur, að hér væri góð veiði. Á sunnudag fórum við öll í kirkju. Þar fór fram lútersk guðs- þjónusta, en siðir virðast allir eldri en þeir, sem eg hefi kynnzt í Þýzkalandi. Prestur syngur og tónar lengstum og stundum er eins og hann syngi einsöng fyrir alt- arinu. Meira. Skraddari hafði fengið sér sauma- stofu, en í sömu göíu voru tveir skradd- arar fyrir. Annar þeirra auglýsti í glugga sínum: Bezti skraddari í borg- inni. Hinn hafði tekið af skarið og auglýsti: Bezti skraddari í heiminum! Sá nýkomni dó þó ekki ráðalaus. Hann auglýsti í búðarglugga sínum: Bezti skraddarinn í þessari götu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.