Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Ekki slæmt ástand Á UNDANFÖRNUM árum hefir mikið verið rætt um kynþáttahatur og ofsóknir gegn þeldökkum mörnium í Suður Afríku. Og hvað eftir annað hefir þessu máli verið meyft á þingi Sameinuðu þjóðanna. Er hér um undirróður kommúnista að ræða til þess að spilla sambúð vestrænna ríkja, Hér er sannari frásögn um ástandið þar í landi, rituð af Samuel Pauw, rektor háskólans í Pretoria. DÚASTRÍÐIÐ, sem kallað var, minnir yður á það, að Suður- afríkumenn voru einu sinni kall- aðir Búar. Búi er sama og bóndi, og þá vorum vér allir bændur. Fyrir einni öld var engin borg í Suðurafríku. Höfðaborg var fyrsti vísirinn, en þar voru þá ekki nema 10.000 hræður. Höfuðborgin Pretoria helt fyrir skömmu upp á aldarafmæli sitt, og stærsta borg- in í landinu, Jóhannesarborg, er ekki nema 70 ára gömul. Búarnir námu land í inum víð- áttumiklu óbyggðu löndum þar syðra, og um tvær aldir voru þeir einangraðir frá Evrópu og um- heiminum. í lok þessa tímabils áttu þeir hvorki peninga né vélar, en þeir áttu önnur auðæfi, sem voru þeim meira virði. Þeir vissu að til var margt, \sem ekki var hægt að fá fyrir peninga og að auður og óhóf er hvorki upphaf né endir tilverunnar. Því var það, að er demantar fundust í landeign þeirra, urðu þeir ekki ginkeyptir fyrir því. Þeir seldu jarðir sínar fyrir miklu lægra verð en þeir gátu fengið fyrir þær og fluttust lengra inn í landið til þess að geta notið þar friðar og verið lausir við allan þann gauragang, sem varð hjá námunum. En þeir gátu ekki forðast marg- mennið til langframa. Námabúð- irnar breyttust í borgir og áhrifa þeirra gætti um land allt. Það voru útlendingar, sem reistu þessar borgir, og þeir fluttu með sér nýa siði og lifnaðarháttu. Hér hlaut tveimur ólíkum menn- ingum að lenda í hörku. Þær gátu ekki sameinast. Óánægja magnað- ist þangað til upp úr sauð, og þá hófst Búastríðið, sem stóð 1899— 1902. í sögu Breta var þetta aðeins tilviljun, en frá okkar sjónarmiði var þetta frelsisstríð, og stórkost- legasti atburðurinn í sögu vorri. Vér biðum ósigur og töpuðum frelsinu, sú er endurminning vor. Árið 1895 breiddist enskan svo óðíluga út í Suðurafríku, að Oliver Schreiner, sem var vinur Búa, spáði því að tunga þeirra mundi líða undir lok. En spádómur hans hefir ekki ræzt. Kæruleysinu í þessu efni var lokið með stríðinu. Stríðið vakti þjóðerniskennd vora og þjóðarmetnað. Vér vildum vera frjálsir og ráða oss sjálfir. Þetta hefir haldizt í rúm 50 ár. Fyrir 50 árum skiptist þjóðin í tvo flokka og milli þeirra var reg- indjúp staðfest. Stríðinu var lok- ið, en friður var ekki kominn á. Sigraðir, sárfátækir og gramir hurfu Búar aftur til einangrunar- innar í sveitunum. í borgunum réðu inir sigursælu og auðugu Englendingar öllu. Rúmlega helmingur þeirra hvítra manna, sem þá áttu heima í Höfða- borg, Pretoria, Jóhannesborg og Durban, var fæddur erlendis. Búar voru eigi aðeins illa séðir í borgunum, heldur var þeim mein- illa við borgirnar og Jóhannesar- borg kölluðu þeir meira að segja „Glæpaháskólann“. En fátækt og erfiðleikar jukust í sveitunum og smátt og smátt neyddust Búar til þess að leita sér atvinnu í borgunum. „Hvítu fá- tæklingarnir" voru þá helzta vandamál ríkisins. Og það var ekki nema ein lausn á fátæktinni: að flytjast til borganna. Þótt Búar væri með öllu ókunn- ir atvinnuháttum borganna og skorti þekkingu og reynslu, náðu þeir þó furðu fljótt fótfestu þar. Fyrsta stóra tækifærið bauðst þeim 1907, þegar atvinnuveitendur not- uðu þá til þess að brjóta niður verkfall hvítra verkamanna. Þá sýndu Búar að þeir voru duglegir til vinnu og upp frá því var það venja að láta þá vinna í námun- um. Fáum árum seinna voru flest- ir námamenn Búar. Eftir því sem viðskipti jukust varð hörgull á mönnum. Englend- ingar sátu sjálfir að beztu stöð- unum, og þá fóru þeir að ráða Búa í inar lægri stöður. Þannig kom- ust Búar inn í fjölda margar starfs- greinir, fyrst sem lágt launaðir að- stoðarmenn, en unnu sig síðar upp og komust í æðstu stöður. Árið 1921 skipuðu erlendir menn meiri hluta í stjórnum allra fyrjr- tækja en eftir það fóru Búar að vinna á. Þannig hefir atvinnulíf Búanna breyzt gjörsamlega. Þeir eru nú ekki eingöngu bændur, heldur eru þeir í öllum starfsgreinum borg- anna. Þetta hefir orðið til þess að þeir hafa dreifzt víðsvegar um landið. Fyrir 50 árum voru aðeins 8% af Búum í stórborgunum, en nú 37%. í smærri borgum og þorpum á nú þriðjungur þeirra heima, en aðeins 30% í sveitunum. Fyrir 50 árum heyrðist varla talað annað mál en enska í borg- unum. Nú er svo komið að fleiri tala þar afríkönsku en ensku. Og þessi breyting kemur fram í kosn- ingaúrslitum. Stjórnmálin skipta mönnum í flokka eftir tungum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.