Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 um hafði hann franska leikfimiskó, og var maðurinn þó ekki fimleikalegur. Þrennar dyr eru á höllinni út í garð- inn og við hverjar þeirra hengu nokkr- ir af þjónum konungs. Þeir hreyfðu sig ekki nema er tilefni gafst, eins og t. d. þegar hans hátign fleygði sígar- ettubút á gólfið, eða ræskti sig og skirpti í allar áttir. Þá hlupu þjón- amir til og tóku þetta upp — hrákana líKa — og neru þessu inn í lófa sína, til þess að enginn óhlutvandur maður gæti náð í það og notað til geminga gegn konunginum. Okkur þótti furðu legt að mennirnir skyldu láta sér slíkt sæma, því að Mossis eru mjög vandir að virðingu sinni. Þeir hafa það orð á sér að vera stærilátir og herskáir, og óttuðust þá allir þjóðflokkar á því landsvæði, sem nú er kallað Haute Volta. Moro Nabo svaraði okkur ekki nema einsatkvæðisorðum og yppti öxlum hvað eftir annað til að sýna hve mjög honum leiddist. En allt í einu stökk hann á fætur, eins og byssubrendur, gaf snöggar skipanir bæði til hægri og vinstri og flýtti sér svo út í garð- inn. Vörubíll hafði komið að hliði hall- argarðsins. Og nú var auðséð, að eftir honum hafði Moro Nabo beðið með óþreyu. Bílstjórinn og þjónar konungs hjálpuðust nú að því að ná stórum og þungum kassa af bílnum. Og síðan réðust þjónarnir á kassann, með öll- um þeim verkfærum, sem þeir gátu hönd á fest, og tóku að rífa hann sund- ur. Eftir 10—15 mínútur var kassinn fallinn í fjalir og kom þá innan úr honiun grænn peningaskápur úr steypustáli. Allir ráku upp fagnaðar- óp þegar þetta sýnishorn franskrar menningar barst þeim svona upp í hendurnar, og breitt bros kom á varir konungs. Auðvitað var samtalstímanum, sem okkur hafði verið lofað, snögglega lok- ið með komu peningaskápsins. En áður en við færum var Moro Nabo svo göf- uglyndur að segja að við mættum vera viðstaddir næst þegar hann færi í stríð, en það yrði á föstudagsmorgun klukk- an nákvæmlega 7,30 — því að hann færi í stríð á hverjum einasta föstu- degi, allan ársins hring á þessum tíma. Franska stjómin leggur að sjálfsögðu mikið kapp á að friður haldist í frönsku nýlendunum, og Mossis hafa því lent í hreinustu vandræðum að geta fullnægt bardagaþrá sinni. Til þess nú að svala hemaðarandanum, hefir Moro Nabo fundið upp á því að fara í stríð á hverjum föstudegi. Það er ekki langvarandi stríð, því að það stendur í nákvæmlega 8 mínútur, og engu blóði er út hellt, nema ef ein- hver trumbuslagarinn skyldi rispa sig á ryðguðum nagla á trumbu sinni. Við komum snemma á föstudags- morgun á ákveðinn stað fyrir utan leirmúrana, er umkringja höll kon- ungs. Þrír hljóðfæraleikarar hölluðust þar upp að múrnum. Tveir þeirra voru með flautur úr klofnum nautshornum, en sá þriðji var með nokkurs konar fiðlu, gerða úr graskeri og með strengj- um úr geitagömum. Skammt þaðan sátu fjórir menn úr lífverði konungs og höfðu skrautlegar byssur um hné sér. Dauðaþögn var þarna, nema hvað einstaka sinnum heyrðust skrækir í páfagaukum, er höfðust við í stóru mango-tré. Skyndilega færðist líf í mennina. Það heyrðist urga í draghurð, og út um leynidyr á múrnum kom hans hátign konungurinn og hafði yfir sér gríðarmikinn feld úr dökkbláu flaueli. Þá hvein í flautunum og trumbumar drundu, en konungurinn gekk að hrúgu úr antilópuskinnum og settist á hana. Umhverfis hann þyrptust svo aðdáendur er horfðu á hann með til- beiðslusviþ. Konungur gaf nú einhverja skipan hárri rödd og þá gekk fram þræll og leiddi á eftir sér hest með skrautleg- um reiðtýgjum og rauðum og gylltum borðum. Nær samtímis gekk hópur aldraðra manna fram fyrir konung. Þeir hneigðu sig í duftið fyrir honum, og skoruðu á hann að íara nú ekki í stríð, báðu hann blessaðan að hlífa þjóðinni við blóðsúthellingum. Konungur reis þá á fætur í allri sinni magt og miklu veldi — og það sópar að honum, því að hann vegur um 300 pund — og helt þarna yfir þeim þrumandi ræðu. Hann brigslaði þeim um lydduskap og að þeir hefði engan skilning á hug- rekki sínu og herstjómar hæfileik- um. Þegar hann hafði rutt þessu úr sér, settist hann, en hesturinn var teymdur fram og aftur fyrir framan áhorfend- ur. Áður fyrr var það venja konungs að stíga á bak og spretta úr spori, en nú er hann orðinn of þungur til þess að geta það. Nú kallaði hann aðra skipun og líf- verðir hans hleyptu af byssunum upp í loftið, en við það urðu páfagauk- amir svo hræddir að þeir flugu á burt með miklum skrækjum og óða- goti. Bergmálið af þessari skothríð var naumast þagnað, þegar kvað við önnur skotþruma á bak við strákoí- ar.a, þar sem þjónustulið konungs býr. Þama voru „óvinirnir" og svöruðu nú skotliríð konungsmanna. Næstu mínúturnar var látiaus skot-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.