Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Síða 16
171 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VETRARGESTIR. — Að frumkvæði Gunnars Thoroddsen borgarstjóra, hefir mikið verið gert að því að auka fuglalífið á tjörninni í Reykjavik, öllum bae- arbúum til yndis og ánægju. f haust voru fluttar þangað ýmsar fuglategund- ir, sem ekki hafa verið hér áður og var það góð viðbót við þann stofn, sem fyrir var. Hefir Reykjavík því haft margt vctursetugesta að sjá um í vetur. Hér sést þegar verið er að gefa þeim mat. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon). þruma á báðum stöðum, því að nú var „orustan“ í algleymingi. Gekk á þessu þar til hvein í flautum og bumbur voru barðar til merkis um, að konung- ur hefði sigrað í orustunni! Ráðgjafar hans hneigðu sig þá aftur í duftið og hrósuðu honum hástóíum fyrir hreysti og herkænsku. Lýðurinn æpti siguróp og konungur gekk til hallar sinnar ti1 þess að fá sér ærlegan málsverð eftir þessa þreytandi herferð. —------- Við gátum ekki varizt því að hugsa sem svo, að ef allir þjóðhöfðingjar og forsætisráðherrar í heiminum vildu fara að dæmi Moro Nabo, og lofuðu hernaðaranda þjóðanna að fá útrás í málamynda bardögum, þá væri gamc að lifa í þessum heimi. !L-<^e®@x5x5v^j BRIDGE A G 5 4 V D 7 6 ♦ G 7 3 2 + K 6 5 A KD1063 V K9 ♦ 10 4 + G 10 8 4 A A ¥ G 5 4 2 ♦ Á K D 9 * Á D 7 2 S sagði 5 tígla og mun mörgum virð- ast óvænlegt að standast þá sögn. En sá sem spilaði var hinn alkunni sænski bridgemaður Kock, og hann lék sér að því. V sló út S K og hann var auðvitað drepinn með ás. Svo kom Á og K í trompi og síðan lághjarta. V drap með kóng og sló út hjarta aftur, borðið lét H D og A drap með ásnum. Nú sló hann út seinasta trompi sínu og þann slag fekk borðið á T G. Nú kom út lágspaði og var trompaður á hendi. Þ/í næst kom H G og nú verður V a6 gera annað Wort, fleygja S D eða fleygja frá L G. Það er sama hvorn kostinn hann tekur, S á alla slagina. t-^i)®®®G^J LÉLEGUR SÝSLUMAÐUR Um þessar mundir tl852) var dansk- ur maður, Willemoes að nafni, sýslu- maður í Mýra- og Hnappadalssýslu, goður drengur og allvel að sér, en illa fallinn til að vera hér sýslumaður. Það kom fyrir í Mýrasýslu, að maður sá er Vigfús hét og kallaður „Rosi“, stal peningum frá öðrum manni. Wille- moes fór að prófa málið, en réð ekk- ert við þjófinn, og tólc það til bragðs, að senda þjófinn gagngert vestur í Stykkishólm til amtmanns, og kvaðst ehkert geta við hann ráðið. (Páll Melsted). MINJAR TYRKJARÁNSINS Þyrnir (cirsium arvense) vex nálægt Járngerðarstöðum í Grindavík, og er sagt að hann vaxi þar af því, að blóð heióinna og kristinna manna hafi bland ast þar saman, er Tyrkir rændu 1 Grindavík 1627. — (Þorv. Thoroddsen). ORÐSKVIÐIR GRETTIS Lítið verk og löðurmannlegt. Vinur er sá annars, er ills varnar. Fleira veit sá, er íieira reynir. Illt er að eggja óbilgjarnan, Verður það er varir, og svo hitt, er eigi varir. Þræll einn þegar hefnist, en argur aldrei. Eigi er það að launa, sem eigi er gert. Einsdæmin eru verst, Munur er að mannsliði. Orða sinna á hver ráð. Margur seilist um hurð til lokunnar. Þá er öðrum vá fyrir dyrum, er öðrum er inn um komið. Illt er ódrengjum lið að veita. Þess verður getið, er gert er. Eigi er sopið, þó að í ausuna sé komið. Allt mun fyrir eitt koma. Ber er hver á bakinu, nema sér bróður eigi. A 9 8 7 2 V Á 10 8 3 ♦ 8 6 5 + 9 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.