Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Page 1
12 tbl. XXXII árg. Sunnudagur 24. marz 1957 Sœmundur Tómasson: Björgunarafrekið 24. marz 7976 og tildrög Jbess AÐ VAR aðfaranótt 24. marz 1916, að ég vaknaði við að barið var á gluggann hjá mér og kallað á mig með nafni. Eg steig framúr rúminu, lyfti upp glugga- tjaldinu, leit út, en sá engan, enda skuggsýnt úti. Eg fór því aftur upp í rúmið, kveikti á eldspýtu og leit á úrið mitt, sem lá á náttborðinu; klukkan var rúmlega 2. Eg hallaði mér útaf aftur, þótti fullfljótt að fara á fætur, enda þótt eg hefði undanfarið oft klætt mig um líkt leyti. Eg fór að hugsa um það hver hefði verið að berja í gluggann minn og kalla á mig. Nokkru seinna fór eg að klæða mig og fór austur að sjó eins og það er kallað. Það var oft vani formanna að líta til sjávar og tal- ast þar við stundum, ef eitthvað fannst athugavert um veðurútlitið, áður en farið var að „kalla“, það var að vekja háseta sína. Þegar eg kom austur að sjó, hitti eg þar fyrir tvo formenn og fór- um við að tala saman um veður- útlitið o. fl. Það hafði verið róðra- hrota undanfarið, veðurblíða hafði verið, en tregur fiskur. Aðallega hafði verið fiskað á lóð, en nokkr- ir höfðu lagt net sín, en afli í þau var tregur. Eins og fyrir segir hafði eg farið snemma á fætur undan- farna daga, því vegna veðurblíð- unnar og aflatregðu var róið lengra og legið lengur yfir lóðinni, en venja var undir venjulegum kring- umstæðum. Oftast undanfarið róið kl. 3—4. Kvöldið fyrir 24. marz setti upp mikið þykkni, sem kallað var, á vestur og norðvestur himininn. Þó sáust ekki önnur veðrabrigði. Það mun þó hafa valdið því að hvorki eg né margir fleiri reru strax um nóttina eins og vant var, heldur var beðið birtu til þess að sjá bet- ur veðurútlitið. Það drógst því allt til kl. 5—6 að farið var á sjóinn í þetta sinn, var þó ekki að sjá neitt óvenjulegt útilit. Farið var því 2—3 tímum seinna á sjóinn þennan morgun en áður. gæmundur Tómasson (myndin tekin 1916).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.