Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 4
17« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um borð, voru þeir sem á undan okkur komu allir komnir undir þiljur og höfðu fengið hressingu. Nú fór ég og piltar mínir niður í hásetaklefann, en þar var þröng mikil, þar sem matsveinninn stóð við rauðhitaða eldavélina og var að útbúa kaffi, te og hvað annað af því sem til var og menn höfðu lyst á. En fæðið á skútunum var aldrei fjölbreytt, samanber skútu- kex og skútukjöt, en allt var þeg- ið eftir því sem lystin leyfði. Allir hrakningsmenn voru í skinnklæðum, sem voru lýsisborin. Á meðan menn voru að klæða sig úr hlífðarfötunum, magnaðist óloft- ið vegna hitans frá eldavélinni, því loftræsting var léleg, þar sem hver smuga varð að vera lokuð vegna sjógangs yfir skipið. Menn voru yfirleitt þreyttir og mjög þjakaðir eftir baráttu dagsins, varð sumum því óglatt í hinu loftlitla rúmi. Um það leyti er ég og formaður bátsins, sem síðast kom, höfðum fengið okkur hressingu, var kallað til okkar að eitt skipanna væri að slitna aftanúr. Við fórum því uppá þilfar og vorum þar um stund og ömurlegt þótti okkur yfir að líta. Sjórinn rauk yfir skipið og okkur sýndist allt mara í hálfu kafi, en aftaní Esther voru ennþá fjórir bátar. Skipstjóri og menn hans höfðu mörgu að sinna. Þar sem við tveir stóðum þarna afturá skipinu og athuguðum meðal ann- ars festar bátanna, kemur skip- stjóri til okkar og býður okkur niður í káetu. Þar voru fyrir nokkuð margir af gestum hans og þrír hásetar þar á meðal einn gamall maður sem lá í rúmi sínu, hafði meiðst lítilsháttar á fæti áður en óveðrið skall á. Sá var Vest- firðingur og viðhafði ýmis orða- tiltæki, sem mér þóttu einkenni- leg og ég hafði aldrei heyrt fyrr. En nú var ekki staður né stund til neinna athugana í því sam- bandi, en mér er þetta minnisstætt síðan. Þegar hér var komið var kvöld- myrkrið að færast yfir til viðbótar öðrum erfiðleikum, sem sýndust þá nægilega margir fyrir. Niður um káetu-kappann heyrð- ist hvinur stormsins og sjávarins, það hvein í reiðanum og ýlfraði í blökkum og böndum. Mönnum fanst skipið sjálft stynja undan átökum höfuðskepnanna með sinn dýrmæta farm, 65 mannslíf og fullt lestarrúmið af fiski. Þarna niðri í káetunni voru 18 af okkar mönnum auk þeirra 7 skipverja sem þar bjuggu, en þeir skiptust á tvær vaktir. Það var flestum ljóst hve alvar- legt ástandið var, enginn mælti orð af vörum svo dauft var yfir öllum. Menn sátu á bekkjum og hölluðu sér afturábak, aðrir voru í kojum skipsmanna og skiptust á að hvíl- ast eftir því sem hægt var. Við vorum 3, sem höfðum koju skipstjórans, einn þeirra var elsti maður hrakningsmanna, rúmlega 70 ára, sjálfur var skipstjóri oftast uppá þilfari nema þegar hann skauzt niður til að fá sér matar- bita eða kaffi, kom þá fyrir að hann hallaði sér framá hendur sín- ar á borðið nokkrar mínútur en stökk svo upp eftir stutta hvíld. Eg varð þess ekki var að hann færi úr hlífðarfötum eða sofnaði meðan við vorum á skipi hans, en það voru 3 sólarhringar. LÖNG DVÖL UM BORÐ Það mun hafa verið um kl. 4 fyrstu nóttina að skipinu var lagt yfir sem kallað var, áður hafði skipið haft vind og sjó á bakborða, en nú skyldi stjórnborðshlið snúa á móti vindi og sjó. Veður og sjór hamaðist eins og áður og frost- harkan var afskapleg og ennþá var dimmt af nóttu. Orsökin til þess að skipinu var snúið var sú, að það hafði íengið slagsíðu vegna klaka, sem safnað- ist á reiða, möstur og segl, á skips- skrokknum festir engan ís vegna sjógangs. Skipið varð þyngra í sjónum vegna þessarar yfirísingar, svo að sjór braut nú meira yfir það en áður, dekkið fylltist iðulega og fyrir kom að sjór rann niður um káetukappann. Fór þá sumum að verða órótt sem niðri voru og vissu ekkert sem gerðist til úrbóta. En í gegnum veðurgnýinn og sjó- ganginn heyrðist hin þróttmikla rödd skipstjórans, er hann sagði mönnum sínum fyrir verkum, og þeir hlýddu hverri skipun sam- stundis með miklum dugnaði. Eg hygg að uppi á þilfarinu í rokinu, sjógangi, náttmyrkri og hörkugaddi hafi skipstjóri og menn hans barizt hetjulegri baráttu við þá miklu örðugleika sem við var að stríða, því mörg fyrirskipunin var gefin snjöllum rómi og þær framkvæmdar með öruggum og skjótum handbrögðum skipsmanna, þv' hér var sýnilega valinn maður í hverju rúmi. Þessi barátta stóð nokkra stund og endaði ekki fyrr en búið var að brjóta talsvert af skjólborði skips- ins, svo sjórinn rynni fljótar út af þilfari; einnig var rifið uppúr gangi og káetukjallara ca. 5 smá- lestir af kjölfestu skipsins og varp- að fyrir borð, voru það smá járn- stykki; var þetta erfið og áhættu- söm vinna. Skipstjóri og nokkrir af piltum hans komu niður í káetu, þegar þessu var lokið, blautir og hraktir, en hressir í bragði og í jötunmóði. Þeir fóru úr vaðstígvél- um sínum, heltu úr þeim sjónum fóru úr sokkum og settu ullarsjó- vettlinga á fætur sér, fóru í stígvél- in og uppá þilfar. Eftir þessa erfiðu og alvarlegu stund, lét skip- ið betur í sjó og allt var hávaða- laust og ekkert sögulegt gerðist. /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.