Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 vér komum hingað fyrst, aðeins veitingahús. En þótt nú sé komið þar ofurlítið gistihús, þá er betra fyrir konur að fá sér gistingu á heimilum, eins og vér gerðum. Þeir sögðu oss að vér skyldum borða í spítalanum. Þetta fannst oss allkynlegt. En þetta er alveg einstakur spítali, þar eru haldnar veizlur og dansleikar og þar er ágætur matreiðslumaður, sem get- ur tekið á móti mörgum gestum. Þarna voru aðeins fjórir sjúkling- ar um þetta leyti, en ef um smit- andi sjúkdóma er að ræða, þá eru sjúklingarnir fluttir í eyðihús inn- an við víkina. Enskur maður, sem eg hitti í spítalanum, sagði mér að hann hefði skömm á borgum yfirleitt, en hvað sér líka betur við Reykjavík en nokkra aðra borg, líklega vegna þess að hún var eins lítil og nokkur borg getur verið. Hér er skemmtilegt en takmarkað samkvæmislíf, látlaust á yfirborði, en þó með menningarbrag og ströngum siðum. — Það er ekkert að sjá í Reykja- vík, og oss þótti í aðra röndina vænt um að þurfa ekki að þeytast þar fram og aftur eins og í öðrum borgum. Þar er að vísu lítill vísir að fornminjasafni, og var þá geymt uppi á kirkjulofti, en Danir hafa fyrir löngu látið greipar sópa um alla merkustu fomgripi. Það er heldur varla til gamalt handrit í landinu, allt hefir verið flutt á brott. Hin eina listgrein, sem þróast þarna er málmsmíði. Frá upphafi hafa íslendingar verið ágætir smiðir á járn og silfur. Gömlu fyrirmyndirnar eru mjög góðar, og menn eru vandvirkir. Margar kon- ur eru snillingar í útsaumi og bald- íringum á þjóðbúninginn. Margir karlmenn eru oddhagir og á löng- um vetrarkvöldum skera þeir út aska, kistla og kistur með sama skrauti og er á fornum rúnastein- um og krossum.----------- Reykjavík er í sannleika sagt miður íslenzk en nokkur annar staður á landinu. Þar gætir áhrifa Dana mjög og þar er meiri stéttar- skipting. Þar eru eins og í öðrum borgum, skuggalegir menn niður við höfn og svipast eftir „selum í landi“. Stundum hafa ferðamenn dæmt aðra íslendinga eftir þeim, en það væri ósköp líkt eins og vér værum dæmd eftir ræflunum sem eru að flækjast við hafnirnar 1 Oban og Brooieclaw. Það er sagt að mönnum hætti við að verða að úlf- um í borgunum, og það er sérstök tegund manna sem eltir ferðamenn eins og illfiskur eltir síld. Þeir eru í Sviss, þeir eru í Hálöndunum hjá oss, og þeir eru ekki óþekktir í hafnarborgum Noregs, þótt þeir sé þar ekki inni í landi. Reykjavík er ekki borg, og eg held að hún hafi ekki eignast neinn útfarinn úlf enn. En þar er mér úlfs von er á eyru sér, og það er farið að bera á því, svo vera má að svo fari, að ferðamenn verði taldir bráð, í stað þess að vera góðir gestir. Eitthvað í þá áttina er óumflýjanlegt, en eg treysti því að eðlisfar og gott upp- eldi muni halda íslendingum ó- spilltum yfirleitt, gestrisnum og heiðarlegum. FRÚ ALF.C HARLEY TWEEDIE ferðaðist hér 1890. Þá er Reykja- vík orðin stór bær með 4000 íbúa, en ekki er hún hrifin af byggingunum í baenum. Reykjavík er höfuðborg íslands. Þar eru 4000 íbúar og borgin stend- ur á fallegum stað og þar er ágæt höfn. Við höfðum kastað akkerum hér um nótt en er við komum á fætur um morguninn sýndist okk- ur bærinn mjög tilkomumikill í samanburði við hina smærri staði. (Hún hafði ferðast um Norður- landj. Aðalbyggingaxnar exu — og engin þeirra falleg — dóm- kirkjan, Alþingishúsið og spítalinn. Svo er líka eitt hús enn, tugthúsið, en þar er sjaldan nokkur maður. Á grasvelli fyrir framan dóm- kirkjuna er líkneskja Alberts Thorvaldsens, sem var af íslenzku bergi brotinn. í Reykjavík #r líka forngripasafn, sem geymt er í Al- þingishúsinu, þótt undarlegt megi virðast, og þar er gott almennings bókasafn, geymt á dómkirkjuloft- inu og í því um 45 þús. bindi. Þar sáum við fyrstu biblíuna, sem prentuð var á íslandi, á Hólum, , 1584. Tvö veitingahús eru í borginni, þar er klúbbur, pósthús og versl- anir, lyfsali, ljósmyndasmiður og tveir eða þrír silfursmiðir. Helzti leiðsögumaður útlendinga er Þor- grímur Gudmundsen. Þarna eru engin farartæki á hjólum og kyrrðin á götunum minnti helzt á Feneyar. Við náðum í snoturt blað, sem gefið er út í borginni, en því miður gat ekkert okkar lesið það. Það var prentað eftir að „Camoens" kom og í því voru einu fréttirnar, sem íslendingar höfðu fengið um hálfsmánaðar skeið. ísland hefir ekki símasamband við umheiminn og þekkir ekkert til þeirrar dá- samlegu uppgötvunar, sem nú ber fréttir með eldingarhraða um all- an heim.------ Hún fór til Þingvalla og Geysis og þegar til Reykjavíkur er komið aftur segir hún: Við byrjuðum á því að leita að þvottinum, sem við höfðum skilið eftir, og við hittum þvottakonuna í litlu húsi utan við bæinn. Hún tók okkur brosandi og setti upp 3 shillinga, en það hefði áreiðan- lega kostað 30 shillinga í Englandi. Þegar við komum um borð, sáum við að þvotturinn hafði verið ágæt- lega þveginn og svo vel frá honum gengið sem hæfði bezta þvottahúsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.