Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Side 1
13 tbl. XXXII árg. Sunnudagur 31. marz 1957 Hannes Jónsson frá Hleiðrargarði: Á REFÁVEIÐUM A F I minn Ólafur Guðmundsson frá Rauðhúsum (f. 1808, d. 1900) og sem lengi bjó í Hleiðrargarði Eya- firði, var á yngri árum sínum talinn einn bezti skotmaður sveit- arinnar. Var hann því oft fenginn til þess að liggja á grenjum, og eyða bitvargi, sem lagðist á fé manna, en dýrbítur var þá miklu algengari en nú er orðið. Tókst honum það oft með ágætum. Byssan var aðalvopn hans, en þó notaði hann fleiri veiðitæki. Átti hann dýraboga mikinn og vel gerð- an. Hafði hann bogann úti á hverj- um vetri meira og minna og fékk oft mörg dýr í hann. — Skammt utan og ofan við bæinn í Hleiðrargarði er dálítill hóll, sem hann hafði jafnan bogann á. Þessi hóll hét ekki neinu sérstöku nafni, en eftir að Ólafur fór að hafa bog- ann þar fékk hóllinn nafn og var kallaður Gildruhóll og hefir það nafn haldizt síðan. Óiafur hafði sérstakan hátt á þessum veiðum, var það siður hans að slátra lélegu fjallalambi, taka innýfli þess og hella blóðinu yfir þau. Lét hann þetta í gisinn striga- poka og gekk svo til fjalls og dró pokann á eftir sér. Gekk hann oft hátt í fjallið og jafnvel til afréttar. Þetta varð til þess að refir, sem voru á ferð fundu þef af slátrinu og fylgdu svo slóðinni að boganum. — Boginn var vandlega falinn, svo að ekki sást nema agnið, en við það mátti ekki koma, því að þá hljóp boginn og hremmdi það sem ofan á honum var. — Ólafur sagði svo frá að eitt sinn hefði hann séð ref rekja slóðina niður fjallið og stefna á hólinn. Tók hann þá byssu sína og læddist í dálitla gilskoru, sem er rétt hjá hólnum. Leyndist hann þar og beið átekta. — Ólafur stráði oft nýjum kjötbitum í kringum bogann, sem átti að vera til þess að tæla dýrið til að taka agnið. En nú brá svo við, að þegar refurinn var kom- iim nálægt kjötbitunum, fleygði hann sér flötum á jörðina og mjak- aði sér á kviðnum í áttina til bit anna og bogans. Þegar hann var kominn svo nálægt bitunum, að hanu gat náð til þeirra, rak hann aðra löppina í bita og kastaði hon- um til. Og þegar hann sá að ekk- ert gerðist, stökk hann á fætur, Hannes Jónsson. tók bitann og át. — Þannig fór hann að við hvern bitann á eftir öðrum, en svo var að sjá, sem hann grunaði hvar agnið og hættan var, því að hann fór allt í kring um bogann og notaði sömu aðferðir, en snerti aldrei við agninu. — Ólafur tók þá til byssu sinnar og skaut refinn. Sagði hann svo síðar frá að sannfærður hefði hann verið um það að dýr þetta hefði áður lent í boga en sloppið á ein- hvem hátt. Ólafur hafði líka þann hátt á, að hann hafði ætíð hlaðna byssu í fjárhúsi, sem var nokkuð frá bæn- um. — Kunni hann þá list að gagga svo líkt tófu að þær villtust á því. — Það var eitt sinn um fengitím*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.