Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 193 Hættan af geislavirkum efnum GREIN þessir er eftir kunnan indverskan lífeðlisfræðing, dr. N. (f. Das Gupta, prófessor við háskólaim í Kalkútta. Dregur hann hér sam- an hvaða hættur mannkyninu stafa af geislavirkum efnum í loftinu og úrgangi frá kjarnorkustöðvum. CVO AÐ segja daglega lesum vér um það í blöðunum, að matvæli vor og drykkjarvatn hafi mengast af geislavirkum efnum. Sannleikurinn er sá, að um þessar mundir er nokkru meira af geisla- virkum efnum í umhverfi voru heldur en áður var, og það eykst jafnt og þétt, eftir því sem ýmsar þjóðir gera meira að kjamorkutil- raunum og sprengja fleiri kjarn- orkusprengjur. Þetta veldur mönnum eðlilega áhyggjum, en fram að þessu höfum vér ekkert getað gert annað en horft á hvernig vindar bera geisla- virkt ryk og úrkomur fella það til jarðar. Allt sem vér sjáum umhverfis oss, er skapað af atómum. Flest eru atóm þessi stöðug og eyðast ekki, ef þau eru látin afskiptalaus. En atóm þau, sem framleidd em í kjarnorkuofnum eða með kjarna- sprengingum, eru óstöðug. Þau eru geislavirk og eyðast vegna útgeisl- unar ósýnisgeisla, sem kallaðir eru alfa, beta og gamma geislar. Áður en kjamorkuöldin hófst, þekktu menn um 40 geislavirk efni, sem öll voru náskyld, en ákaflega sjaldgæf. Aðalefnið var radíum, sem notað var til lækninga á krabbameini. Það eru nú 60 ár síðan radíum fannst, en svo er lítið um það, að allar birgðir mannkynsins fara nú varla fram úr 4 pundum, og það er svo dýrt, að eitt gramm kostar um 300 sterl- ingspund. Náttúran framleiðir þannig sjálf geislavirkt efni, en það er fólgið sem örsmáar eindir í fjöllum og berglögum. Með furðulegum dugn- aði og hugkvæmni tókst frú Curie að safna saman nokkrum af þess- um öreindum og framleiða geisla- virkt efni. Með enn meiri fyrirhöfn hefir mönnum nú tekizt að breyta ósköp venjulegum efnum í geislavirk efni, svo sem kalki, járni og gulli, svo að þau hafa svipaða eiginleika og radíum. Nú er svo komið, að hægt er að framleiða nær óþrjót- andi birgðir af geislavirkum efn- um. Það er kaldhæðni örlaganna, að aðalhættan, sem nú steðjar að mannkyninu stafar af því hve auð- velt er að framleiða geislavirk efpi. Afleiðing þessa getur í einu orði sagt orðið gjöreyðing. Ákveð- inn skammtur af ósýnisgeislum brýtur niður frumur líkamans. Þess vegna hafa gamma-geislar verið notaðir til þess að eyða krabbameini. En þeir leggjast eigi aðeins á sýktar frumur, heldur eyðileggja þeir heilbrigðar frumur alveg eins. Mesta hættan af geislavirkum efnum stafar af snertingu við þau. Geislavirkt ryk frá kjarnasprengj- um, sem fellur til jarðar, sezt á hörund manna og það varð or- sökin til þess að japönsku fiski- mennirnir veiktust, þar sem þeir voru innan áhrifasvæðis kjarna- sprengingar. En það getur líka vel verið, að geislavirkt ryk berist langar leiðir í loftinu. Og þegar menn anda svo að sér þessu mengaða lofti, þá ber- ast geislavirku agnirnar niður í lungun og setjast þar að. Þetia geislavirka ryk getur einnig borizt ofan í oss með mat og drykk, og agnirnar setjast þá að á ýmsum stöðum í líkamanum eftir því hvert efni þeirra er. Radium, strontium og geislavirkt kalk sezt t. d. að í beinunum, geislavirkt sodium dreifist nokkurn veginn jafnt um líkamann, en geislavirkt joð sezt að í skjaldkirtlinum. Frá þessum stöð- um geisla efnin sér svo út og geta skemmt allar heilbrigðar frumur. í grend við sig. Sum geislavirk efni endast mjög lengi, og geta haldizt við árum saman í manni, ef þau komast inn í líkamann. Plutonium geislar sér t. d. út að hálfu á 24.000 árum, og eftir önnur 24.000 ár er enn eftir fjórði hlutinn af geislamagni þess. Geislavirkt Caesium geislar sér út að hálfu á 33 árum og strontíum á 25 árum. En mörg geislavirk efni eru miklu skammlífari. Geisla- virkt sodium geislar sér að hálfu út á 14 klukkustundum og geisla- virkt joð á 8 dögum. Mjög er það mismunandi hve hættuleg geislavirk efni eru. Sodium og joð, sem eyðast fljótt og líkaminn losar sig auk þess við, eru ekki mjög hættuleg. En strontí- um og radíum, sem eyðast seint og líkaminn getur ekki losað sig við, eru hættulegust. Ef þau kom- ast inn í líkama mannsins, halda þau skemmdarstarfi sínu áfram um langan tíma, mjög langan tíma miðað við meðalævi mannsin*. Valda þau þá oft krabbameini og öðrum sjúkdómum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.